Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 3
KIRKJUBLAÐIÐ 3 anneá Kirkjan og kristindómurinn Fyrri grein i. Allir, sem komnir eru til vits og ára, þekkja hvað við er átt með orðunum: Kirkja Krists. Kristin kirkja er samfélag þeirra, sem í hjarta sínu aðhyll- ast Jesú Krist og hans kenningu. Kemur þetta og skýrt fram í þriðju grein hinnar postul- legu trúarjátningar: „Ég trúi á almenna kirkju, samfélag heil- agra, fyrirgefning syndanna, upprisu dauðra og eilíft líf“. Orðið „kirkja" er einnig haft í annarri merkingu. En þá tákn- ar það húsið, sem kristnir menn nota til sameiginlegrar guðs- þjónustu og annarra helgiat- hafna í söfnuðum sínum. Öllum er kunnugt, hvernig stofnun kristinnar kirkju bar við. Hún var stofnsett í Jerú- salem hinn fyrsta hvítasunnu- dag eftir himnaför Jesú Krists. Þá er það, sem hinn merkilegi atburður gerist, að postular Krists og aðrir lærisveinar hans mynda með sér hið undursam- lega samfélag, er þá strax hlaut nafnið: Kristileg kirkja. Frá öndverðu hefur aðalhlut- verk kirkjunnar verið það, að minnast í orði og verki meistar- ans mikla, Jesú frá Nasaret, samfara því að boða mönnunum hina óviðjafnanlegu friðar- og kærleikskenningu hans, er hann og vildi birta öllu mannkyni, því til varanlegs frelsis og ham- ingju. Kristur hafði gefið lærisvein- úm sínum þessa fyrirskipun: „Farið út um allan heiminn, og gerið þjóðirnar að mínum lærisveinum“. Þessum fyrirmæl- um frelsarans hefur og jafnan vérið fram fylgt, síðan á dögum postulanna, með hinum almennu kristniboðum um gervalla heims- byggðina. — Enn mun þó ekki nema rúmlega einn þriðji hluti mannkynsins hafa tekið kristna trú. Hitt er þó hálfu verra, að víða sjást þess augljós merki með þeim þjóðum, sem telja sig kristnar, að æðstu boðorð kristn- innar eru allt annað en vel haldin, — sums staðar niður- bæld og fótum troðin, svo að uggvænlegt er. II. Sérhver alvarlega hugsandi og óblindaður maður hlýtur að vera sér þess meðvitandi, að stríð og friður er sitt hvað. Það er og mála sannast, að allar styrjaldir eru regin andstæður hins sanna kristindóms. í öllum stærri styrjöldum er milljónum manna tortímt. Borg- ir og býli eru eyðilögð, að meira eða minna leyti, og ómetanleg- um verðmætum öðrum er á glæ kastað. En auk alls þessa eru styrjaldir ægilegur friðarspillir, sem torveldar meira en allt ann- að bróðurhug og æskilega sam- búð, einstaklinga og þjóða í mill- um. öll stríð hafa þessar afleið- ingar, og geta því aldrei orðið nema til ills eins. — Mannkynið er nú flakandi 1 sárum eftir hinn hræðilegasta hildarleik, sem veraldarsagan greinir frá. Sjálfu stríðinu er að vísu lok- ið. Styrjaldarástand ríkir þó enn víða um heiminn. Og enn er ótt- azt um geigvænlegri tortímingu mikils hluta mannkynsins en hingað til hefur átt sér stað. Eitthvað meir en lítið er hér í ólagi. Og þetta „eitthvað“ get- ur trauðla stafað af öðru en til- finnanlegum skorti á áhrifa- mætti kristindómsins hjá þeim þjóðum, er mesta eiga sökina á því ófremdarástandi, sem öll styrjaldarárin hefur ríkt í heim- inum. Kristindómurinn er þó sá aflvaki, sem öllu öðru fremur er fær um að skapa frið á jörðu, og veita mannkyninu blessunar- ríka „björg og brauð“ án alls yfirgangs, rangsleitni og of- beldis. III. Kristur talar um falsspámenn, sem komi til mannanna í sauð- arklæðum, en séu hið innra glefsandi vargar. Nú mætti hugsa sér, að eitt- hvað hlytu þeir skaðvaldar að vera í ætt við þessa falsspá- menn, sem Kristur talar um, er oft fyrirvaralítið, og að því er virðist með köldu blóði, ráðast á sannarlegt frelsi einstaklinga og heilla þjóða, og allt það ann- að, sem þeim er heilagt og sár- ast um. Vissulega gefur hér að líta ófyrirleitna og siðlitla póli- tíska æfintýramenn — falsspá- menn, — sem öllu vilja einir ráða í heiminum. Menn þessir lúta sjaldnast nokkrum siðferð- islögum. Miklu fremur æsa þeir múginn til fylgis áér og lífs- stefnu sinni með alls konar lýð- skrumi og tylliboðum. Telja þeir það svik við föðurlandið að lúta ekki boðum þeirra og banni í hvívetna, en hitt aftur á móti fölskvalausa ættjarðarást að vera þeim sem allra mest' leiði- tamir og fylgispakir, og þá æði oft dómgreindar og skilyrðis- laust. ^ Það skiptir ekki verulegu máli, hvort þessir einræðisherrar telja sig nazista, eða hafa á sér yfir- skin lýðræðis og frjálsræðis. — Lífsskoðun þeirra og stefna í alþjóðamálum er engu að síður miskunarlítið einræði og harð- stjóm. í báðum tilfellum er gi’undvallarstefnu kristindóms- ins að mestu fyrir borð kastað. Tilhugsunin um annað líf og um- hyggjan fyrir sálinni virðist þessum mönnum liggja í léttu rúmi. I hugarfari sérhyggjumanns- ins er að sjálfsögðu barnaskap- ur einn að láta hrærast af þeim orðum frelsarans: Leitið fyrst Guðsríkis og hans réttlætis, þá mun allt annað veitast yður. Og þó er megnið af höi-mungum og erfiðleikum heimsins afleiðing þess, að mennirnir, hafa snið- gengið og óvirt þessa lífsreglu meistara meistaranna, Jesú frá Nasaret. Frh. á 4 síðu In memoriam: Halldór Hallgrímsson Klæðskerameistari í Borgarnesi Frá skrifstofu forseta 1 gær tók formaður Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefáns- son, samkv. tilmælum forseta að sér að gera tilraun til stjórnar- myndunar og mun því hraðað eftir föngum. €fnr séra ^tefdn rjijcjertsson Frá Alþingi Ég var að ljúka við jólapóst- inn. Ferð féll til Borgamess næsta dag. Þegar sá kom heim, er ferðina fór, og ég spurði. hvernig gengið hefði að koma bréfunum til skila, sagði hann það hafa gengið greiðlega „nema bréfinu til hans Halldórs klæð- skera — hann er ekki lengur í tölu liíenda“. Mig setti hljóðan. Kirkja Krists hafði hér misst einn sinna beztu sona. Ég góð- an vin. „Kirkjan er oss kristnum móðir“. Ég hef fáa fyrir hitt, sem gerðu sér jafn ljósa grein fyrir sannleika þessara orða sálmaskáldsins, og einmitt Hall- dór Hallgrímsson. Það var því eigi að undra, þótt hann rækti svo vel sonarskylduna við þessa andlegu móður sína, sem raun bar vitni um. — Halldór var flestum þeim kostum búinn, er prýða mega þá, er ganga vilja til þjónustu við heilaga kirkju. Halldór.varð ekki gamall. Að eins rúmlega hálf-sjötugur. Um ætt hans og uppruna er mér ó- kunnugt, en maðurinn bar það með sér, að að honum stóðu gildir stofnar og góðir. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og nam þar klæðskeraiðn hjá Hans Andersen, er gömlum Reykvíkingum er að góðu kunn- ur. Að námi loknu sigldi Hall- dór heit. svo til Kaupmanna- hafnar til þess að framast í iðn sinni. Kom síðan heim og stund- aði klæðskurð í Reykjavík um langt skeið. Góður smekkmað- ur í þeim efnum hefur sagt mér, að Halldór hafi verið meðal hinna færustu starfsmanna í sinni stétt. Árið 1909 kvæntist Halldór heitmey sinni Sveinsínu Sveins- dóttur. Áttu þau saman tvö börn, pilt og stúlku, en ólu auk þess upp eina fósturdóttur. Konu sína missti hann árið 1923. Til Borgarness fluttist Hall- dór árið 1937, og tók þá að sér forstöðu Saumastofu Kaup- félags Borgfirðinga. Gegndi hann því starfi með þeirri prýði, er honum var lagin allt til dauðadags. Þegar eftir komu sína til Borgarness, tók hann að sinna saafnaðar- og kirkjulífi staðarins, og þar kom brátt, að hann var kjörinn formaður sóknamefndar Borgarnessóknar. Því starfi hélt hann, við mikla hylli safnaðarsystkina sinna, allt til þess hann lézt, föstudaginn síðastan fyrir ný-Iiðin jól. í Borgamesi sýndi Hall- dór heitinn rækilega, hverjum kostum hann var búinn til starfa fyrir 'Guð sinn og kirkju. Um svipað leyti og hann fluttist þangað, var Borgarnes, sem þá var mjög í vexti, gert að sér- stakri sókn, en áður höfðu Borg- nesingar átt kirkjusókn að Borg. Lá þá fyrir hinum nýja söfnuði að útvega húsnæði til guðsþjónustuhalds og búa það Halldór Hallgrímsson. svo að hæfði helgum siðum. — Húsnæðið fékkst í barnaskóla og samkomuhúsi þorpsins, en í hlut Halldórs lenti að búa salarkynni þess til messugerðar. Tókst honum það verk með ágætum. Má nú sjá verk handa hans, við messugjörðir í Borgarnesi: færanlegt altari, fagurlega búið, skírnarfont og prédikunarstól, allt svo smekklega gert og hag- anlega, að ég þori að fullyrða, að leitun er á líka þess. Gaf Halldór söfnuðinum helgar bæk- ur til altarisþjónustu: Biblíu, helgisiðabók og sálmabók, og lét binda þær allar í hið fegursta band, Jafnframt þessu hófst nú und- irbúningur og fjársöfnun til kirkjubyggingar í Borg&rnesi. Lögðu þar margir hönd á plóg- inn, bæði lærðir og leikir, af drengskap .og dugnaði. Hygg ég þó, að eigi sé ofmælt, þó sagt sé, að þar hafi orðið drýgstur hlut- ur Halldórs Hallgrímssonar. — Til þess enn betur að vinna þessu áhugamáli sínu gagn, stofnaði Halldór sjóð í minningu sonar síns er varð föður sínum mjög harmdauði. Skyldi sjóðnum varið í þarfir væntanlegrar Borgarnesskirkju. Er mér kunnugt um, að hann greiddi mánaðarlega vænan hluta af launum sínum sjóðnum til eflingar. Mun slíkt höfðing- lyndi og reglumennska næsta fátítt. Var nú svo komið, er Halldór lézt, að uppdrættir höfðu verið gerðir af kirkjunni, og von til, að hafizt yrði handa um að reisa hana á næsta ári. Hörmum við það, vinir og kunningjar Halldórs heitins, að honum skyldi eigi endast aldur til þess að sjá þessa hugsjón sína verða að veruleika. Hygg ég, að eigi heiðrum við minn- ingu þessa mæta atorkumanns á annan hátt betur, né honum skapfeldari, en með því að taka okkur í munn orð húsfreyjunn- ar stórlyndu: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði“. Sterku liði og starfsfúsu til bar- áttu fyrir kirkju í Borgarnesi, Trúarafstöðu Halldórs heitins held ég, að eigi verði með öðru betur lýst en að segja, að hann hafi haldið barnatrú sinni Frh. á bls. 4 Fjárlögin: Alþingi íslendinga kom saman til fundar 7. jan. Auk stjómar- myndunar eru það fjárlögin, sem fyrst bíða afgreiðslu. Var ekki hægt að ljúka við fjárlögin fyrir 1947 á síðastl. ári, og voru því gefin út lög um bráðabirgðafjárgreiðslur fyrir það ár, sem nú er að hefjast. Þau lög heimila ríkisstjórninni „að greiða úr ríkissjóði til bráðabirgða, í samræmi við á- kvæði fjárlaga fyrir árið 1946, öll venjuleg rekstrargjöld ríkis- ins og önnur gjöld, er talizt geta til venjulegra fastra greiðslna þess, þótt ákveðin séu eða heim- iluð til eins árs í senn“. (Úr. 1. gr. laganna). Lög þessi öðluðust gildi 1. jan. og heimildin, sem þau fela í sér, gildir ekki lengur en til 1. marz 1947. Kom það einnig fyrir 1942— 1943 að ekki var hægt að af- greiða fjárlögin í tæka tíð, og var þá gripið til svipaðra ráð- stafana og í þetta sinn. • Frá því að ríkisstjórnin baðst lausnar 10. okt. síðastl. ár hef- ur eigi verið hægt að mynda stjórn, og er það illa farið. Forseti Islands reyndi að fá samstarf allra flokka um stjórn- xrmyndun. Bar það ekki árang- ur og fól forseti þá Ólafi Thors að gera tilraun til stjórnarmynd- unar. Bar það heldur engan ár- angur. Minnisvarði séra Jólianns Þorkels- sonar Fermingarböm séra Jóhanns heitins Þorkelssonar frá ámnura 1905—1906 létu afhjúpa fagran minnisvarða á leiði hans síðastl. sunnudag kl. 2 e. h. Stóð sú at- höfn yfir um 20 mín og hófst með því, að hr. Magnús V. Jó- hannesson yfirframfærslufull- trúi hélt ræðu og talaði m. a. um blessunarríkt starf séra Jó- hanns í Reykjavík. Dómkirkjukórinn undir stjóm dr. Páls Isólfssonar söng sálm- inn: Eg gleðst af því eg Guðs son á. Dr. Bjarni Jónsson vígslubisk- up flutti ræðu og þakkaði fyrir minnisvarðann um leið og hann minntist á hið mikla starf séra Jóhanns. Dóttir séra Jóhanns frk. Þur- íður þakkaði hjartanlega fyrir þessa minningargjöf á leiði föð- ur hennar. Þrátt fyrir mikla úrkomu á sunnudag var uppstytta á með- an athöfnin fór fram. Eiga gef- endur minnisvarðans þakkir skyldar fyrir að hafa þannig tekið höndum saman um að heiðra og halda á lofti minn- ingu séra Jóhanns Þorkelssonar.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.