Borgarsýn - 2018, Page 9

Borgarsýn - 2018, Page 9
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 9 Hverfið mitt Framkvæmdir Kosningu í lýðræðis verk- efninu Hverfið mitt lauk í nóvember 2017 og voru 76 hugmyndir frá borgarbúum valdar til framkvæmda Á hverju ári bætist í hóp þeirra sem taka þátt í verkefninu og koma þannig á framfæri hugmyndum sínum um hvernig bæta má borgar­ umhverfið og gera hverfin íbúa vænni og skemmti legri. Mikill áhugi virðist vera meðal borg ar búa á útivist og hreyfingu en meðal hugmynda sem kosin voru og verða framkvæmd á árinu eru kaldir pottar í Árbæjarlaug og Breið holts laug, vaðlaug á Kjalar nesi, heilsu stígur í Úlfarsárdal og þrek­ tæki við Rauðavatn og Reynis vatn. Einnig verður klifurgrind sett upp á Klambra túni, aparóla í Hljóm­ skála garð inn og lýsing bætt m.a. við skíða brekk una á Vatns enda. Í Laugar dal verður leik svæðið í kringum Orminn langa endur bætt, snyrt verður í kringum drykkjar brunna og stíg arnir í dalnum merktir með nöfnum. Meðal annarra skemmti legra hug mynda eru nýr almenn ings garður við Þing holts stræti 25 og sjónauki sem settur verður upp á Eiðs granda. Fjölgun bekkja, rusla tunna og vatns­ fonta ásamt gróður setn ingu eru hefð bundnari hug myndir en geta samt gert svo ótrúlega mikið fyrir umhverfið og íbúana. Framkvæmdir á öllum þessum hug­ myndum hefjast með vorinu og er gert ráð fyrir að þeim ljúki fyrir árslok. Ein­ staka verk efni geta verið flóknari og tekið lengri tíma í framkvæmd. Það á t.d. við um nýja vatnsrennibraut í Grafar­ vogslaug og vaðlaugar í Hljóm skála garði og Laugardal sem kosin voru til fram­ Petange völlur í Gufunesbæ kvæmda haustið 2016 í hverfa kosning­ unni. Áætlað er að þeim verkefnum ljúki í mars á þessu ári.

x

Borgarsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.