Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 11

Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 11
Leikluísmál n Lártis Pálsson í ,,Sjö dauðadyggðir Lárus Pálsson. Þessi ungi leikari er ættaður úr Reykjavík. — Hel'ir hann lokið námi á leikskóla konung- lega leikhússins í Kaupmamiahöfn (1937). Hann var svo starfandi við það leikhús sem leikari í eitt ár. — Nú er hann fastráðinn við annað leikhús borgarinnar, sem nefnist „Ridd- arasalurinn". Er það lítið, en hefir vakið á sér mikla eftirtekt á síðari árum fyrir gott leik- ritaval og nýja stefnu í dönskum leikhúsmál- um. — Flestir leikararnir eru ungir, en hæfi- leikamiklir. — Leikhússtjórinn er ungur gyð- ingur, Samuel Resekov að nafni. — Lárus Pálsson hefir fengið þarna mörg góð hlutverk, og með þeim getið sér hinn bezta orðstír. Greifmn í „Rigolctto“ eflir Vcrdi (Stcfano Islandi). Stefano Islandi. íslenzki söngvarinn, sem flestir íslendingar munu kannast við héðan að heiman, hefir nvi verið starfandi við konunglega leikhúsið i Höfn þetta leikár og sungið ýms hlutverk í mismunandi óperum. Þar á meðal Don José í óperunni „Carmen“ eftir Bizet og í óperunni „Rigoletto" eftir Verdi. Hefir hann og hlotið hina heztu dóma, og mun hann nú vera einn allra hezti tenórsöngvari hér á Norðurlöndum. Frá Þórshöfn. Um hvítasunnuna minntist Leikfélag Þórs- hafnar 25 ára afmælis síns, með leiksýningu þar á staðnum. Var sýnt leikritið „Vara- skeifan“ eftir Eirík Bögh, er leikfélag þetta sýndi þar í fyrsta sinn fyrir 25 árum og sem þessi starfsemi hófst með. — Hátíðahöld þessi hófust með ræðuhöldum og hljómleikum. Leikfélag Þórshafnar hefir starfað næstum óslitið öll þessi ár, án nokkurs opinbers fjár- styrks. Hafa félagsmenn þess lagt á sig hið mesta erfiði, til að halda við leikstarfsemi í þorpinu. Er það eitt af þeim mörgu dæmum, sem sýna hinn mikla og lofsverða áhuga ís- lendinga fyrir hinni dramatisku list. Félagið hefir haft sýningar á mörgum þekktum leik- ritum. Má þar til nefna „GaIdra-Loft“, „Lén- harð fógeta“, „Hamingju“ eftir Karen Bram- son o. m. fl. — Allmörg síðustu árin hefir hér- aðslæknirinn Eggert Einarsson og frú hans, Magnea Jónsdóttir, staðið framarlega í leik- starfseminni, og hefir frúin leikið flest stærstu kvenhlutverkin, enda er hún aðalleikkona fé- lagsins. — Því miður getur blaðið ekki að þessu sinni birt myndir frá þessum sýning- um, en væntir þess að geta gert það síðar.

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.