Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1987, Blaðsíða 9
2.
SKILGREININGAR
2.1. Hvaö eru slys?
Skilgreining Slysadeildar Borgarspítalans við skrásetningu sjúklinga á
göngudeild er eftirfarandi: "Allir sjúklingar, sem koma á slysadeild til
meðferóar vegna bráóasjúkdóma og slysa". Eftir að sjúklingurinn er
rannsakaóur er sjúkdómsgreiningin skráó af lækni, ýmist undir I - slys eða
11 - ekki slys. Sjúklingur getur verið skrásettur bæði undir I og II. Sem
Qæmi n-,á nefna að ölvaður maður, er dettur nióur stiga og höfuðkúpubrotnar,
gæti verið skráður undir nr. 320 - fíknilyfja- og áfengisneysla, nr. 800 -
brot, höfuó- og andlitsbein og nr. 793 - nánari athugun (obs), (sjá
eyóublað í vióauka). Á hinn bóginn getur sjúklingur verió skrásettur sem
- ekki slys, nr. 420 - hjarta og æóasjúkdómar.
Skilgreining á slysum er í samræmi við skilgreiningu
AlÞjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) frá 1957 "An unpremeditated event
resulting in recognizable injury" þ.e. óvæntur atburöur sem leiðir af sér
9reinilegan áverka.
2-2. Hvaö eru heimahús?
Slysadeildin skilgreinir 9 slysastaði alls, (sjá fylgiskjal). Undir
slysstaðnum 06 - er heimahús. Athugun á sjúkraskýrslum sýnir að heimahús
mun vera skilgreint sem "dvalarstaður sjúklings" óháó því hvort hann er
busettur þar eóa gestkomandi, einnig garóur íbúðarhússins og bílskúr. Hér
eru einnig meótaldar dvalarstofnanir, svo sem elliheimilin.
Hafi sjúklingur, sem búsettur er í húsinu, einkaverkstæði þar sem hann
framleiðir muni til einkanota er verkstæðið talið til heimahúss.
Stigagangar, sameiginlegt þvottahús, geymslur i fjölbýlishúsum og þess
hattar eru talin til heimahúss.
7