Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1987, Blaðsíða 11
3.4. Aldursskipting sjúklinga.
Aldursskipting sjúklinga sem komu til göngudeildar er önnur en
aldursskipting fólksfjöldans eins og tafla 3.4. (a) sýnir.
Á göngudeild Slysadeildar komu 35.767 sjúklingar árió 1979, þ.e.a.s.
29,9% fólksfjöldans á höfuóborgarsvæóinu. Alls voru um 92% búsettir á
höfuöborgarsvæóinu eöa um 33 þúsund* sjúklingar, sbr. 3.1. Skipting eftir
aldri og einstökum stöóum var ekki möguleg fyrir áriö 1979. Fjöldi barna á
aldrinum 00 - 04 ára voru 10.069 árið 1979 þ.e. 8,4% fólksfjöldans á
höfuóborgarsvæðinu, en 3.979 þeirra eða um 39,5% komu á Slysadeildina. I
heild voru þau 11,1% allra sjúklinga sem komu á Slysadeildina, sjá töflu
3.4. (a).
Munurinn er áberandi (sjá töflu 3.4 (b)) séu aóeins slys í heimahúsum
talin og þá hvert aldursár sér. Taflan sýnir, að undir eins árs aldri voru
áætluð 2084 börn, þ.e. 1,7% fólksfjöldans 231 þeirra komu á slysadeild,
Þ-e.a.s. 11,1% barna undir eins árs aldri. Eins árs börn voru 1972 þ.e.
1,6% fólksfjöldans en 747 þeirra komu á slysadeild vegna heimaslysa, þ.e.
37,9%.
I fimm ára flokki 00-04 ára voru árið 1979 alls 10069 börn (8,4%
fólksfjöldans) en 2305 komu á slysadeild vegna heimaslysa þ.e. 22,9%
þeirra. (Engin leiörétting vegna búsetu í töflunni).
Af ofangreindum 35.767 sjúklingum, sem komu á slysadeildina voru 8.405
skrásettir sem slasaðir í heimahúsum (slysstaöur 06) þ.e.a.s. 23,5%. I
þessari skýrslu eru hins vegar ekki meðtaldir sjúklingar, sem lentu í
slysum, sem erfitt er aó koma i veg fyrir eóa voru ekki meðtaldir i
rannsóknum Norðurlanda 1977.
1 skýrslunni hér eru þvi aðeins athugaöir 7.562 sjúklingar. Af þeim voru
skrásettir i slysadeild undir I - slys 6.890 (N-kóði) en 672 undir II -
ekki slys.
Samanburður af þessum 7.562 sjúklingum og ibúafjölda á
höfuðborgarsvæðinu eftir aldri er sýndur i töflu 3.4.(b). Má sjá þar að
börnin á aldrinum 01-02 ára eru i mestri slysahættu.
Ekki voru taldir sjúklingar, sem skrásettir voru undir
orsakagreiningu:
08 - sjálfsáverki, viljandi
09 - áverki frá öórum
10 - ölvun
19 - óþekkt orsök
*áætlað
9