Fréttablaðið - 20.12.2022, Side 2

Fréttablaðið - 20.12.2022, Side 2
45 metra hviður á sek- úndu verða mögulega í Öræfasveit. TF-EIR sótti sjúkling í Hveragerði Vegna ófærðar annaðist þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sjúkraflug í gær frá Hveragerði til Reykjavíkur. TF EIR sveif austur fyrir fjall og lenti á hringtorginu utan við Hveragerði til að sækja sjúkling sem þurfti að flytja á Landspítalann. Ófært var landleiðina eins og víða annars staðar. Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði við flutninginn innanbæjar og var samstarf allra viðbragðsaðila á vettvangi til fyrirmyndar. Mynd/LandheLgisgæsLan ULLARÚLPA NÁTTÚRUVÆN EINANGRUN ÚR ÍSLENSKRI ULL 47.990,- benediktboas@frettabladid.is Reykjavík Sorphirða Reykjavíkur- borgar hefur neyðst til að skilja sorptunnurnar eftir ef ekki er hægt að komast að þeim til að losa. Óvíst er hvort það náist að tæma þær tunnur sem skildar eru eftir fyrir jól. Sorphirðan lenti í miklum vand- ræðum í gær eins og margir höfuð- borgarbúar sem þurftu að vera á ferðinni og voru búnir að festa þungan sorphirðubílinn tvisvar þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Sorphirðan var að störfum í Breiðholti í gær og í dag en eftir það verður farið í Árbæ og Grafar- vog. Unnið er lengur til að reyna að tæma allar tunnur fyrir jólin. „Staðan var ekki nógu góð þegar við fórum af stað til að hirða. Sums staðar þurftum við að skilja tunnur eftir því við komumst ekki að sækja þær,“ segir Guðmundur B. Frið- riksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. „Við verðum að halda áfram og förum næst í Grafarvog og Grafar- holtið. Ef við erum að fara til baka til að sækja tunnur sem var ekki hægt að losa núna þá tefur það okkur og okkar störf. Það bitnar helst á fólki sem er búið að moka frá og er með sitt á hreinu,“ segir hann. n Sorphirðan þurfti að skilja sorpið eftir þar sem ekki var mokað frá Margir mokuðu bílaplönin en gleymdu að moka frá sorpinu. Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður og rithöfundur, hefur gefið út sjöttu bókina með skemmtisögum úr Skaga- firði. Hann er með leyfi fyrir öllum sögunum en hefur þó ekki farið á miðilsfundi til að fá leyfi frá þeim sem eru látnir. benediktboas@frettabladid.is Samfélag „Fólk hefur tekið þess- um sögum og bókum mjög vel. Það hefur alla vega enginn lagt í meiðyrðamál eða neitt slíkt,“ segir blaðamaðurinn Björn Jóhann Björnsson en hann hefur skrifað sjöttu bókina með skemmtisögum úr Skagafirði. Fyrstu fimm bæk- urnar komu út á árunum 2011-2016. Bókaútgáfan Hólar gefur út, líkt og áður. Sjöt t a b ók i n , Sk ag f i r sk a r skemmtisögur 6 – Fjörið heldur áfram!, hefur að geyma yfir 200 gamansögur úr nútíð og fortíð, en alls hafa um 1.300 sögur og gaman- vísur komist á prent. Bækurnar eru ekki aðeins vinsælar hjá Skagfirð- ingum því þær má finna í stofum landsmanna um allt land. Björn Jóhann hefur unnið sem blaðamaður og aðstoðarfrétta- stjóri á Morgunblaðinu í fjölda- mörg ár en hann er Skagfirðingur í húð og hár. Ólst upp á Sauðárkróki og styður Tindastól að sjálfsögðu. Hann segir uppspretturnar að sög- unum margar en aðallega fer hann í kaffispjall og hripar niður. „Maður fær sendar sögur og ábendingar um að einhver kunni góða sögu. Svo tíni ég til eina og eina sögu héðan og þaðan, ef við- komandi er til umfjöllunar, og bæti við. Annars er meginuppspretta sagnanna að banka upp á og hitta skemmtilegt fólk,“ segir hann. Björn segir gamalkunnar og nýjar sögupersónur koma við Leggur ekki á sig að fara á miðilsfundi fyrir leyfi Björn Jóhann hefur tekið saman yfir þúsund sögur úr Skagafirði í sex bókum. FréttabLaðið/sigtryggur ari Álftagerðisbræður skemmta á Húsavík Óskar Pétursson, skemmti eitt sinn á 1. maí hátíðarhöldum á Húsavík. Þar kom einnig fram gleðisöngvasveit heimamanna, Ljótu hálfvitarnir. Óskar mætti á svæðið ásamt undirleikara og varð hálf hvumsa við þegar dyravörður vatt sér að þeim og spurði höstuglega: „Eruð þið ljótu hálfvitarnir?“ Það kom smá fát á Óskar við þessa spurningu. Þegar svo þingeyska sveitin steig á svið á eftir Óskari, hafði talsmaður þeirra, Keldhverf- ingurinn Sævar Sigurgeirsson, svipaða sögu að segja og Óskar: „Þegar við hálfvitarnir mættum á svæðið tók á móti okkur maður sem spurði: „Eru þið þessir ömurlegu Álftagerðis- bræður?“ sögu í þessari bók. Fyrstan skal nefna kaupmanninn Bjarna Har, heiðursborgara Skagafjarðar, sem féll frá í byrjun þessa árs, á 92. ald- ursári. Um Bjarna hafa verið sagðar margar skemmtilegar sögur og hér bætast við nokkrar í viðbót. Skop- teikning Andrésar Andréssonar af þekktustu sögunni um Bjarna prýðir bókarkápuna. Fleiri kunnir kappar koma við sögu, eins og Ýtu- Keli, Dúddi á Skörðugili, Hvati á Stöðinni og Halli í Enni. „Oftast veit fólk að það er í bók- inni. Alla vega þeir sem eru á lífi. Ég hef ekki lagt það á mig að fara á miðilsfundi og fá leyfi þaðan,“ segir hann og hlær. „Oft þekki ég viðkomandi sem er til umfjöllunar þannig að ég kann ekki við annað en að fá grænt ljós sem víðast og kanna um leið sannleiksgildið, sem sjaldnast er dregið í efa. Sumir hafa þó kvartað yfir að vera ekki í bók- inni, enda Skagfirðingar annálað hégómafólk,“ segir Björn, léttur í bragði. n thorgrimur@frettabladid.is veðuR Búist er við að veðrið á land- inu verði álíka slæmt í dag og var í gær. Haraldur Eiríksson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að litlar breytingar verði frá illviðri gærdagsins nema helst að snjóa muni meira á Norðausturlandi. Mögulega byrji að draga úr vindi í kvöld en hvassviðri á Suðaustur- landi muni endast að minnsta kosti fram á hádegi. Haraldur segir að fárviðrið megi rekja til þess að öflug hæð er yfir Grænlandi en djúp lægð yfir Íslandi. Lægðin hreyfist ekki mikið og vind- strengur sé á milli þessara kerfa. n Litlar breytingar á veðurhamnum Veðrið í dag kemur til með að vera með svipuðu móti og í gær. 2 Fréttir 20. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.