Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Qupperneq 15
SUMARDÁGURINN FYRSTI
13
Lúðrasveitin „Svanur“ 25 ára
Margir ágætir skemmtikraftar bæjarins hafa á undanförnum árum veitt „Sumargjöf" aðstoð við hátíðahöldin á sum-
ardaginn fyrsta. Meðal þeirra ágætustu er lúðrasveitin „Svanur“ undir stjórn Karls 0. Runólfssonar, tónskálds. Lúðra-
sveitin „Svanur" átti tuttugu og fimm ára afmæli á s.l. ári, og irtir „Sumardagurinn fyrsti“ mynd af „svönunum“
ásamt stjórnanda sínum, vegna þessa afmælis.
Nokkur orð
um barnaskrúðgöngur
Um nokkurt árabil hefur, á barnadaginn, verið efnt til
skrúðgöngu barna á vegum Barnavinafélagsins Sumargjöf.
Það er orðin venja hér í borg að börnin fagna sumri á
þennan hátt, og er það til augljósrar gleði þeim börnum
sem þar eru þátttakendur og yndis öllum foreldrum og
öðrum þeim, sem með því fylgjast, því brosandi og heil-
brigð æska, hvar sem hún kemur fram á rpúðmannlegan
og skemmtilegan hátt, hlýtur að skapa gleði. Til þess að
barnaskrúðgöngurnar fari vel fram þurfa þessi skilyrði að
vera fyrir hendi.
1. Skrúðgangan þarf að hefjast frá sama stað og öll börn,
sem þátt taka í henni, þurfa að mæta þar. Börnin
þurfa að vera sér þess miðvitandi að þau séu þar
beinir þátttakendur.
2. Foreldrar og aðrir þeir, sem gjarnan vilja fy'lgjast
með börnunum, mega ekki ganga inn í raðir þeirra,
en láta þau finna á óbeinan hátt, að það séu þau, fyrst
og fremst börnin sjálf, sem mynda skrúðgönguna og
séu þar ábyrgir aðilar.
Skrúðgöngur barnadagsins hafa fyrst og fremst ein-
kennzt af því að vera skrúðgöngur foreldra og barna, og er
það ánægjulegt, því fátt gleður börnin meir en að finna
samhug foreldra á hátíðastund. Eru það því vinsamleg
tilmæli þeirra, sem að þessum hátíðahöldum standa, að
foreidrar haldi þeim fagra sið, þó með þeim breytingum
einum, að foreldrar gangi á eftir aðalskrúðgöngu barnanna
og hafi þá í fylgd með sér yngri börn fjölskyldunnar, þau
sem eru svo ung, að varhugavert þyki að láta leika ein laus-
um hala í margmenni.
Nafnbreyting á blaðinu
Rit Sumargjafar hefur nú verið gefið út í 22 ár. Blaðið
hefur ýmist verið nefnt Barnadagsblaðið eða Barnadagur-
inn. Nú hefur stjórn Sumargjafar breytt nafni blaðsins
og heitir það nú „Sumardagurinn fyrsti“, barnadagsblaðið.
Útgáfa félagsins er nú orðin hefðbundin, fallin í fastar
skorður — Sólskin og Sumardagurinn fyrsti — bók fyrir
börnin — blað fyrir foreldrana. —
Forsíðumyndin
Forsíðumyndin er tekin í Reykjavík á sumardaginn fyrsta
í fyrra. — Þá fór vordísin í broddi fylkingar með fríðu
föruneyti, ríðandi á rauðum fáki.
Nú mun hún hins vegar aka í garð í blómum skrýddum
lystivagni. Hún fer fyrir skrúðgöngunni úr Vestur-
bænum í Lækjargötu. — Þar mun hún ásamt þjóðkórnum
og öllum þátttakendum syngja sumarið í garð.