Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Síða 23
- 23 -
Jónheiður Pálmey
Halldórsdóttir
Manstu eftir ljóðinu Jónheiður?
Ég man eftir að hafa skrifað ljóðið en
mundi bara
fyrstu línuna
samt :-)
Telurðu að ljóð-
ið eigi eins við í
dag og 1991?
Já. En ég held
samt að þegar
ég horfi á börnin
mín og þeirra
skoðanir og hegðun að þá sé umburða-
lyndið meira í dag og fólk þarf ekki allt að
rúmast í sama kassanum og vera allt eins
til að lifa góðu lífi og vera samþykkt. Við
megum vera við sjálf í dag.
Hefurðu ort ljóð síðan þá?
Fullt! En flest bara fyrir mig.
Hver er Jónheiður Pálmey Halldórs-
dóttir í dag?
Ég er í dag 6 barna móðir og 2 barna
amma og er stanslaust að bæta við af-
leggjurum.
Fjölskyldan mín og músík er allt mitt líf í
dag og ég elska það.
Stefán Svavarsson
Manstu eftir ljóðinu Stefán?
Já.
Telurðu að ljóð-
ið eigi eins við í
dag og 1991?
Já. Þegar ég sé
ljóðið þá hugsa
ég bara að ég
hef verið langt
á undan mín-
um samtíma. Í
dag er allt unga
fólkið að semja rapp á íslensku en þarna,
25 árum áður var ég byrjaður. Græjurnar
sem voru veittar í verðlaun komu sér líka
vel
Hver er Stefán Svavarsson í dag?
Ég er sagnfræðingur í dag og starfa sem
framhaldsskólakennari.
Sjálfsbjörg þakkar bæði Jónheiði og
Stefáni fyrir þeirra frábæru ljóð, sem
að okkar mati eiga eins við í dag og
1991.
Takk fyrir stuðninginn!
Varmahlíð
akrahreppur skagafirði
siglufjörður
siglufjarðarkirkja
akureyri
baldur Halldórsson ehf, Hlíðarenda
baugsbót ehf, bifreiðaverkstæði, frostagötu 1b
blikkrás ehf, Óseyri 16
Eining-Iðja, skipagötu 14
Endurhæfingarstöðin ehf, glerárgötu 20
Eyjafjarðarsveit, skólatröð 9
grófargil ehf, glerárgötu 36
Höldur ehf, bílaleiga, Tryggvabraut 12
Keahótel ehf, skipagötu 18
Kraftbílar ehf, lækjarvöllum 3-5
múriðn ehf, mýrartúni 4
rafmenn ehf, frostagötu 6c
raftákn ehf - Verkfræðistofa, glerárgötu 34
s.s. byggir ehf, njarðarnesi 14
samherji ehf, glerárgötu 30
sba norðurleið, Hjalteyrargötu 10
sjúkrahúsið á akureyri, Eyrarlandsvegi
svalbarðsstrandarhreppur, ráðhúsinu
Verkval ehf, miðhúsavegi 4
Þrif og ræstivörur ehf, frostagötu 4c
Þverá, Eyjafjarðarsveit
grenivík
grýtubakkahreppur
grímsey
sigurbjörn ehf
Dalvík
bruggsmiðjan Kaldi ehf, Öldugötu 22
Húsavík
bílaleiga Húsavíkur ehf, garðarsbraut 66
E g jónasson rafmagnsverkstæði, garðarsbraut 39
fjallasýn rúnars Óskarssonar ehf-www.fjallasyn.is,
smiðjuteigi 7
skóbúð Húsavíkur ehf, garðarsbraut 13
steinsteypir ehf, Haukamýri 3
Trésmiðjan rein ehf, rein
Vermir sf, stórhóli 9
Víkurraf ehf, garðarsbraut 18a
laugar
Kvenfélag reykdæla, laugum
mývatn
jarðböðin við mývatn, jarðbaðshólum
Þórshöfn
svalbarðshreppur, Holti
Vopnafjörður
bílar og vélar ehf, Hafnarbyggð 14a
Hofssókn, Vopnafirði
Egilsstaðir
bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf, miðvangi 2-4
fljótsdalshérað, lyngási 12
Héraðsprent ehf, miðvangi 1
miðás ehf, miðási 9
Haustið 1991 efndi nefnd á vegum
Sjálfsbjargar lsf til ljóðasamkeppni með-
al grunnskólanemenda í tengslum við
átak samtakanna Þjóðfélag án þröskulda.
Samkeppnin fór fram í nokkrum grunn-
skólum á landinu og síðan voru valin og
verðlaunuð nokkur ljóð af fjölda ljóða er
bárust. Hér eru tvö ljóð sem hlutu fyrstu
verðlaun á sínu svæði, annars vegar
grunnskólum frá Norðurlandi eystra og
hinsvegar frá grunnskólum á Suðurlandi.
Fyrst er ljóðið er vann sem kom frá
Norðurlandi eystra:
Ég er alveg eins og þú
Ég hef ekkert breyst.
Hugsun mín hefur ekkert breyst.
Ekkert hefur breyst nema þú.
Við sem áður gátum leikið okkur saman,
hlegið að hvort öðru,
látið eins og kjánar.
Núna er allt ónýtt fyrir þér.
Við getum ekkert gert.
Þú situr bara og vorkennir mér.
Þú skilur ekkert.
Ég vil bara láta koma fram við mig eins
og mann.
Höfundur er Jónheiður Pálmey Halldórs-
dóttir þá nemandi í Síðuskóla á Akureyri.
Seinna ljóðið er vann, kom frá Suður-
landi:
Rapplag
Við látum ei fötlun okkur stoppa.
Yfir hvern þröskuld við skulum hoppa.
Með þinni hjálp, þá fer þetta að ganga.
Og áður fatlaðir fara kannski að
spranga.
Kannski eru vonir mínar allt of bjartar.
En enginn veit hvað ég hugsa í mínu
hjarta.
Þeir vilja vera í samfélaginu, eins og við.
Við bjóðum velkomið Sjálfsbjargarlið.
Ég ætla ekki að skrifa meira.
Ég efast líka um, að þið viljið meira
heyra.
Höfundur er Stefán Svavarsson þá nem-
andi í Grunnskóla Þorlákshafnar.
Nú er ykkar kæru lesendur að meta
hvort þessi ljóð barna frá 1991 standast
tímans tönn. En okkur datt í hug að leita að
höfundunum og spyrja þá um þeirra mat.
Standast ljóð frá 1991
tímans tönn?