Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 4
Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drott- in. (Sálm. 27, 14). Föstudagur 10. jan. 1947. Því að ég hygg, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. (Rómv. 8, 18). Kvittað fyrir gjöf. Fyrir skömmu barst Saurbæj- arkirkju á Hvalfjarðarströnd gjöf, sem er hinn mesti kjör- gripur. Er það altariskanna úr skíru silfri, ijorkunnar falleg. Á lok könnunnar eru greypt mjög haglega þessi orð: Til minningar um hjónin Valgerði Þorgrímsdóttur, f. 31. 1. 1850. -- d. 8. 2. 1901 og Sigurð Oddsson f. 1. 3. 1841 — d. 27. 10. 1923. Frá niðjum. Og neðar: Gefið til Saurbæjarkirkju 1. mars 1946. Könnunni fylgdi svohljóðandi gjafarbrjef skrautritað: „Gefið til Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd til minningar um hjónin Valgerði Þorgríms- dóttur og Sigurð Oddsson. — Valgerður var fædd 31. janúar 1850 að Þæfusteini undir Jökli og dáin 8. febrúar 1901. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir, systir Helga biskups Thordarsens og séra Þorgrímnr Guðmundsson Thor- grímsen, sonur Guðmundar Thor-grímsens, er fyrstur var dómkirkjuprestur í Reykjavík. Þorgrímur Guðmundsson var síðast prestur að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd eða frá 1849 til 1866. Sigurður Oddsson var fæddur 1. marz 1841 að Nesi í Selvogi, og var sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Odds Egilssonar bónda. Hann var járnsmiður, en bjó búi sínu á ýmsum jörðum, og síðast að Gufunesi við Reykjavík. Dó í Reykjavík 28. október 1923“. Séra Þorgrímur í Saurbæ var vígður til Keldnaþinga á Rajig- árvöllum árið 1826, en fluttist þaðan til Nesþinga á Snæfells- nesi 10 árum síðar. Saurbæ fékk hann eins og í gjafabréfinu stendur 1849. Hann þótti góður prestur og einn mætasti maður að öllu leyti. Kona hans frú Ingi- björg var annáluð fyrir skör- ungsskap og gáfur. Af þessum ágætu hjónum er mikill ættlegg- ur kominn og góður. Niðjar þeirra margir eru víðþekktir fyrir andlegt og líkamlegt at- gerfi og hið mesta mannkosta- fólk. Fyrir hönd Saurbæjarkirkju vil ég færa gefendunum alúðar- þakkir fyrir hina höfðinglegu IUinningargrein * um Halldór Hall- grímsson frh. af bls. 3 hreinni og óskertri alla æfi, þótt hún, að sjálfsögðu, mótaðist og dýpkaði við kynni hans af föru- nautum sínum á vegi veraldar og persónulegri reynslu hans af náð og handleiðslu Drottins. — Hann hafði í æsku numið boð- skapinn um Betlehemsbarnið af vörum móður sinnar og ferm- ingarföður. Þessum boðskapi var hann trúr allt til dauðans, og hann varð honum í senn, heilagt mál og hollt nesti á göngunni löngu í gegnum lífið. Þetta, sem nú var talið, ásamt með skap- höfn Halldórs, gerði hann vel kristinn, fastan fyrir í skoðun- um, en þó lausan við þröngsýni og góðan til samvinnu. Á næst-síðastliðnu vori átti Halldór fimmtíu ára fermingar- afmæli. Þann dag lagði hann leið sína til Útskálakirkju, þar sem hann hafði fimmtíu árum áður játað trú sína á Guð, Föð- ur, Son og Heilagan anda, og þann veg verið staðfestur í skírnarsáttmála sínum, af ferm- ingarföður sínum, séra Jens Pálssyni, sem Halldór minntist með myndarlegri sjóðsstofnun, nú skömmu fyrir andlát sitt. — Gekk hann þar í kirkju, ásamt núverandi sóknarpresti, og dvöldust þeir þar einir um stund/í þakklæti og bæn. Sagði Halldór mér svo frá síðar, að þar og þá hefði hann átt eina af indælustu stundum lífs síns. — Slíka förunauta og samverka- menn er gott að eiga. Guð gefi íirkju íslands og oss öllurft sem flesta þeirra á komandi árum og öldum. p. t. Borgarnesi, á tíunda degi jóla 1947. Stefán Eggertsson, Staðarhrauni. gjöf og tryggð þá, sem hún lýsir við stað þann, er lífsrætur þeirra liggja frá. Saurbæ Hvalfjarðarströnd, 18. nóv. 1946. Sigurjón Guðjónsson. ——<m>—— Hirkjukcr £tcrclfohvcbkirkju Stjórn: Einar Jónsson, form., Laufey Guðjónsdóttir, rit., Guðjón Jónsson, gjaldk., Guðlaug Gíslad., ísleifur Sveinsson. Organisti: Jón V. Gunnarsson, Velli. man þá Gamanleikur í 3 þáttum eftir Eugene O’Neill Leikstjóri: Indriði Waage. Þetta er alvöruþrunginn gam- anleikur, byggður á skar-pri mannþekkingu. Þarna er ekki verið að láta menn skopast að öfgum mannlífsins, heldur er eins og hver sjái sjálfan sig, eins og hann dagsdaglega er. — Prýðilegt tilefni til sjálfsathug- unar. Höfúndurinn er mikill snillingur. Kýmni hans er hnit- miðuð og stöðugt varandi, en svo koma fyrir smáatvik, sem skilja eftir stingi í hjarta hvers ærlegs manns, sem ekki er bú- inn að svæfa sjálfan sig. Leik- urinn er bannaður börnum, en ungu fólki ætti að vera holt að sjá hann, því að hann sýnir með mikilli nærgætni þá straumiðu tilfinninganna, sem hrekur æskulýðinn í að fara út á tæp- ustu vöðin. Aðalsöguhetjan er ungur menntaskólapiltur á við- kvæmasta stigi, leikinn af Ro- bert Arnfinnssyni. Einn hinna mörgu, sem fyrirlítur form, skipulag, reglur og yfirvöld. Hann þvingast af þrönsýnum fyrirskipunum um það, hvaða bækur hann megi lesa. En auð- vitað vill hann sýna manndóm sinn og sjálfstæði með því að lesa einmitt hinar forboðnu bæk- ur, sem raunar eru sumar með- al snildarverka bókmenntanna. Richard telur sig trúlofaðan ungri stúlku. Ást þeirra er auðvitað rómantík, draumljúf og fei.min æskuást, tengd fegurð og tunglskini, en óskyld sora léttúðarinnar. Faðir hennar vill stía þeim sundur, og vesalings Richard fær uppsagnarbréf, sem stúlkan hefur raunar verið neydd til að skrifa. Þá er bikar- inn barmafullur. Nú skal ekki hirt um nokkum skapaðan hlut framar! Fyrir hreina tilviljun gefst honum tækifæri til að sýna allt í senn, að lífið sé honum einskis virði, að honum sé sama um ástir Inuriel og að hann sé karlmenni, sem þori að drekka sterkustu drykki. En hvernig fer? í knæpunni kemur það bezt í ljós, að þessi stóri drengur er of saklaus og of mikið barn til að geta gert úr sér kaldranáleg- an svallara. En myndin hefur orðið til þess að skýra fyrir áhorfendum leiksins, hvílíkur reginmunur er á hinni barna- legu aðdáun vaknandi æskuástar og kaffihúsaástinni, sem þarf á- fengi sér til æsingar. Um kvöld- ið kemur Richard fullur heim, til óblandinnar skelfingar fyrir heimilisfólkið, föður, móður, frændur og systkini. Sá, sem bezt skilur ástæðuna er frændi Kirkjan og kristin- dómurinn frh. af bls. 3 Já, vei þeim, er hneikslunum veldur! — Um starf kirkjunnar á stríðs- árunum má segja, að það hafi yfirleitt beinzt í frels- isátt og andlegs siðgæðis. En kirkjan hefur einnig verið ofsótt og kúguð, svo að áhrifa hennar gat ekki gætt, sem skyldi. Af hálfu nazista var marg- sinnis reynt að svifta prestana kenningarfrelsinu. Og víða voru prestarnir fangelsaðir, og marg- ir þeirra myrtir. — Vér skulum þó öll biðja og vona, að upp úr hafróti styrjald- arinnar mætti kirkjunni og hennar mönnum aukast andlegur kraftur af hæðum, til að tryggja og varðveita heimsfriðinn, og til þess yfirleitt að gera oss menn- ina göfugri og betri og ham- ingjusamari, bæði þessa heims og annars. Ó, Guð! „Send oss þitt frelsi, synda slít helsi“. hans, Sid, sem sjálfur hefur drukkið sig frá einni stöðunni eftir aðra. Bæði leikstjórn og leikstarf hefur tekizt hér með ágætum. Hinir eldri leikarar, Valur, Brynjólfur, Arndís, Þóra Borg, sem höfðu hin veigameiri hlut- verk, léku þau með þeirri ná- kvæmni, hófstillingu og skiln- ingi, að þar var hvorki blettur né hrukka. 1 þessu leikriti velt- ur mikið á svipbrigðum, jafnvel þögulum, engu síður en á því, sem sagt er og gert. Af hinum yngri leikendum er sérstök á- stæða til að minnast Herdísar Uorvaldsdóttur og Róberts Arn- ströndina sýnir andstæðu þeirr- finnssonar. Stefnumót þeirra við ar ástar, sem vér vorum vottar að í veitingahúsinu. En þrátt fyrir þá einlægni og alvöru,. sem þar er á ferðinni, hefur áhorf- andinn það á tilfinningunni, að mikið af því, sem sagt er eða gert, sé barnaleg eftirlíking þess, sem þessir hálfþroskuðu unglingar halda að eigi við í ást- arævintýrum. Leikur þeirra var annars mjög góður. Jakob Jónsson. £?tir 2)on Cc ameron Örkin hans IMóa frh. Y]r. 10 „Ég læt hrafninn fljúga upp í loftið“, sagði Nói. „Það get- ur vel verið að hann finni þurrt land“. En hrafninn fann ekkert land og flaug fram og aftur yfir haf- inu. Hann gat ekki hjálpað neitt. „Nú ætla ég að senda dúfuna af stað“, sagði Nói. „Ef til vill getur hún fundið land“. En dúfan kom til baka án þess að finna landið, og Nói rétti út hönd sína og tók dúfuna inn í örkina. Eftir sjö daga var dúfan aftur látin fljúga af stað, og í þetta sinn fann hún þurrt land. 1

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.