Borgarsýn - 2018, Qupperneq 10

Borgarsýn - 2018, Qupperneq 10
Borgarsýn 21 10 Endurunnið malbik er vistvænn kostur Umhverfi Vistvænni borg Umhverfis­ og skipulagssvið Reykja­ víkur borgar hefur sjálfbærni að leiðarljósi og vill draga sem mest úr neikvæðum umhverfis áhrifum. Markmiðið er að gera borg ina vistvænni og heilnæmari fyrir borgar búa. Þetta gerir borgin meðal annars með því að endurvinna malbik. Á síðasta ári var notað endurunnið mal bik í rúmlega helming allra göngu­ og hjóla­ stíga sem lagðir voru innan borgar mark­ anna og í ár er gert fyrir að eingöngu verði notað efni með íblönduðu notuðu malbiki. Við endurgerð gatna fellur til mikið magn af upprifnu og fræstu malbiki, en það er stefna borgarinnar að endurvinna sem mest af malbikinu og nýta til íblöndunar í nýtt malbik. Heimilt er samvæmt mal biks stöðlum að nota allt að 10% af endur unnu malbiki við framleiðslu á nýju mal biki. Á undanförnum árum hefur Reykja víkur borg gert tilraunir með að auka þetta hlutfall í allt að 30% í göngu­ og hjólastígum og í bílastæðum. Útkoman hefur lofað góðu og því hefur Reykja víkur borg gert frekari tilraunir með notkun á endurunnu malbiki m.a. í fáfarnari húsagötum. Þá má geta þess að gerð var tilraun með 50% blöndun í malbik á bráðabirgða aðkomuveg að Hlíðarendasvæði. Síðastliðið sumar var einnig gerð til raun með endurunnið malbik til blönd unar í jöfnunarlag undir göngu­ og hjóla stíg í Fossvogi og gert er ráð fyrir frekari til raun um á því sviði. Þá hefur upp­ fræst malbik um árabil verið notað sem yfir borðs efni í malargötur og var til dæmis notað í yfirborð bráða birgða­ vegar að nýjum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Malbiksfræsið bindur ryk í malarvegum og lengir endingartíma þeirra. Reykjavíkurborg gerir miklar kröfur um gæði malbiks og útlagningu þess hvort Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur sjálfbærni að leiðarljósi og vill draga sem mest úr neikvæðum umhverfisáhrifum með það að markmiði að gera borgina vistvænni og heilnæmari fyrir borgarbúa sem um er að ræða endur unnið malbik eða nýtt. Meðan á fram kvæmd um stendur eru sýni tekin úr mal biks fram­ leiðsl unni auk þess sem borkjarnar eru teknir úr götum og gerðar rannsóknir til að tryggja gæði. Minni losun koltvísýrings Malbik er að mörgu leyti hagkvæmt yfir borðs efni. Áhrif malbiksframleiðslu á umhverfið er að mestu fólgið í notkun ýmissa steinefna og biks, en bik er verð mæt asta efnið í malbikinu. Endur­ vinnsla malbiks dregur veru lega úr hrá efna notkun og sparar flutn ings kostn­ að. Þessi sparnaður gerir endur vinnslu ódýran kost. Minna þarf að flytja til lands ins af dýru hráefni, sem skilar sér í lægri kostnaði og minni losun koltví sýr­ ings út í andrúmsloftið. Starfandi er vinnuhópur frá Vegagerð, Reykjavíkurborg, Hlaðbæ Colas, Malbik­ un ar stöðinni Höfða og PP ráðgjöf sem ætlað er að leita leiða til frekari nota á endurunnu malbiki. Unnið við framkvæmdir í Holtaseli sumarið 2017

x

Borgarsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.