Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 12

Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 12
12 Leikhúsmál Haraldur Björnsson: Fjalla-Eyvindur. Skrifað í leikskrána i tilefni af sýningum L. H. á leiknum 1940. Sjaldan hefir víst leiksýningar á íslandi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu eins og jólasýningar Leikfélagsins hér árið 1911. — Hvað var þá í vændum? — Þá átti að fara fram fyrsta frumsýning hérlendis á ramíslenzkum leik, eftir ungt, íslenzkt leik- ritaskáld af ætt Jónasar Hallgrímssonar. Annar jóladagur 1911 varð merkisdagur í sögu hinnar ungu, íslenzku leikritagerðar — og leiklistar. Þann dag — 26. des. — var Fjalla- Eyvindur sýndur í fyrsta sinn á íslenzku leik- sviði. Næstu ár á eftir fór leikritið sigurför um flest lönd Evrópu, var kvikmyndað, og þýtt á fjölda tungumála, og höfundurinn varð víð- frægur maður á örskömmum tíma. — Síðan skrifaði hann fleiri ágæt verk af sama tagi, en frægð sú og ljómi, sem enn er um nafn hans, er órjúfanlega og aðallega bundin við þetta verk. Hvernig var svo þessi frumsýning á þessu merkasta leikriti íslendinga? — Hún sýndi á- horfendunum inn í heim stórkostlegrar, skáld- fegurðar. Hún hrá upp fyrir þeim myndum af alþekktum söguhetjum íslenzkra þjóðsagna. — Söguhetjum, með stórbrotnum lyndisein- kennum, sem með skáldlegri snilld var lyft upp á hið tigna svið harmleiksins. Örlög Eyvindar og Höllu hafa lengi verið mörgum íslendingum kunn. Með leikritinu hefir Jóhann Sigurjónsson reist þeim óbrot- gjarnan minnisvarða. Halla leikritsins, — hin fagra, ríka, mikil- láta og unga ekkja, hefir verið viðfangsefni margra beztu leikkvenna menntalandanna á síðari árum. Guðrún Indriðadóttir lék hana fyrst af öll- um islenzkum leikkonum. Um það verður ekki deilt, að leikur hennar í þessu hlutverki var víða svo ágætur, að hann átti mikinn þátt í því, að þessar leiksýningar urðu mörgum ógleymanlegar. — Helgi Helgason lék Kára, af Ilalla í 2. þœtti 1911 (Guðrún Indriðatl.). mikilli nákvæmni og karlmannlegum þrótti. —• Þetta leikár var Fjalla-Eyvindur sýndur 23 sinnum. Árin 1912—1914 4 sinnum. Árið 1914 var hann leikinn í 10 kvöld, og árið 1920 í 7 kvöld. Árið 1921 var Ieikurinn enn tekinn til meðferðar, og var hann þá sýndur 8 sinnum. Síðustu sýningar Leikfélagsins á Fjalla-Ey- vindi fóru fram leikárið 1923—1924, urðu sýn- ingarnar þá 3. í janúar 1921 tók Leikfélag Akureyrar leik- inn til sýningar, og réðist þá Guðrún Indriða- dóttir þangað til að leika Höllu. Lék Gísli Magnússon Kára. Var leikurinn sýndur þar í 11 kvöld við áaæta aðsókn. Leikfélag íslendinga í Winnipeg sýndi og Fjalla-Eyvind árið 1913 og var þá frú Guðrúnu boðið vestur um haf til að leika sitt gamla hlutverk. Var leikurinn sýndur þar 12 sinnum. Hefir Guðrún Indriðadóttir því leikið Höllu 78 sinnum, eða oftar en nokkur leikkona, sem mér er kunnugt um að hafi leikið hlutverkið.

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.