Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Page 20

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Page 20
- 20 - Guðríður Ólafs Ólafíudóttir er fædd 12. mars 1946. Hún er hreyfihömluð frá fæðingu og hefur víða komið við í starfi Sjálfsbjargar, bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði og á það einnig við um starf- semi Öryrkjabandalags Íslands. Í sumar var birt á vefsíðu Sjálfsbjargarheimilisins, www.sbh.is frásögn Guðríðar um feril hennar, fötlun og störf en frásögnin er sérlega áhugaverð. Hér er gripið niður á nokkrum stöðum, fyrst og fremst um fyrstu ár æfi hennar og frásögn um hreyfi- hömlun hennar. Lesendur eru hvattir til að lesa ítarlega og skemmtilega frásögn Guðríðar í heild sinni á vefsíðu sbh. Guðríður er fædd á Hlíðarenda í Ölfusi. Faðir hennar var Ólafur Helgi Þórðarson og móðir hennar Ólafía Sigurðardóttir. Hún átti tvo bræður og tvo hálfbræður. Þannig var hún alltaf eina stelpan á bæn- um og þar að auki yngst. Aðspurð segir hún að vafalaust hafi hún verið svolítið dekruð sem barn. Mikil náttúruauðlegð var í landi Hlíðar- enda í Ölfusi, en þar eru kaldar vatnslindir sem gætu nægt „hálfum heiminum“, en þessar lindir eru miklar náttúruperlur, eins og hún nefnir. Guðríður fæddist spastísk á báðum fótum og segist hafa skriðið á bossanum fram eftir öllu og var ekki farin að stíga í fæturna um tveggja ára aldur. Móðir hennar fór með hana til læknis um þetta leyti sem skoðaði hana vel og vand- lega og spurði síðan móður hennar eitt- hvað á þá leið hvort barnið væri ekki bara „algjör aumingi, andlega og líkamlega“. Móður hennar hafði víst brugðið heldur illilega við þessa spurningu og varð því fátt um svör af hennar hálfu. Sársaukinn sett- ist að í minninu eins og hægt er að ímynda sér. Þau eiga sannarlega við orð skáldsins: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“, seg- ir Guðríður. Enda gat móðir hennar ekki sagt Guðríði frá þessu fyrr en löngu síðar, þegar Guðríður var orðin fullorðin kona. Auðvitað þekkti móðirin stúlkuna sína það vel að hún vissi að mikið var í hana spunnið þó ekki væri allt sem skyldi með hreyfiþroska hennar. „Þegar ég var fimm ára gömul var ég lögð inn á Landspítalann og fór þar í ým- iss konar rannsóknir. Þar voru settar á mig þar til gerðar spelkur til að reyna að rétta úr hnjánum, en hnén á mér vísuðu fram eða voru öllu heldur bogin fram á við. Þau nudduðust saman við göngu og ég gekk á tánum eða táberginu. Á spelk- unum voru leðurólar sem lágu yfir hnén og þær átti herða að, smátt og smátt í þjálfuninni og gera hnén þannig bein með daglegri notkun til langs tíma. Það var alltaf verið að troða mér í spelkurnar og það var alveg rosalega vont að vera með þær, ógurlega mikil pína fyrir mig. Ég var afskaplega óþekk að vera með spelkurn- ar þótt það sé vissulega ósanngjarnt að nota þetta orð um mig þar sem þetta var verulega sársaukafull meðferð. Þessar til- raunir stóðu yfir hátt í ár. Svo var því hætt. Ég held að pabbi og mamma hafi hrein- lega gefist upp á að pína mig á þennan hátt dag eftir dag með þessum ekkisens spelkum. Ég skildi þau vel seinna, sérstak- lega eftir að ég eignaðist barn sjálf. Það hlýtur að hafa verið hræðilega erfitt að sjá barnið sitt þjást svona. Upp úr því fékk ég hækjur, því ég gat eiginlega ekki gengið án stuðnings a.m.k. ekki úti við. Þetta voru stórar hækj- ur sem náðu upp í holhönd, ekki beint fagurlimaðar ef satt skal segja. Það er dálítið skondið að hugsa til þess að hvort svo sem ég gekk með spelkur eða var á hækjum var ég alltaf í kjól, prjónasokk- um, koti og klukku eins og sæmdi hverri stelpu á þeim árum. Árið 1957, 11 ára gömul, fór ég í aðgerð til að freista þess að rétta úr hnjánum og það átti að gera mér fært að ganga án stuðnings. Eftir þá aðgerð var ég í gipsi í marga mánuði. Það var nokkur þrekraun fyrir mig þetta unga en kannski hefur tilhlökkunin um bein og falleg hné gert biðina auðveldari. Þessi aðgerð tókst nú ekki betur en svo, því miður, að hnjáliðurinn var nú orðinn öf- ugur og bæði hnén svo að segja algjörlega ónýt, því í staðinn fyrir að hnén væru bog- in fram á við voru þau nú bogin aftur á við. Mér hefur verið sagt að þetta hafi ver- ið eina aðgerðin sem gerð var; slík aðgerð hafi aldrei verið gerð aftur. Það verður að segjast eins og er að aðgerðin mistókst og lífsgæði mín voru raunverulega verri eftir hana en áður. Það var heldur dapurlegt. Ég dvaldi á þessum tíma mikið á heimili móðursystur minnar, á Bergþórugötunni í Reykjavík, vegna þess að ég þurfti stöð- ugt að vera í sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfun- in var í Æfingastöðinni hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á Sjafnargötunni, en þeir hafa einbeitt sér að þjálfun fatl- aðra barna og unglinga. Starfsemin hófst einmitt í febrúar 1956. Þar var ég sko heppin! Ég var sem sé gangandi með hækjur eða við stafi fram eftir aldri og gekk alltaf innandyra fram undir 1968. Það var síðan Er barnið ekki bara algjör aumingi, andlega og líkamlega? Útdráttur úr frásögn og viðtali við Guðríði Ólafs Ólafíudóttur fyrrverandi formann Sjálfsbjargar lsh og fyrrverandi félagsmálafulltrúa ÖBÍ Guðríður ásamt Jóhanni Pétri Sveinssyni for- manni Sjálfsbjargar lsf á gleðistundu 1992. Við afhendingu á Heiðursmerki Sjálfsbjargar lsh á Landsfundi 2017, ásamt fjölskyldu og for- manni Sjálfsbjargar. Frá opnun Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar 2012.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.