Fréttablaðið - 20.12.2022, Page 4

Fréttablaðið - 20.12.2022, Page 4
Það þarf að setja húsa- götur í sérstakan forgang. Einar Þorsteins- son, borgarfull- trúi Framsóknar- flokksins JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 Til greina kemur að Reykja- víkurborg kaupi pallbíla með snjótennur til að hreinsa snjó í íbúðahverfum. Almennings- skóflur við ljósastaura gætu létt undir. Vilji er til að efla forræði borgarinnar í snjó- mokstri á kostnað verktaka. bth@frettabladid.is Reykjavík „Ég er mjög pirruð, ég veit að allir eru að reyna að gera sitt besta en við getum gert miklu betur,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG í minnihluta borgarstjórnar. Snjórinn hefur gert borgarbúum marga skráveifuna síðustu daga og lamað samgöngur. Ónógur snjó- mokstur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið gagnrýndur harðlega. Líf segist þeirrar skoðunar að borgin eigi að vera sjálfstæðari í viðbrögð- um með mannafla, tól og tæki þegar snjó hleður niður. „Þessi útboðsumræða kemur alltaf upp í svona aðstæðum,“ segir Líf. „En fólk nennir ekki að hlusta á umræðu um verkferla, það vill bara komast leiðar sinnar.“ Reykjavíkurborg ætti sjálf að taka yfir snjómoksturinn í stað þess að reiða sig alfarið á verktaka að mati Lífar. Nefnt hefur verið að það gæti orðið enn kostnaðarsamara fyrir útsvarsgreiðendur. Líf bendir á að snjómokstur hafi kostað Reykjavík- urborg 1,4 milljarða síðasta vetur. „Þá spyr maður: Eru þessir pen- ingar að skila okkur betri árangri?“ Umræðan hefur bæði snúist um stóru línurnar, opnar stofnæðar, en einnig áskoranir íbúa sem sumir hverjir sátu fastir um langa hríð í eigin hverfi. Líf nefnir í því sam- hengi þann möguleika að opinberir aðilar dreifi skóflum frítt til íbúa þegar upp koma aðstæður eins og síðustu daga. „Í Japan getur snjóað hressilega og þar eru skóflur við ljósastaura, skóf lur sem almenningur getur notað,“ segir hún. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkurborgar, segir snjómokstur í stanslausri endurskoðun. Alexandra telur koma til greina að borgin ráði sjálf yfir tækjum og mannafla til að bregðast við mikilli snjókomu fremur en að öllum verk- efnum verði útvistað til verktaka. „Þetta er öryggisatriði,“ segir Alexandra sem vill þó ekki að samn- ingum verði sagt upp að óathug- uðu máli. Hún telur að bæta mætti viðbragð borgarinnar með því að borgin keypti snjóruðningstæki og myndi „efla eigið uppsett afl“, líkt og hún orðar það. Einar Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarmanna í borgarstjórn, telur að ágætlega hafi tekist til með við- brögð við erfiðar aðstæður. „Við höfum nýtt allan okkar mannskap og öll okkar tæki en það þarf að bæta þessa þjónustu. Og það þarf að ráðast í frekari fjárfestingu,“ segir Einar. Ein hugmynd sem rædd hefur verið er að sögn Einars að kaupa stóra pickup-bíla með snjótönn framan á. Bílarnir gættu sérstak- lega rutt íbúðagötur og nýst í annað á öðrum tímum þegar ekki snjóar svo færð spillist. „Ég vil efla viðbragð borgarinnar en það verður að gera það skyn- samlega í fjárhagslegu tilliti. Setja þarf húsagötur í sérstakan forgang,“ segir Einar. Borgarfulltrúarnir eru sammála um að sérstaklega þurfi að bæta aðgengismál fyrir eldra fólk og hreyfihamlaða. n Borgarfulltrúi segist pirraður vegna snjómokstursmála í Reykjavíkurborg Fannfergið síð- ustu daga hefur ekki farið fram hjá neinum. Borgarfulltrúar leitast við að finna leiðir sem myndu bæta snjómokstur hjá borginni. fréttablaðið/ ernir bth@frettabladid.is SamgönguR Margir strætisvagnar festust í snjó um helgina eða lösk- uðust, sumum ferðum var af lýst, upplýsingagjöf var í einhverjum til- vikum ábótavant. Eitt dæmi er að farþegar biðu norpandi eftir strætó á Akureyri til Reykjavíkur eftir að ákveðið hafði verið að fella ferð þeirra niður án þess að skilaboðum væri sem skyldi komið á framfæri. Framk væmdastjór i Strætós, Jóhannes Svavar Rúnarsson, segir að síðustu dagar hafi verið krefjandi. Nokkrir strætóar hafi nuddast út í önnur ökutæki eða annað í hálku, þeir séu nú bilaðir og úr leik í bili. „Það eru um átta eða níu bílar bil- aðir hjá okkur, við þurftum meðal annars að fella niður ferðir vegna þessa,“ segir Jóhannes Svavar. Spurður hvort það hafi komið til álita að setja keðjur undir strætó- ana, hlær framkvæmdastjórinn. „Keðjur hafa ekki verið notaðar í áratugi, ekki síðan ég var barn.“ Jóhannes Svavar segir að Strætó muni fara yfir stöðuna og hvernig hægt sé að bæta upplýsingastreymi til að reyna að ná til enn breiðari hóps. „En það er fullt af snillingum þarna úti sem þykjast hafa allar lausnir þegar svona ástand skapast.“ Framkvæmdastjóri Strætós segir mikilvægt að landsmenn geti fengið sér far með almenningssamgöng- um, ekki síst þegar einkabíllinn sé stopp undir snjó í ómokaðri götu. „Við gerum okkur far um að halda úti sem bestri þjónustu, einmitt vegna þessa.“ n Margir strætisvagnar bilaðir eftir ófærðina um helgina Mikil röskun hefur orðið á ferðum strætó vegna illfærðar. kristinnhaukur@frettabladid.is utanRíkiSmál Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra fundaði í gær með leiðtogum Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar, JEF, í Ríga í Lettlandi. Volodimir Zelenskij ávarpaði fundinn. Bretar stofnuðu JEF í fyrra sem telur auk þeirra hin Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og Holland. n Zelenskij ávarpaði leiðtoga Ísland er meðal 10 ríkja JEF. bth@frettabladid.is HeilbRigðiSmál Willum Þór Þórs- son heilbrigðisráðherra segir að kuldakastið sem nú stendur yfir auki sérstaklega á mikilvægi þess að vandi heimilislausra verði leystur. Mikilvægt sé að grípa til aðgerða. „Við verðum að skoða þessi mál vel með Reykjavíkurborg um neyð- arskýlin,“ segir Willum. „Mér finnst ástæða til að skoða þessi mál sérstaklega í ljósi kulda- tíðarinnar, við höfum stutt við, bætt úr í málaflokknum fyrir fólk sem þarf húsaskjól, en kuldinn hefur dregið fram nýja stöðu.“ n Kuldinn dregur fram nýja stöðu Willum Þór Þórs- son, heilbrigðis- ráðherra 4 Fréttir 20. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.