Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 15

Leikhúsmál - 01.03.1940, Blaðsíða 15
Leikhúsmál 15 Operetlurnar. Eins og þetta rit ber með sér, hefir það ekki verið tilætlunin, að mikið rúm yrði notað fyrir söng og aðra hljómlist — að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. — Þó er það einn liður i starfsemi Tónlistarfélagsins hér í Reykjavík, sem eðli sínu samkvæmt hlýtur að verða gerð- ur að umtalsefni í dálkum þessa blaðs, og það eru óperettusýningarnar. Jafnframt annarri baráttu þessa duglega fé- lagsskapar, sem hefir tekizt á fáum árum að hefja hljómlist bæjarins á hærra stig, hefir félagið einnig staðið fyrir leiksýningum, og samkvæmt verksviði þessa félags, hlutu þær sýningar að vera óperettur eða óperur. Árið 1934 sýndi Hljómsveit Reykjavíkur — sem er grein af Tónlistarfélaginu — hina gamalkunnu og heimsfrægu Schuberts-óper- ettu, Jomfruburet, sem á íslenzku hlaut nafnið Meyjaskemman. Þó að sýningu þeirri væri að ýmsu leyti ábótavant, varð hún þó að ýmsu leyti viðburður í hljóm- og leikmennt bæjar- ins, rneðal annars sökum þess, að hún var fyrsta óperettan, sem sýnd var hér á íslandi. — Þjóðverjinn, dr. Franz Mixa, sem var fastur starfsmaður hjá Tónlistarfélaginu, stjórnaði hljómsveitinni. Ragnar Kvaran hafði leikstjórn á hendi. Hlaut sýningin mikla aðsókn. Árið 1937 sýndi sama félag annan söngleik, „Systirin frá Prag“ eftir Wensel Miiller, með sama söngstjóra, en Bjarni Guðmundsson sá um leikstjórnina. Og árið eftir réðist Hljóm- sveitin, með Tónlistarfélagið að bakhjalli, í að taka til sýningar liina frægu þýzku óperettu „De arme kleine Mádels“ eftir Valter og Villi Ivollo, sem á íslenzku hlaut nafnið „Bláa káp- an“, í ágætri íslenzkri þýðingu, gerðri af Jak- ob Smára. Hafði söngleikur þessi farið sig- urför um Evrópu og víðar og hlotið dæmafáa aðsókn, einkum hér í nágrannalöndunum. Dr. Mixa var söngstjóri eins og áður. Leikstjóri var Haraldur Björnsson. Frú Ásta Norðmann samdi og æfði dansana. Stóðu æfingar frá því i ágúst og fram í janúarlok, þó með nokkrum hvíldum, þar til sýningar hófust 3. febrúar. Urðu þær stórkostlegur sigur fyrir starf Hljómsveitarinnar og stjórnendurna. Var sýn- Dr. Franz Mixa. ingum þessum tekið framúrskarandi vel af leikhúsgestum og öllum blöðum. í júní sama ár fóru svo forráðamenn sýn- ingarinnar með hana í leikför um Norðurland. Tóku þátt í henni um 40 manns (leikendur og hljómsveit). Var sýnt á Akureyri, Húsavík og Blönduós. Urðu sýningarnar 7. Á flestum þessum stöðum voru allir miðar seldir fyrir- fram með hækkuðu verði. Komu leikhúsgestir viðsvegar að til að sjá og heyra sýningar þessar. Þannig náði Tón- listarfélagið að kynna almenningi víðsvegar um Norðurland ]>essa hlið menningarstarf- semi sinnar. — Var þetta hin fyrirferðamesta leikför, sem nokkru sinni hefir verið farin hér á íslandi, — og í fvrsta sinn, sem óperetta er sýnd hérlendis utan Reykjavíkur. Til athugunar. Þar sem blaðinu hefir pegar borizt svo mikið af efni, verða myndir og fréttir frá leiksýningum, út- varpsleikum og kvikmyndum hér í höfuðstaðnum og leikstarfsemi annars staðar á landinu á s.l. leikári að iniklu leyti að bíða næsta heftis, sem kemur út snemma í júlímánuði. — Ýmsra óviðráðanlegra orsaka vegna hefir útgáfa þessa fyrsta heftis dregizl lengur en áætlað hafði verið. Leikfélög og leikflokkar í kauptúnum og sveitum landsins eru vinsamlegast lieðin að senda blaðinu fréttir — og helzt myndir — frá leiksýningum sin- um. Æskilegt er, að myndirnar séu vel skýrar, svo prentun þeirra takist sem bezt. Utanáskrift: „Leikhúsmál“, Reykjavík. Póstbox 133.

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.