Kirkjublaðið - 20.09.1948, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 20.09.1948, Blaðsíða 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 25 blöO á ári. Auk þess vandaö og stórt Jólahefti. — Verð kr. 15.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgeir Sigurðsson, biakup. Utanáskrift blaðsins er: ___ KIRKJTJBLAÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 582. Teldð á móti áskrifendum i síma 6015 frá kl. 10—12 og 1—6 e. hád. Isafoldarprentsmiðja h.f. BREF SEM ÞÚ ÁTT AÐ LESA Ef þú heldur að þetta sé bréf til þín, þá hefur þú rétt fyrir þér. Það er bréf um bréfin þín. Áttu ekki eftir að skrifa ein- hverjum nokkrar línur í dag? Segðu ekki, að þú hafir ekki tíma til að skrifa. Það er sjaldan satt. Lítil stund, fáeinar línur, og heimurinn getur orðið bjartari og fegri. Hefur þú aldrei beðið eftir bréfi? Pósturinn hefur vakið eft- irvæntingu og tilhlökkun. Nú hef- ur hann munað eftir mér. Ljúfar minningar líða eins og geislar yfir svip þinn. Og þú mannst, að síðasta bréfið er orðið snjáð af endurteknum veltum milli hand- anna. Hver lína, hvert orð ná- kvæmlega athugað. Segir þetta smástryk ekki meira en orð? Hvað um þennan blett? Er hann tár ? Og þessi blekblettur ? Hvers- vegna? Hvað var hann þá að hugsa? Bráðum annað bréf. Hægan. Svo kemur pósturinn. „Ekk- ert bréf í dag, því miður. Nei, ékkert til þín“. Þetta er eins og miskunnarlaus dómur. Vonbrigði og sársauki seitla um eitthvert tóm í hjartanu. Gleymdur. Einskisvirði. Já, svona er að skrifa ekki. Það eykur tómleika og trega. Skapar söknuð og beizkju. Bréfið, jafnvel nokkrar línur sameina, gleðja, treysta böndin Ijúfu, bönd ástar og vináttu. Einu böndin, sem eru æðri en frelsið. Fegurstu strengi mann- hjartans. Yndislegustu orð tung- unnar. Bréfið til mömmu er eng- ill. Einkum ef hún er gömul og einmana. Bréfið til sjúklingsins, sem dvelur fjarri ástvinum á sjúkra- stofunni, er sólargeisli. Bréfið til syrgjandans er fegursta blóm heimsins. Hefurðu ráð á því öllu saman, og veitir þó engum? Sendu engil- inn, lofaðu geislanum að brosa, gefðu blómið. Skrifaðu bréfið þitt í dag. Það getur orðið of seint á morgun. Og þú gerir lífið auðugra að eilífum auði. Þú eflir vináttu og ást, kærleika og samúð. Þú auðg- ast sjálfur að hugsun og skiln- ingi. Mundu þetta bréf. Árel. ÓMERKILEG BÓK Blekking og þekking heitir bók, sem auglýst er nú í allflestum blöðum landsins með feitara letri og gleiðari fyrirsögnum en áður hefur tíðkast. Og þegar alllöngu áður en bókin kom út var sent út til manna í sérstökum bréfum skrum og hól um þessa merki- legu bók og menn hvattir til að lofast til að kaupa hana óséða. Þetta bendir á að útgefandinn hafi séð það réttilega fyrir að bók þessi mundi ekki mæla með sér sjálf og því væri full þörf að grípa í tíma til róttækra ráðstaf- ana til þess að freista að afla henni kaupendanna fyrirfram. Auglýsingarnar, sem nú fylla síður dagblaðanna, sýna hinsveg- ar að tilraun^n til fyrirfram sölu hefur mjög mistekist. Sannleikurinn er sá, að það er vonlaust verk að mæla með þess- ari bók við íslenzka lesendur. Fyrir utan það að vera frámuna- lega leiðinleg og þreytandi til lesturs, er bókin í rauninni að minnsta kosti 300 ár á eftir tím- anum. Ef hún hefði verið samin einhverntíma á 17. öldinni og gefin út þá suður á Spáni eða Italíu, hefði hún sennilega vakið þar athygli og þótt að ýmsu leyti djarflega rituð. Það hefði verið tímabær ádeila á þær veilur og þann skort á þekkingu, sem mjög var þá áberandi, eigi aðeins hjá guðfræðingum heldur einnig hjá læknastétt og yfirleitt mennta- mönnum þeirra tíma. Ef til vill hefði þessi bók þá þrátt fyrir ein- hliða og gallaða framsetningu orðið að einhverju gagni. Og á öldinni mundi hún sennilega hafa hlotið þann dóm, að þessi „prófessor Dungal“ hefði í ýmsu verið á undan samtíð sinni að þekkingu, þótt margar staðhæf- ingar hans væru hinsvegar harla fráleitar ogbarnálegar. En þegar svona bók er skrif- uð og gefin út á 20. öldinni. Þá horfir málið öðruvísi við. Það þarf ekkert hugi’ekki til þess að brigsla löngu horfnum kynslóð- um um fáfræði og rangar skoð- anir, og það er með öllu þýðingar- laust að gera það. Það er óviturra manna einna að miklast af þekk- ingu sinni á kostnað fjarlægrar fortíðar. Það er ekki nema rétt og skylt að við vitum ýmislegt betur og sannar nú en fólk gerði fyrir fimm hundruð eða þúsund árum. Að svo miklu leyti sem bók þessi er ádeila á þekkingarskort manna á horfnum öldum, er hún bæði ómakleg og þýðingarlaus. Næsta skref höf. er að kenna kirkju og kristinni trú um það, að eiga alla sök á ófullkominni þekkingu fyrri alda. Þessi öfl hafi barizt gegn fróðleik og sönnum vísindum frá upphafi sinna vega, enda verið reist á tómum blekk- ingum og lýgi frá fyrstu rótum. Hér er um að ræða svo stór- felda sögulega fölsun, svo gagn- geran öfugsnúning sannleikans og svo augljósa blekking, að eins- dæmi mun vera. Hið sanna er, að kristin trú og kirkja hafa ver- ið þau meginöfl, sem borið hafa uppi menningu vestrænna þjóða um aldaraðir. Kirkjan er sú stofn un sem komið hefur á fót og rek- ið öldum saman allar helztu menningar- og menntastofnanir hjá þessum þjóðum. Það var kirkjan sem varðveitti hin dýr- mætustu handrit fortíðarinnar og bjargaði þeim frá glötun. Það var í klaustrunum, sem þau bók- menntaafrek voru unnin, sem aldrei fyrnast og aldrei verða fullþökkuð. Þessa ættum vér Is- lendingar ekki sízt að vera minn- ugir, svo mikið eigum við kirkj- unni að þakka í þessum efnum. En nú kynnu einhverjir að spyrja: Ef kirkjan var sú stofn- un sem hafði menningarmálin einkum með höndum, er þá ekki hárréttt hjá próf. Dungal að kenna henni um, að þekkingin stóð þá á lægra stigi en nú? Það er satt og skal fúslega viðurkennt að sú þekking, sem mönnum stóð til boða í háskólum miðaldanna, jvar að mörgu leyti ófullkomin og Jum sumt beinlínis röng. En er 'þar um sök að ræða á hendur kirkjunni svo að rétt sé að nefna hana óvin allrar þekkingar? Er | það ekki aðeins eðlileg þróun, að ivísindum og þekkingu hafi eitt- hvað farið fram á 300 árum? Væri t. d. rétt að hefja nú her- ferð gegn háskólanum, brigsla honum um að hann hafi ávalt , verið. og sé enn argasti þrándur í götu allrar þekkingar og heimta að hann verði tafarlaust sviptur , hverskonar stuðningi hins opin- |bera, af því að það er sannan- legt að hann hefur ekki veitt nemendum sínum óskeikula þekk- ingu á öllum sviðum, og prófes- sorarnir þar eru langt frá því að vera alvitrir, og jafnvel sjálf- ur Dungal kom þaðan ekki fróð- iari en svo, að hann vissi hvorki : um rétta orsök mæðiveikinnar né ráð til að lækna hana? Nei, ef | bera á háskólann svo gífurlegum sökum, að hann sé og hafi verið erkióvinur allra vísinda og þekk- ingar, þá verður sú ásökun bros- leg firra, jafnvel þótt hún sé studd með dæmum um einstaka mislukkaða háskólamenn, nema því aðeins að hægt sé að sýna og sanna, að þeir, sem ekki hafa not- ið háskólamenntunar, séu yfir- leitt auðugri að þekkingu en hin- -ir sem í háskólanum hafa numið. Á sama hátt er það kjánaleg fjarstæða að telja kirkjuna hafa verið og vera erkióvin þekking- arinnar, nema jafnframt sé sýnt og sannað, að þær þjóðir, sem ekki hafa haft af kirkju og krist- indómi að segja standi hinum framar um þekkingu. En hvað segir reynslan um það? Eru Asíu- þjóðirnar yfirleitt eða negrarnir í Afríku eða frumbyggjar Ástra- líu auðugri að þekkingu en vest- rænu þjóðirnar? Standa vísindin þar með meiri blóma? Væri ekki ráð að senda Dungal næst til Nigeriu til þess að nema af svert- ingjunum þar hin sönnu vísindi ómenguð af eiturblekkingum kirkju og kristindóms? Hin ægilega heimsstyrjöld, sem próf. Dungal býr til milli kirkj- unnar og vísindanna, er vægast sagt brosleg. Ekki sízt þegar þess er gætt, að hinar glæsilegu stríðs- hetjur vísindanna, sem hann leiðir fram og nafngreinir, eru flestar úr hópi kirkjunnar. Þann- ig var vísindahetjan F. C. Baur, sem prófessorinn vitnar í sem nær því óskeikulan í biblíuskýr- ingum, prófessor í guðfræði við háskólann í Tubingen. Hetjan D. T. Strauss var einnig guðfræð- ingur, en þótti heldur fljótfær- inn og ónákvæmur um heimildir. Þeir vísindafrömuðir fyrri alda, sem hann einkum dáir, voru einn- ig flestir annaðhvort þjónar kirkjunnar eða lærðir í skólum hennar. Þessi tilbúna heimsstyrjöld Dungals á milli kirkju og vísinda er því blekkingin einber. Hitt er rétt, að deilur hafa jafnan staðið og standa enn bæði um efni snert- andi guðfræði, heimspeki, læknis- fræði og yfirleitt flestar fræði- greinir, og sýna þær aðeins það, að þekkingin er engan veginn eins örugg og óumdeilanleg og pró- fessorinn vill vera láta. Miklum pappír eyðir prófessor Dungal til þess að lýsa sem átak- anlegast og viðbjóðslegast trúar- ofsóknum miðaldakirkjunnar. — Gefur hann í skyn, að kirkjan hafi þar sýnt alveg einstæða grimmd og hrottaskap. En hér er prófessorinn enn nokkur hundruð ár á eftir tím- anum. Slíkar ofsóknir kirkjunn- ar eru fyrir lifandi löngu úr sög- unni. Högg prófessorins algjör vindhögg. Engin tilraun skal hér gerð til þess að verja trúarof- sóknir Inqvisitionarinnar gömlu. Eigi að síður er það blekking, að það hafi verið kirkjan ein sem beitti trúarofsóknum og skoðana- kúgun á liðnum öldum. Róm- versku keisararnir beittu hvað eftir annað viðbjóðslegum ofsókn- um við kristna menn. Ríkisstjórn- ir hafa þrásinnis beitt heilar þjóð- ir ofbeldi og kúgun og pyndað einstaklinga fyrir skoðanir sínar og hneppt þá í fangelsi og f jötra. Þetta veit hvert barn og mann- kynssagan staðfestir það, svo að ekki verður um villzt. En úr því prófessorinn er svona hneikslaður á skoðanakúg- un og ofsóknum miðaldakirkj- unnar, hvers vegna minnist hann þá ekki einu orði á þær ofsóknir, sem átt hafa sér stað á síðustu árum og hann ætti að vita miklu betur deili á? Hversvegna lítur hann sér ekki nær og gerist mannúðarpostulli sinnar eigin samtíðar? Hann veit fullvel um Gyðingaofsóknir Þjóðverja. — Hann veit einnig um líflát og pyndingar pólitískra fanga f fangabúðum bæði í Rússlandi, Þýzkalandi og víðar. Honum ætti einnig að vera kunnugt um stétt- arbræður sína „sem varpað hafa frá sér allri trú“ og gert hafa það að atvinnu sinni og lifibrauði að drepa á „vísindalegan hátt“ tugi þúsunda manna. Hversvegna gengur prófessorinn vendilega fram hjá þessum staðreyndum? Það er af því, að þær passa ekki inn í blekkingakerfi hans. Það er af því, að hér er það ekki kirkjan, sem hægt er að klína sökinni á, heldur þeir sem barist hafa gegn kirkjunni og tekist hefur að veikja svo áhrifavald kristin- dómsins í bili, að þeir hafa getað komið svo viðbjóðslegum ofsókn- um og ofbeldi við. Enda þótt sá sögulegi fróð- leikur, sem prófessorinn hefur tínt saman, sé, eins og sýnt hef- ur verið herfilega misnotaður til þess að gefa blekkingarmynd af kirkju og trú, þá kastar þó tólft- unum, þar sem prófessorinn reynir að leggja eitthvað sjálfur til málanna eða beitir skarp- skyggni sinni til „vísindalegra" ályktana. Glögg dæmi þess er að finna meðal annars í þeim kafla bókarinnar, sem fjallar um sam- anburð á Páli postula og Sigurði sáluga Sigvaldasyni. Sigurður þessi gaf út pésa, þar sem hann meðal annars segir frá því að hann hafi einhverju sinni vestur í Ameríku séð einkennilegt ský á veginum og jafnvel heyrt rödd tala við sig úr skýi þessu. Þessa frásögn telur hinn virðu- legi prófessor næga sönnun þess að Sigurður hafi þá verið haldinn þeim sjúkdómi er sólstingur nefn- ist, en sýnin hafi verið hugar- burður einn stafandi af þessum sjúkleika. Ég tel mig ekki bæran að dæma svona sjúkdómsgrein- ingu. En ég vildi aðeins skjóta því til stéttarbræðra prófessorsins, hvort þeir telji sig svo snjalla í vísindunum, að þeir ti’eysti sér til, án allrar rannsóknar að kveða upp úrskurð um, að maður í fjar- lægri heimsálfu hafi sýkst af nafngreindum sjúkdómi af þeim forsendum einum, að fyrir liggi gömul frásögn hans um, að hann hafi þóttst sjá ský á götunni og heyrt rödd tala við sig. En þótt mörgum kunni að þykja merkilegt, að fjarlægðir milli heimsálfa skuli ekki hindra vís- indajöfurinn Dungal í sjúkdóma- greiningum sínum, þá mun þó hitt þykja enn furðulegra, að hann skuli líka treysta sér til að fullyrða hvaða lasleiki hafi verið að Páli postula austur við Dam- askus fyrir 19 öldum síðan og það því fremur sem hann hefur þar ekki annað að styðjast við en frásögn biblíunnar um sýn Páls hjá Damaskus, en frásögur þeirr- ar helgu bókar telur hann yfir- leitt vera tóma lygi og blekkingar og þær jáfnvel svo freklegar, að hann er engan veginn frá því að fallast á að guðspjöllin séu öll uppspuni frá rótum og Kristur hafi aldrei verið til. Frumlegastar, og mér liggur við að segja vísindalegastar, eru þó ályktanir hans um göngulag postulans. Þær geta áreiðanlega komið öðrum prófessorum þeirr- ar virðulegu stofnunar, sem pró- fessorinn starfar við, til þess að roðna af blygðun. Hér er í raun- inni um nýja „vísindalega að- ferð“ að ræða til þess að afla fróðleiks um útlit og háttalag löngu liðinna manna. Páll post- uli var upphaflega skírður Sál. Hebreska orðið „sál“ hljómar líkt grísku lýsingarorði sem þýðir að vera vaggandi í göngulagi. Af þessu dregur prófessorinn þá á- lyktun að postulinn hafi verið þungur á sér og vaggandi í göngu- lagi!!! Ég er ekki sá málfræð- ingur, að ég treysti mér að full- yrða um þennan nána skyldleika grískrar og hebreskrar tungu, er prófessorinn telur sig hafa fund- ið. Það er til athugunar fyrir Dr. Alexander og aðra okkar færustu málfræðinga. En hitt, að skírnar- nöfn manna, séu gildar heimildir um það hvernig þeir verði í göngu laginu með aldrinum eru algjör- lega „ný vísindi", og sennilega ér

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.