Borgarsýn - 2018, Side 4

Borgarsýn - 2018, Side 4
Borgarsýn 21 4 Umhverfi Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blá­ grænna ofanvatnslausnir í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni á náttúru legan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin frá veitu kerfi og byggir á sömu lausnum og felast í náttúrulegri hringrás vatns. Þessi aðferð hefur jákvæð áhrif á vist­ kerfið í heild, styður við líffræðilegan fjöl breyti leika og viðheldur sjálfbærum vatns búskap. Að auki minnka blágrænar ofan vatns lausnir viðhald og álag á frá­ veitu kerfi og draga úr mengun. Ný svæði í Reykjavík þar sem verið er að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir eru m.a. svæði Vogabyggðar og í Úlfarsardal, stækkun hverfisins við Leirtjörn, jafn­ framt eru hugmyndir í skipulagi að inn leiða slíkar lausnir að einhverju leyti á stækkun athafna svæða á Esjumelum á Kjalar nesi og Hólmsheiði. Nýlega var haldið grunnnámskeið fyrir starfs fólk Reykjavíkurborgar og Veitna sem liður í upp byggingu þekkingar á sviði Blágrænar ofan vatns lausna. Nám­ skeið ið sem hefur verið aðlagað sértak­ lega að íslenskum aðstæðum, er haldin af CIRIA sam tökum sem hafa gefið út leið bein ingar efni um innleið ingu Blá­ grænna ofanvatnslausna í Bretlandi. Ávinn ingur þess að virkja slíkar lausnir er margþættur, til dæmis verður minna álag á frá veitukerfi, lægri stofn­ og rekstrar­ kostnaður þeirra, hreinna regnvatn­, ár og lækir, heilbrigðara og gróður ríkara umhverfi, aukinn líffræði legur fjöl breyti­ leiki og aukin seigla borgarinnar gagn­ vart loftslags breytingum. Mikilvægur þáttur í þessu ferli felst í því að byggja upp almenna þekkingu á blágrænum ofanvatnslausnum hjá fag fólki og stofnunum almennt, en þó ekki síst hjá almenningi og kjörnum full­ trúum sem þurfa að standa skil á þeim breytingum sem verða með þessari nýju nálgun. Lykillinn að því að taka upp blágrænar ofanvatnslausnir er þverfaglegt sam starf í skipulags­, fráveitu­ og umhverfis­ málum, með aðkomu þeirra sem sjá um græn svæði og með góðri samvinnu við íbúa. Þátttaka annarra stofnana, rannsóknarsamfélags og sérfræðinga er sömuleiðis afar mikilvæg í þessu metnaðarfulla verkefni. Þetta verkefni um hafa varanleg áhrif í Reykjavík og er liður í því að skapa vist­ væna borg. Í Aðalskipulagi Reykja víkur­ borgar 2010­2030 er sett fram stefna um vistvæna byggð og bygg ingar. Markmið stefnunnar er að öll hverfi borgarinnar þróist og bygg ist upp á sjálf bæran hátt þar sem skipu lag grund vallast á sam­ félags legum for sendum þ.m.t. gæðum hins mann gerða umhverfis og verndun náttúru legra vist kerfa. Öll nýbygg ingar­ hverfi borgar innar gangast undir mat á umhverfis áhrifum skipulags og settar eru fram kröfur um vistvænar útfærslur á frá veitu kerfum og ofanvatnslögnum. Til að tryggja góða virkni ofanvatnslausna þurfa að liggja fyrir grunnupplýsingar um ástand svæðis og hefur Reykjavíkurborg yfir umsjón og ábyrgð á framkvæmd grunnrannsókna. Vistvæn hverfi Ofanvatn sem fellur til innan lóðarmarka sem afrennsli frá þökum, bílastæðum, gangstígum og öðrum opnum flötum er safnað, hreinsað og skilað út fyrir lóðar­ mörk í ofanvatnskerfi. Í Vogahverfi og Blágrænar ofanvatnslausnir Reykjavíkurborg og Veitur feta nú í fótspor fjölda annarra borga sem vilja bæta stöðu sína til að takast á við lofts lags breyt- ingar, hreinsa vötn, ár og læki, gera borgir grænni og auka líffræðilegan fjölbreytileika þeirra Frá grunnnámskeiðinu

x

Borgarsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.