Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 1
% V. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. jan. 1947. 1. tbl. Stórólfshvolskirkja A Stórólfshvoli (Neðra-Hvoli) í Rangárvallasýslu var prests- setur fram yfir miðja 19. öld. Kirkjan þar var í kaþólskum sið helguð Maríu og heilögum Ólafi konungi. Þaðan var þá sungið annan hvern dag helgan til Efra-Hvols. Þangað heyrði og um skeið kirkja á Skúmsstöðum, er síðar var flutt að Sigluvík. Sigluvík- urkirkja ásamt Voðmúlastaða- kirkju var lögð niður með Stjr.- br. 28. maí 1910 og kirkja reist í Akurey. Nú er Stórolfshvols- kirkja útkirkja frá Odda. Núverandi kirkja á Stórólfs- hvoli er reist árið 1930. Það er timburkirkja járnvarin með turni á þaki. Kirkja þessi er prýðilegt hús og er henni mjög vel við haldið. —■ —— a Jólafundinum í ungm. fél. Hallgrímssafnaðar. KRISTILEGT UNGMENNA- FÉLAG í Hallgrímssókn hélt jólafund sinn mánudagskvöldið 30. des. síðastl. kl. 8i/2 e. h. í Verzlunarmannaheimilinu. Fund urinn var vel sóttur og gengu 16 nýir félagar inn þá um kvöldið. Fundurinn hófst með sameig- inlegri kaffidrykkju, og bauð formaður félagsins Baldur Jóns- son stud. med. félaga og gesti velkomna. Hafði hann og fund- arstjórn á hendi. Hinn þekkti tenórsönvari Birgir Halldórsson var gestur félagsins á þessum fundi og söng hann þrjú lög við mikla hrifningu hlustenda. Einnig söng hann lag kvöldsins, sem allir lærðu síðan og sungu sam- an. Undirleik annaðist organisti Hallgrímssafnaðar Páll Hall- dórsson. Séra Jakob Jónsson flutti jólahugleiðingu. Frk. Þórey Kolbeins las upp og loks var ís- lenzk kvikmyndasýning. Byrjaö verður á kirkju- smíði á Selfossi í vor Símleiöis frá Selfossi: Mikill undirbúningur er haf- inn að því, að reisa kirkju hér á staðnum. Hefur lóð verið á- kveðin undir kirkjuna á Selfoss- túni. — Kirkjuteikninguna ann- aðist skrifstofa Þóris Baldvins- sonar verkfræðings, og hefur uppdrátturinn þegar verið sam- þykktur. Ráðgert er, að byrjað verði að byggja í vor og að kirkjan verði komin undir þak fyrir næsta vetur. Byggingarframkvæmdir ann- ast sóknarnefndin, en hana skipa þessir menn: Kristinn Þor- steinsson formaður, Kristinn Vigfússon og Sigurður Ólason. Fréttaritan. <@>- Jólafundir í KFUM Aðal jólasamkoman í K. F. U. M. var haldin í húsi félagsins kl. 8 f. h. á jóladag, eins og venja hefur verið á undanförn- um jólum. Séra Friðrik Friðriksson stjórnaði þessari samkomu og flutti jólahugleiðinguna. Voru sungnir fjórir jólasálmar. — Á annan í jólum voru déildarfund- ir, þar sem séra Friðrik, Astráð- ur Sigursteindórsson og séra Magnús Runólfsson töluðu og stjórnuðu fundum. Sunnudaginn milli jóla og ný- árs og á gamlárskvöld voru einnig samkomur, þar sem séra Friðrik talaði. Viðgerð á húsi félagsins er nú í fullum gangi, en það skemmd- ist allmikið af bruna fyrir skemmstu. Mun verð^ reynt að Ijúka við- gerðinni fyrir apríl næstk., en í þeim mánuði verður haldið há- tíðlegt 40 ára vígsluafmæli húss- ins. Ráðinn organisti 12 ára gamall. I danska stórblaðinu Politiken var sagt frá því fyrir áramótin, að sóknarnefndin í Flejsborgar- kirkju hjá Lögstör hafi frá 1. nóy. að telja ráðið sem organista dreng að nafni Svend Ajstrup 12 ára gamlan. Svend Ajstrup er áreiðanlega yngsti reglulegi kirkjuorganist- inn í Danmörku segir Politiken. Kemur það áreiðanlega mörgum organistanum á óvart að eiga svo ungan starfsbróður sem Svend litla. ttlamœrakirkjan í Maupmannahcjjn. Ein af fegurstu kirkjunum í Kaupmannahöfn, er Marmara- kirkjan eða öðru nafni Friðrikskirkjan. Var byrjað á byggingu hennar 1749 en ekki fullgerð fyrr en 1874. — Berggmv biskup verður áfram í Osló i Prestarnir í Qslðarbiskupsdæmi óskuðu þess að hann yrði þar áfram. Nýlega sótti Berggrav yfirbiskup í Osló um Hamarsbiskups- dæmi. Var það aðallega vegna þess að hann taldi sig ekki sökum heislubrests geta annað svo umsvifamiklu embætti, sem Oslóar- biskupsdæmi er. — Mörgum þótti illt til þess að hugsa, að missa Berggrav úr sæti yfirbiskupsins, og töldu fremur kominn tíma til að skipta biskupsdæminu. — ________________________ Fregnir hafa borizt um það frá Noregi að nálega 280 prest- ar í Oslóarbiskupsdæmi (c. 100%) hafi sent ávarp til kirkju- málaráðuneytisins með ósk um, að því yrði svo fyrir komið, að Berggrav yrði kyrr í Osló. — Kirkjustjórnin mun hafa ráð- fært sig við lækninn er hafði stundað Berggrav, og fannst honum forsvaranlegt, að Berg- ^rav yrði kyrr í Oslo, ef honum gæfist meiri hvíld frá störfum. LANDSBOKASAFN JSl 167855 á jólafundi hjá ungm. fél. Dómkirkjusafnaðarins JÓLAFUNDUR Kristilegs ung- mennafélags í Dómkirkjusöfnuð- inurn var haldinn í Baðstofu iðn- aðarmanna sunnudaginn 29. des. síðastl., kl. 8V2 e. h. Hófst fundurinn með jólahug- leiðingu, er séra Jón Auðuns fluttii Frk. Borghildur Þór las upp jólasögu eftir Jón Trausta. Þá var fluttur leikþáttur, og þeir, sena léku voru: Svana Drengjafélag Fríkirkju- safnaðarins sex ára SUNNUDAGINN 15. des. hélt drengjafélag Fríkirkjusafnaðar- ins hátíðlegt sex ára afmæli fé- lagsins með hátíðafundi í Verzl- unarheimilinu. Hófst fundurinn með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 8um kvöldið. Séra Árni Sigurðsson bauð fé- laga og gesti velkomna, og minntist hann þess, er félagið hafði verið stofnað á þessum degi fyrir sex árum. Einnig tóku þá til máls Jón Arason for- maður Bræðrafélagsins og Sig- urður Halldórsson formaður Frí- kirkjusafnaðarins. Ennfremur þeir Hjalti Geir Kristjánsson gjaldkeri drengjafélagsins og Hannes Guðmundsson formaður þess. Lárus Ingólfsson skemmti með gamanvísum og loks var kvikmyndasýning. Leikfélag Reykjavíkur ■ 50 ára LEIKFÉLAG REYKJAVÍK- UR er fimmtíu ára 11. þ. mán. Þann dag verður hátíðafundur í félaginu, aðallega helgaður minn- ingu ýmsra brautryðjenda í starfi liðinna ára. Daginn eftir, sem er sunnudagur, verður leik- ' sýning kl. 3 e. hád., þar sem sýndir verða þættir úr „Nýjárs- nóttinni", ,,Fjalla-Eyvindi“ og ,GulIna hliðinu“. Um kvöldið verður samsæti í Sjálfstæðishús- ínu. Magnúsdóttir, Örn Þór og Sveinn Hallgrímsson. Að lokum skemmtu félagar sér við að fara í jólaleiki. Þá var einnig dansað í stutta stund. Formaður drengjafélagsins er Sveinn Hallgrímsson, en stúlkna- félagsins frk. Borghildur Þór. Brynjólfur Jóhannesson. Núverandi formaður Leikfé- iagsins er Brynjólfur Jóhannes- son. Aðrir í stjórn eru Valur Gíslason og Þóra Borg Einars- son. — Leikfélagsstarfsémin hef- ur verið mikill og merkur þáttur í menningarlífi höfuðstaðarins. Leikurum, sem notið hafa sér- menntunar, fer óðum fjölgandi, en hinir eldri, sem byrjuðu á leikstarfinu í hjáverkum, hafa stundað það af svo mikilli al- vöru, að þeir eiga skilið alþjóð- ar þökk og viðurkenningn. "íshANI

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.