Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2022, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 20.12.2022, Qupperneq 9
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Hinrik Norðfjörð Útfararþjónusta Helena Björk Magnúsdóttir Útfararþjónusta Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðru- vísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á ísöld. Hann er því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema 200 pólarrefir á hinum Norðurlöndunum, og eru þeir alfriðaðir. Engin hætta er talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, líf- ríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kíló að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berj- um, þangi, dýrahræjum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nag- dýrum og fuglum. Hann hefur verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsund. Þegar ær voru látnar bera lömb- um sínum úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarsegg- ur, dýrbítur. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefur- inn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólar- refinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refa- veiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið. Umhverfisstofnun hefur haldið úti fyrirspurnum um skaða af völdum refs, hjá sveitarfélögum og bændasamtökunum, í tæp 8 ár, og hafa tilkynningar um skaða af völdum refs nánast engar verið. Einstaka tilkynningar hafa komið um tjón í æðarvarpi, sem alla jafnan eru undir náinni vakt eigenda, sem fyrirbyggir tjón, annað ekki. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur, enda hefur Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra löngu viður- kennt, að forsendur fyrir núverandi refaveiðum séu með öllu brostnar. En, ofsóknirnar gegn pólarrefn- um halda áfram eins og stjórnlaus drápsmaskína í nafni Umhverfis- stofnunar og umhverfisráðherra. Ráðherra sjálfur er veiðimaður, og virðist ekkert með þetta gera. Á árunum 2000-2019 voru 113.563 refir drepnir, þar af 38.420 litlir tófu- hvolpar, yrðlingar. Flestir barðir til dauða með steini eða skotnir í tætlur með haglabyssu. Á árunum 2011-2020 greiddu sveitarfélög 983 milljónir til veiði- manna fyrir drápið á refum. Auð- vitað eru það veiðimennirnir, drápspremían til þeirra, sem halda þessari stjórnlausu drápsmaskínu gangandi. Hafa sveitarfélögin ekki verið að kvarta undan fjárskorti!? Alla vega hefur ekki skort fé til þessa, sem undirritaður vill kalla ógrundað ofsóknaræði gegn saklausu og varn- arlausu dýri, verðmætum grunn- hlekk í fábrotinni keðju íslenzks lífríkis. Íslenzka ríkið leggur sveitarfélög- unum til 20 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 80 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Væri þörf fyrir þetta fé einhvers staðar annars staðar? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist tvisvar-þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka hafa getað hirt hræ. Þetta er því svipað og fjöðrin, sem varð að 5 hænum, hjá Andersen. Grenjaveiðarnar eru versti hluti málsins. Yrðlingar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júní. Læða og steggur lifa saman ævilangt, ef bæði lifa, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Veiðimenn leggjast við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matar- birgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Þá er hún skotin. Eftir eru þá litlir yrð- lingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Þá eru þeir handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á snæri, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur lítinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Lesandi góður, búum við í menn- ingarþjóðfélaginu Íslandi og hrukk- um við, í þessu máli, með einhverj- um hætti aftur til miðalda, eða, er menningarþjóðfélagið alls ekki til staðar: bara tálsýn!? Ef þetta væri nú eina málið. n Tugþúsundir yrðlinga drepnar síðustu tvo áratugi Ole Anton Bieltvedt stofnandi og for- maður Jarðarvina Íslenzka ríkið leggur sveitarfélögunum til 20 milljónir króna árlega til að herja á pólar- refinn og bæta sveitar- félög við 80 millj- ónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindar- lausar árásir á pólar- refinn. ÞRIÐJUDAGUR 20. desember 2022 Skoðun 9FréTTablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.