Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 2

Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 2
2 Leikhúsmál Lesendur! Um leið og þetta litla rit hefur göngu sína, hefir ])ess verið óskað, að ég fylgdi ]>ví úr garði með nokkrum orðum. Það mun vera hið fyrsta málgagn leiklistar og leikara hér á Islandi. I öllum menn- ingarlöndum hafa slík blöð unnið mikið og þarft verk og stutt störf leikhúsanna, unnið að áhugamálum leikaranna, og að ýmsu öðru leyti rutt brautina til aukins skilnings almennings á hinum miklu menningarverðmætum sannrar leiklistar. Þetta á líka að verða hlutverk þessa blaðs. — Það á að verða einn þátturinn í leik- menntun og leikstarfsemi vorri. — ,,Leikhúsmál“ eiga að verða sá vettvangur, þar sem hinir færastu menn, sem völ er á hér, ræða af hlutdrægnislausri þekkingu, og slegg.ju- dómalaust, leikmeiint og leikliúsmál Islendinga. Blaðinu er fyrst og fremst ætlað það hlutverk, að reyna að skapa grundvöll að aukinni fræðslu og meiri skilnings almennings á góðri leiklist í landinu og á hlutverki hennar til menningarauka fjrrir hina íslenzku þjóð. Allur almenningur á Islandi ann leiklist og heflr mikinn áhuga fyrir leiksýningum. Lýsir sá áliugi sér meðal annars í því, að í síðustu 40 ár hafa hvergi verið reist svo samkomuhús til sjávar eða sveita hérlendis, að leiksviði hafl ekki verið komið fyrir í húsinu. Leiksýningar eru lialdnar á vetri hverjum í öllum þessum húsum, víðsvegar um Iand allt. Leikrit hafa verið lánuð svo skipt heflr mörgum tugum árlega héðan úr Reykjavík til notkunar nær og fjær á landinu o. s. frv. Árið 1930 urðu nokkrar umræður um stofnun og útgáfu leikhúsblaðs hér. Ymsra orsaka vegna sáum við okkur það þá ekki fært, svo að ekki varð af útgáfunni í það skipti. En á síðast liðnum 10 árum hafa mér borizt margar og ákveðnar áskoranir hvaðanæfa af landinu um útgáfu þessa, og má því segja, að það hafl valdið nokkru um, að til framkvæmda liefir komið í þessu máli. fslenzk leiklist heflr jafnan átt marga einlæga og ötula stuðningsmenn víðsvegar um land allt, og það eru nokkrir þeirra, sem nú gera þessa tilraun, ef vera mætti, að útgáfa þessa rits gæti orðið íslenzkri leiklist til frama og eflingar. Vildi ég vera þess megnugur að geta fengið þessu blaði þá lieimanfylgju í veganesti, sem gerði því fært að eyða ýmsri vanþekkingu og hleypidómum. Mætti því auðnast að verða happasæll forvörður og leiðbeinandi í leikmennt ])jóðarinnar. „Leikhúsmál“ munu flytja greinar um leikstarfsemina hér í Reykjavík, ásamt mynd- um frá sýningunum. Einnig mun blaðið fylgjast með leikstarfi leikflokka á íslandi utan Reykjavíkur, eftir mætti. Skrifa um starfsemi þeirra og birta myndir frá sýningum þeirra, þegar vert þykir. Hér mun verða getið helztu nýjunga í leikliúsmálum og birtar útlendar leikhús- fréttir, ásamt myndum frá erlendum leikliúsum, eftir því sem ástæður leyfa. Framvegis mun kvikmyndum og útvarpsleikjum einnig ætlað nokkurt rúm. — Gert er ráð fyrir, að „Leikhúsmál“ komi út mánaðarlega 6 mánuði ársins. Yfir sumarmánuð- ina koma þau ekki út, nema sérstök ástæða þyki til. Þó munu orsakir yflrstandandi styrjaldar geta átt þátt í því, að þessi áætlun kunni eitthvað að raskast. Við, sem stöndum fyrir útgáfu blaðsins, sendum það til allra þeirra, sem óskað hafa eftir því, og annarra væntanlegra kaupenda, í þeirri von, að það megi verða kærkominn gestur öllum þeim, sem unna íslenzkri leiklist og vilja stuðla að gengi hennar og þroska. Reykjavík, í febrúar 1940. Haraldur Björnsson.

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.