Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 3

Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 3
# § Útgefandi: Leikhúsmál h.f. Ritstj.: Har. Björnsson Afgreiásla: Bergstaðastræti 83 Sími 2348 Tímarit fyrir leiklist — kvikmyndir — útvarpsleiki. Haraldur Björnsson: Islenzk leiklist. i. Eins og kunnugt er, eru flestar íslenzkar listir, nema ritlistin, ennþá á unga aldri. Mál- aralist, myndhöggvaralist, tónlist og leiklist eiga stuttan þroskaferil aó baki. Síóustu 40 árin hefir íslenzka þjóðin þó eignazt allstóran hóp dugandi listamanna á þessum svióum. Fögrum álitlegum málverkum eftir innlenda málara fjölgar æ í landinu. Mörg eru þau orðin islenzku heimilin, þar sem gefur að líta ágæt- ustu listaverk af þessu tagi. íslenzka ríkið á og orðið allálitlegt safn ís- lenzkra málverka. Sýningar á íslenzkum mál- verkum af ýmsu tagi, hafa verið haldnar næst- uip árlega í landinu í síðustu 20 ár, svo og víða í útlöndum. Hafa margir íslenzkir list- málarar getið sér hinn bezta orðstír og hlotið viðurkenningu vandfýsnustu listdómenda. All- víða á erlendum listasöfnum getur nú að líta inyndir eftir íslenzka málara. íslenzkir myndhöggvarar eru færri. Þó eru í þeim fámenna flokki nokkrir svo ágætir listamenn, að þeir munu kunnir víða um heim, og hafa sum helztu menningarríki ver- aldarinnar keypt listaverk þeirra. Hérlendis getur og allvíða að líta fagrar myndastyttur og aðrar höggmyndir eftir þessa listamenn vora. Skurðlist fer mikið í vöxt, og ýmsa fagra muni er og farið að vinna úr íslenzkum leir, sem þegar hafa hlotið mikið lof og hylli, bæði hér heima fyrir og erlendis, o. s. frv. Síðustu áratugina hefir íslenzk tónlist þró- ast mjög. Islenzka þjóðin á nú orðið nokkur tónskáld, sem láta eftir sig liggja hinar feg- urstu tónsmíðar, stærri og smærri, af ýmsum tegundum. Margir islenzkir hljóðfæraleikarar eru hinir menntuðustu og færustu menn og Aslaug og Guðrún í Nýjársnóttin eflir Indr. Einarsson (Stefanía Guðmundsdóttir og Guðrún Indriðadóttir). hafa hlotið mikið lof og viðurkenningu bæði utan lands og innan. Vel æfðir og duglegir söngkórar eru starf- andi hér í Reykjavík og víðsvegar um ísland. Hafa sumir þeirra ferðast víða um Evrópu og hlotið hina glæsilegustu dóma. Nokkrir ís- lenzkir söngvarar hafa gert sönginn að lífs- starfi sínu, og sumir hafa verið starfandi um margra ára skeið við sönghallir stórborganna, sem fremstu söngvarar.

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.