Fréttablaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun Torg ehf. dReifing Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Það er ekki spurning hvort heldur hver það verður sem tekur sér það hlutverk í helgisögu Messi að hafa komið að honum í vöggu og lýst því yfir í áheyrn að þarna væri kominn sá sem frelsar Argentínumenn til heimssigurs knattspyrnunnar. Á ný. Í vitund og trúarlífi Argentínu- manna er kominn fram nýr frelsari í spámannaröðinni – sannur spá- maður á eftir goðinu Maradona. Sigraði Frakka í úrslitaviðureign þar sem lífið sjálft var undir. Og eins og í alvöru helgisögu þá var leið Messi að heimsgull- inu þyrnum stráð. Lengi vel gekk brösuglega með landsliðinu, jafn- vel þótt sami Börsungur ynni á tímabili allt sem stirndi af. Jafnvel fyrsti landsleikur Messi byrjaði illa, rúmlega hálf mínúta og rautt. Stórmót eftir stórmót grét hann útsleginn. En sá er sætur sem grætur um leið og hann aftur rís, reyndari á fætur. Og úrslitaleikurinn varð að ógleymanlegri orrustu títananna tveggja sem nú ráða alheimi knatt- spyrnunnar, Messi og Mbappé. Og hvorugur steig feilspor. Í víta- spyrnukeppni endaði slagurinn og þar voru það frönsk skot sem geiguðu. Argentína heimsmeistari með Leó Milding í fararbroddi. Í taumlausri gleði leikmanna eftir leikinn héldust treyjurnar illa utan á þeim svo í f lúrin skein. Og þarna voru þau þá komin líka inn á völlinn María guðsmóðir og Kristur. Karnival guðanna. Sumar sögur eru ekki skrifaðar á skjöl og skjái heldur mótast inn í skýjabólstra veraldar – vaka yfir okkur og segja okkur reglulega ævintýrið, en aðeins breytt í hvert skipti – því skýin eru jú aldrei alveg eins. n Leó Mildingur Péturs Georgs Markan n Bakþankar LÆGSTA ER Á BÚSTAÐAVEGI Í REYKJAVÍK VERÐIÐ G E R I Ð G Æ Ð A - O G V E R Ð S A M A N B U R Ð ENGJATEIGI 17-19, REYKJAVÍK S:581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI S: 461 1150 OPIÐ: VIRKA DAGA.......KL. 10:00 -18:00 LAUGARDAGA....KL. 12:00 - 16:00 UMBOÐSAÐILAR: HÚSGAGNAVAL, HÖFN Í HF. BARA SNILLD, EGILSSTAÐIR VERSLANIR: VANDAÐAR SÆNGUR OG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM SOFÐU VEL UM JÓLIN APOLLO RAFDRIFINN HVÍLDARSTÓLL WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa&

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.