Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Side 6

Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Side 6
4 SUMARDAGURINN FYRSTI / Uppeldisskóli Sumargjafar Eftir frú Valborgu Sigurðardóttur, shólastjóra Á þessu ári eru liðin 10 ár síðan Uppeldisskóli Sumar- gjafar var stofnaður. í tilefni af þessum tímamótum hef- ur þótt rétt að greina stuttlega frá starfsemi skólans, og verður þessu máli einkum snúið til þeirra, sem kynnu að hafa hug á að sækja skólann. Barnavinafélagið Sumargjöf beitti sér fyrir stofnun skól- ans. Hefur félagið jafnan rekið hann og notið til þess styrks frá ríki og Reykjavíkurbæ. Skólinn hefur verið til húsa í heimilum félagsins, fyrst í Tjarnarborg, síðan í Steinahlíð, en nú er hann í Grænuborg. Höfundur þessarar greinar hefur verið skólastjóri frá stofnun skólans, en auk þess hafa jafnan starfað þar nokkrir stundakennarar. Markmið Uppeldisskóla Sumargjafar er að veita ungum stúlkum menntun og þjálfun til þess að stunda fóstrustörf á barnaheimilum og til þess að stjórna slíkum heimilum. Er nú svo komið, að flestar forstöðukonur bamaheimila í Reykjavík hafa hlotið menntun sína í skólanum og nálega allar sérmenntaðar fóstrur, sem þar starfa. Er nú mikill hörgull á fóstrum, enda sífjölgar dagheimilum og leikskól- um hér á landi, ekki eingöngu í Reykjavík heldur og úti á landi. Verður nú farið nokkrum orðum um námið í skólanum og inntökuskilyrði. Námstíminn. Fóstrunám tekur tæp 2 ár. Næsta haust verður nýr nem- endahópur tekinn í skólann, og hefst námið 1. okt. Námið skiptist í þrjú námstímabil: Frá 1. okt. til 30. apríl stunda nemendur aðallega bóklegt nám. Að þeim tíma loknum hefst verknám með vinnu á barnaheimilum Sumargjafar. Stend- ur það í 5 mánuði (frá 1. maí til 30. sept.). Að lokum er svo bóklegt nám frá 1. okt. til 1. maí með svipuðu sniði og fyrsta námstímabilið. Meðan nemendur eru við bóknám vinna þær 2—3 tíma á dag í æfingadeildum skólans í Grænuborg. Segjá má því, að nemendur séu stöðugt í tengslum við börn allan náms- tímann, án þess þó að þeim sé íþyngt með of mikilli vinnu. Nám og starf helzt þar í hendur. Inntökuskilyrði. Nemandi verður að vera 18 ára að aldri hið yngsta og ekki eldri en 33 ára. Að öðru jöfnu eru hinir eldri og þrosk- aðri umsækjendur látnir sitja fyrir. Það er mikill misskiin- ingur, að hver sem er geti gætt barna, sízt af öllu á barna- heimilum. Hlutur fóstrunnar er raunar ekki eingöngu sá að gæta barna, eins og það er tíðast skilið, heldur einnig að eiga virkan þátt í uppeldi barnsins, sem henni er trú- að fyrir. Fóstran þarf því að vera þroskuð stúlka, sem komin er yfir tilfinningarót unglingsáranna. Umsækjandi um skólavist þarf a. m. k. að hafa lokið gagnfræðaprófi, landsprófi eða öðru sambærilegu námi. Þá er það mikill kostur, ef umsækjandi hefur lokið námi í húsmæðraskóla. Það er ekki inntökuskilyrði, að umsækj- andi leiki á hljóðfæri eða sé söngvinn, en það er mikill kostur. Einnig er þess að geta, að ráðlegt er fyrir unga stúlku, sem hefur hug á fóstrunámi, að vinna á barnaheim- ili nokkurn tíma áður en hún hefur nám sitt. Hún fær þá tækifæri til að ganga úr skugga um, hvort starfið hæfir henni og auk þess öðlast hún þá nokkurn skilning á, hvað bíður hennar í náminu. Meðmæli frá forstöðukonu barna- heimilis eru jafnan mikils virði, þegar umsóknir eru metnar. Námsgreinar. I Uppeldisskólanum leggja nemendur stund á ýmsar náms- greinar. Aðalnámsgreinin er uppeldis- og sálarfræði. Er þar vitaskuld lögð mest áherzla á almenna barnasálfræði og uppeldisstörf fóstrunnar á leikskólum og dagheimilum. Aðrar námsgreinar eru: líkams- og heilsufræði, meðferð ungbarna, Núverandi nemendur í Uppeldisskólanum. Skólastjórinn fyrir miðju.

x

Sumardagurinn fyrsti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.