Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 2
2 KIkKjublaðið kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 25 blöð á ári. Auk þess vandað og stórt jólaheftil — Verð kr. 15.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgeir SigurSsson, biskup. Utanáskrift blaðsins er: KIRKJUBLAÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 532. Tekið á móti áskrifendum í síma 5015 frá kl. 10—12 og 1—5 e. hád. Isafoldarprentsmiðja h.f. Kirkjan og hið nýja ár KIRKJUBLAÐIÐ kemur til þín, lesandi góður, með einlægar óskir um gæfuríkt og farsælt ár. Það vill færa þær óskir allri ís- lenzku þjóðinni. Kirkja íslands og starfsmenn hennar vilja af öllum mætti stuðla að því, að þjóðin megi á þessu riýja ári búa við lán og hagsæld og stíga feti fram í því, sem er gott, fagurt og heilla- ríkt, hjálpa til þess, að hin stóra hugsjón skáldsins megi rætast, að hér verði: „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut". * Árin líða í skaut aldanna. Allt hið ytra eyðist og hverfur. Það, sem með höndum er gjört, er hverfult. Þó er ekki hægt að komast hjá því að sinna hinu ytra. Vér erum knúin til þess að taka fullt tillit til þess og neyta afls okkar á þeim sviðum. Vér köll- um það lífsbaráttu og hún setur meir en allt annað svip á mann- legt líf. En hið ytra, er ekki allt. Það er fleira, sem manninum er ætlað að sinna á vegferð sinni, því hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn ef hann bíður tjón á sálu sinni. ¥ Hamingjan verður ekki keypt fyrir jarðneska fjármuni. Hún er af öðrum heimi. Hún á upptök sín og rætur í hinu innra lífi. Þess vegna gebur engin þjóð og enginn einstaklingur komizt á gæfu- brautir án þess að stefna á hærri leiðir í lífsstríðinu.. Menningin, svonefnda, er ekki einhlít. Hún getur orðið til falls. Hún hefur orðið það á svo sorglegan hátt á vorum tímum að aldrei mun gleymast. * Nú, eftir hörmungar styrjaldarinnar, skilst mönnum þetta betur en áður, einkum þeim, sem næstir eru hinum sorglegu af- leiðingum hennar og búa við þær. Ekki er ólíklegt, að alheimsvakning verði innan skamms og raddir efnishyggjumannanna-hljóðni. Eins og nú standa sakir, eiga þær líka lítinn Iiljómgrunn. Menn eru að verða nokkurn veginn sammála um það, að fagnaðarboðskapur efnishyggjunnar frelsar ekki heiminn. Fleiri og fleiri aðhyllast nú þann sannleika, að hinn látlausi en fagri og dýrðlegi boðskapur Jesú Krists geti einn bjargað mann- kyninu og leitt það á rétta braut. * Það er boðskapurinn um algóðan og almáttugan Guð, um fyrir- gefandi elsku hans og um kærleikann, sem í líkn kemur þangað, sem særður maður liggur við veginn, — boðskapurinn um það, að þá fyrst gangi daglegt líf vel og sambúð manna, ef þess sé minnzt, að „allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjóri yður, það skuhtð þér og þeim gjöra“. — Að þá fyrst sé þjóðunum borgið, er Kristur fari fyrir þeim, sem leiðtogi og frelsari þeirra, og þær gangi við birtu hans „götuna fram eftir veg“. * Kirkja Krists hér á landi vill á nýju ári enn birta og boða þjóðinni þenna sannleika og vinna að því, að íslenzka þjóðin til- einki sér hann betur en áður. — Hjá oss þarf margt að breyta um svip. Það er einkum tvennt, sem vér þurfum að leggja áherzlu á í þjóðlífi voru: Að tendra Ijós guðstrúar bebur í skólum landsins og byggja betur upp heimilin. Ef á þessum stöðum er byggt á sandi, y allt þjóðlífið — þjóðin sjálf í stórri hættu. * Kirkjan, kennarar og foreldrar allir, eiga hér sameiginleg verk- fni, sem ekki mega undir höfuð leggjast. Þessi mál eru áreiðanlega brýnni, en ýms þau mál, sem svo miklum áróðri er beitt við, að allt ætlar af göflunum að ganga. — Kirkjan á sína andstæðinga. Það er ekki það versta. Það sem ennþá er verra, er deyfð og afskiptaleysi margra hennar eigin manna — og mesta óheillafylgja fslands — sundurlyndið innbyrðis. Guðsafneitunarstefnan er eitrið í þjóðlífi voru. Hún leiðir af' sér skrílmenningu, ábyrgðarleysi, siðleysi og fyrirlitningu fyrir hinu hélga og háa. * Þegar hið nýja ár nú hefst, þá á kirkjan þá ósk heitasta að mega verða þjóðinni til blessunar með starfi sínu. „Með nýju ári íplandskirkja, nýtt afl og framtak gefist þér“. Guð varðveiti land og þjóð. — S. S. Fimmtugur: Björn Rögnvaldsson byggingameistari Hinn 21. des. síðastl. varð Björn Rögnvaldsson bygginga- meistari 1 Reykjavík, fimmtíu ára gamall. Björri er fæddur að Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði, sonur hjónanna Rögnvaldar Jónssonar og Jónínu Björnsdóttur, sem lifa bæði í hárri elli og eiga heima hjá dóttur sinni Hólmfríði, er býr á Siglufirði, gift Páli Er- lendssyni. Eins árs gamall fór Björn Rögnvaldsson að Á í Unadal á Höfðaströnd og þaðan að Bæ í sömu sveit. Þar gerðist hann smali, en festi lítt yndi við smalamennskuna og flutti til Hofsóss, þar sem hann lagði stund á sjómennsku nokkrar vertíðir í Drangey við fugl og fisk. — Komst þú aldrei í hann krappan á sjónum? spurði ég Björn, er ég heimsótti hann fyr- ir helgina. „Ekki held ég, að það hafi verið“. „Jú, einu sinni áreiðanlega“, sagði frú Sigríður Hallgríms- grímsdóttir, kona Björns, er sat í stofu og lét prjónana leika lið- lega í hendi sér. „Hvenær?" „Er þú varst rétt innan við fermingu, og þrír bátar höfðu farið af stað til þess að leita að bátnum ykkar“. „Já, það var víst þegar ég var á „Gamla Græn“ frá Hofsós. Var það sexæringur. Við rérum út með Skaga og gerði þá allt í einu aftaka suðvestan rok. Var ég við róðurinn og' í austri og hafði nóg að gera þann dag- inn. Við urðum að berja upp á Skaga og náðum Þangskálum. — Er veðrinu slotaði lögðum við af stað heim og mættum þá vélbát- um, er farið höfðu að leita okk- ar“. „Árið 1917 fór ég síðan suður til Reykjavíkur til þess að læra trésmíði, og hefi verið við þá iðn æ síðan“, sagði Björn. Vildi hann setja þar með botninn í þetta og fór að spyrja frú Sig- ríði, hvort kvöldkaffið færi ekki að koma. — Á námsárum sínum dvaldi Bjöm Rögnvaldsson í Danmörku fjögurra ára skeið (1921—’25) og stundaði nám við „Tekniske Selskabsskole“ í Kaupmanna- höfn. Árið 1936 gekk Bjöm í þjóh- ustu íslenzka ríkisins sem starfs- maður húsairieistara, og hefur hann síðan helgað byggingar- málum ríkisins alla krafta sína. Hefur hann á því sviði unnið fádæma mikið og örðugt starf, er honum mun seint þakkað að verðleikum. Björn hefur eftirlit með viðhaldi og endurbótum á öllum opinberam« byggingum í Reykjavík og er það eitt ærið verkefni þótt honum séu til að- stoðar verkstjórarnir Gestur Gíslason og Böðvar Bjarnason (í nærsveitum). En auk þess hefur hann umsjón með bygg- ingum prestsseturshúsa um allt land og viðgerð á þeim. — — Gaman væri að vita, hvaða prestsseturshús, þú hefur verið að sjá um smíði á síðastl. ár? „Prestssetrið að Hálsi í Fnjóskadal, Miklabæ í Skaga- firði, Barði í Fljótum, Desja- mýri í Borgarfirði eystra, Torfa- stöðum í Árnessýslu, Hvammi og Kvennabrekku í Dölum, Hvanneyri og í Reykjavík. Þau munu vera níu samtals“, sagði Björn. — Hvernig fellur þér þetta starf ? „Vel, en mjög er erfitt að kaupa allt efni til húsanna hér í Reykjavík, einkanlega, þegar þarf að fá það keypt hér og þar um bæinn, en ekki á einum stað hjá ríkinu sjálfu, eins og auðvit- að ætti að vera“. „Eg vil og taka það fram,'að þeir menn, er ég á í samráði við varðandi þetta starf, sýna sér- stakan skilning á málunum, eru það þeir Emil Jónsson ráðherra og Gustav A. Jónasson skirf- stofustjóri ásamt biskupi. Ánægjulegt þykir mér ætíð að sjá góð hús rísa á ríkisjörðun- um, sein allt til þessa hafa verið verst byggðar af öllum jörðum. Og það er beinlínis nauðsyn- legt fyrir prestana í landinu að hafa góð húsakynni til þess að geta rækt starf sitt eins og þörf krefur. En vel verður að gæta þess, að nýjum og dýrum húsum sé vel við haldið, en þau ekki nýdd niður. Ætíð verður að hafa það hugfast". — Hvaða umbætur telur þú að gera þurfi í sambandi við opin- berar byggingar? „Að koma á meira skipulagi varðandi eftirlit þeirra. — Þeir starfsmenn, sem fyrir era, eru of fáir og þarf að fjölga þeim, ef vel á að vera“. Jafnframt því, sem vér þökk- um mikið og fórnfúst starf Björns Rögnvaldssonar í bygg- ingarmálum íslenzku kirkjunnar, viljum vér flytja honum fimmt- ugum beztu hamingju- og heilla- kveðjur með ósk um, að hann megi enn lengi halda áfram að skaþa kirkjunni bætt skilyrði til þess að starfa í þessu landi. P. Milli 20 og 30 skátai starfa nú í frístundum sínum að því að breyta Rauða kross heimi^i bandaríska hersins við Hring- braut í félagsheimili reykvískra skáta. — Reykjavíkurbær leggur skát- unum til þetta heimili og auk þess allt efni til viðgerðar og endurbóta, en skátarnir annast mest alla vinnu sjálfir. Jólablaö Arngríms Bjarnasonar. ARNGRÍMUR FR. BJARNA- SON, RITHÖFUNDUR á fsa- firði hefur gefið út jólablað nú um hátíðirnar á eigin kostnað og ábyrgð. Er það óvenjulegt, að einstakir menn taki sig fram um slíka hluti hér á landi. — Vill Kirkjublaðið færa honum þakkir fyrir þetta framtak. Blaðið er vel úr garði gjört, bæði ytra og innra. Hefur Arngrímur sjálfur skrifað aðalgreinina — jólahug- leiðingu, er hann nefnir: „Ég vil ákalla þig, Drottinn". Er hún prýðilega rituð og sýnir vel ríka trúartilfinningu í brjósti höf- undar og ritleikni, enda er hann prýðilega ritfær maður. Jólablað Arngríms mun hafa verið mörgum kærkomin gestur um jólin. Lofsamleg grein um séra $.0. Thorláksson i Berkeley Daily Cazette f dagblaðinu Berkeley Daily Gazette birtist 10. des. síðastl. löng grein um séra S. O. Thor- láksson, sem eins og áður er kunnugt, var í fjórðung aldar trúboði í Japan á vegum lút> ersku kirkjunnar í Ameríku. Grein þessi hefst á því að minna lesendur á, að ísland sé miklu hlýrra land en Grænland, og að það séu ekki kolanámu- menn John. L. Lewis, heldur sjálf náttúran sem hiti upp höf- uðborgina Reykjavík. Getið er um bæði móður- og föðurætt séra Octavíusar og sagt frá því, að langafi hans í móður- ætt Friðrik Júlíus Bech biskup hafi þjónað við krýningu Karls Jóhanns Noregskonungs árið 1816. Börn séra Octavíusar fæddust öll í Japan, og komu til San Francisco í janúar 1941, en séra Octavíus hafði þá komið mánuði áður en ráðizt var á Pearl Har- bour. Synir séra Octavíusar urðu liðsforingjar í bandaríska sjó- hex-num og kom það sér vel, að þeir skyldu kunna japönsku reiprennandi, enda var starf þeii’ra aðallega fólgið í að túlka milli Japana og Ameríkana. Séra Octavíusi var veitt vandasamt og yfirgripsmikið starf við O. W. I. (Upplýsinga- skrifstofu Bandai’íkjanna)’ og fei’ðaðist hann mikið um ríkin 1 þeim ex-indagjörðum. í greininni er minnzt á, að þýðingarmikið frumvarp hafi verið samþykkt í japanska þing- inu 1939—40, er varðaði starf- semi trúai’flokkanna í landinu, og oi’ðið mikill ávinningur fyrir ki’istna trú í Japan. Án efa má h'ta á þann ávinning sem árang- ur af starfi trúboðanna. Kirkjublaðið óskar þess, að enn eigi kirkja krists lengi eftir að njóta starfskrafta séra Octa- víusar guðsríki til eflingar hvar í heimi, sem hann verður enn á ný kallaður til starfa.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.