Kirkjublaðið - 04.07.1949, Side 4

Kirkjublaðið - 04.07.1949, Side 4
Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. (1. Jóh. 1. 6). Reykjavík, 4. júlí 1949. Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, sem gjörir vilja föður míns. (Matth. 7. 21). Ály k tanir Prestastefnunnar PRESTASTEFNAN— Framh. af 1. síðu. tölur enganveginn til jafnmik- illar hnignunar í tíðasókn og trúarlífi hér á landi og ýmsir hafa látið í veðri vaka. * Aðalmál prestastefnunnar að þessu sinni var sálgæzla og var það mál aðallega rætt 2. dag prestastefnunnar. Framsögu höfðu þeir séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulsholti og Alfred Gíslason læknir í Reykjavík. Voru erindi þeirra ítarleg og snjöll og vöktu mikla athygli. Kom það skýrt í ljós í umræð- unum um málið, að prestarnir höfðu mikinn áhuga á þessum vandasömu og viðkvæmu mál- um og sáu enn betur en áður hvílík þörf er á því að prestar kynni sér sem allra bezt sálar- fræði og sálsýkisfræði og að sem nánust og bezt samvinna milli presta og lækna um and- lega heilsuvernd fólksins, er bæði æskileg og nauðsynleg í þessum málum. Síðasta og 3. dag prestastefn- unnar var rætt um kirkjuna og útvarpið og samþykktar ýmsar ályktanir og tillögur, er birtast á öðrum stað í blaðin. Prestastefnunni lauk með því, að biskup ávarpaði prest- ana, ræddi um hinar ólíku stefnur, sem nú bæri allmikið á meðal prestanna og vaxandi ágreining þeirra í millum í trú- fræðinni. Hann kvað það út af fyrir sig ekki óeðlilegt að menn greindi á í þessum efnum. Það væri heldur engin ný bóla innan kirkjunnar, hvorki hér á landi né annarsstaðar. En þrátt fyr- ir allan ágreining ættu menn að koma drengilega fram og gleyma því ekki að prestarnir væru allir bræður -og þjónar hins eina Drottins. Það væri ekki fyrst og fremst guðfræði og því síður trúfræðilegar deil- ur, sem þjóðin þarfnaðist nú, heldur þafnaðist hún einingar og aukins starfs allrar kirkjunn- ar þjóna að eflingu trúar og sið- gæðis í anda Jesú Krists. Síðan var gengið til kapellunnar og þar sleit biskup þessari presta- stefnu með ritningarlestri og bæn. Söngmálastjórinn Sigurð- ur Bjxkis lék á orgelið og ungur og einkar efnilegur nemandi hans, Guðmundur Jónsson, söng einsöng. Að síðustu sungu prest arnir sálminn: Son Guðs ertu með sanni. Síðar um kvöldið sátu svo prestarnir boð heima hjá bisk- upshjónunum. Á þessari prestastefnu flutti séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri einkar fróðlegt og merkilegt erindi um áhrif Ras Sjamra textanna á biblíurann- 1. Sálgæzla. Prestastefnan leggur til: 1) Að Kirkjuráð Islands ráði á næsta sumri tvo menn, prest og lækni, til þess að ferðast um landið til að fræða söfnuðina um sálgæzlu og nauðsyn and- legrar heilsuverndar, og verði slíkum ferðum haldið upp í framtíðinni. 2) Að sérstakir prestar verði skipaðir til þjón- ustu við stærstu sjúkrahús sóknir nútímans. Þá fluttu og í sambandi við prestastefnuna opinber erindi í Dómkirkjunni, Dr. Bjarni Jónsson vígslubisk- up og séra Björn Magnússon prófessor. — Vígslubiskupinn nefndi erindi sitt í gær og í dag., en séra Björn talaði um játn- ingarritin og íslenzku þjóð- kirkjuna, Var það erindi mjög fróðlegt og mun verða birt í heild hér í blaðinu. Á miðvikudaginn snæddu prestarnir og konur þeirra há- degisverð að Hótel Borg í boði borgarstjórans í Reykjavík. — Bauð Tómas Jónsson borgarrit- ari gestina velkomna, og mælti mjög hlýlega í garð kirkjunnar. Biskup þakkaði fyrir hönd prestanna og minntist sérstak- lega borgarstjórans, Gunnars Thoroddseft, sem staddur var er- lendis og gat þess vegna eigi verið þarna viðstaddur. Kvað hann samvinnuna milli sín og bæjarstjórnar hafa yfirleitt ver- ið hina ákjósanlegustu að því er málefni kirkjunnar hefði snert, enda hefði borgarstjórinn jafn- an sýnt íslenzku kirkjunni mikla velvild, bæði sem borgar- stjóri og á Alþingi. Prestastefnunni bárust kveðju skeyti frá kirkjumálaráðherra Eysteini Jónssyni, forseta hins íslenzka evangelisk lútherska kirkjufélags í Vesturheimi, séra Agli Fáfnis, séra Valdimar J. Eylands, séra Finni Tuliníus, séra Jónmundi Halldórssyni og ennfremur ávarp frá prófessor Dr. Richard Beck. Enda þótt þessi prestastefna væri tæplega eins fjölsótt og verið hefur hin síðustu ár, hygg ég að hún hafi orðið prestunum að mörgu leyti lærdómsrík. Þar voru rædd mál, sem miklu varða prestana, kirkjuna og raunar þjóðina alla og ýmisleg viðhorf urðu skýrari. Og nú eru prest- arnir að hverfa heim aftur til starfsins á meðal safnaðanna, og góður Guð gefi því starfi sigur. S. V. landsins eftir tillögu biskups. 3) Að efnt verði til samtals- fundar með prestum, læknum og hjúkrunarkonum um sam- eiginleg verkefni. 2. Kirkjan og útvarpið. Um leið og Prestastefnan þakkar samstarfið milli útvarps og kirkju hingað til, telur hún eðlilegt og rétt, að biskup lands- ins hafi framvegis umsjón með messuflutningi í Ríkisútvarp- inu. Ennfremur að kirkjunni verði yfir vetrarmánuðina ætl- aður hentugur tími í útvarpi, þar sem flutt verði erindi kirkjulegs og trúarlegs efnis. Felur Prestastefnan biskupi að ræða við stjórn Ríkisútvarps- ins um það, á hvern hátt, þessu megi verða heppilegast fyrir komið í framkvæmd og skipa að öðru leyti þessum málum í samráði við Ríkisútvarpið á þann veg, er hann telur bezt henta. 3. Skálholt. Prestastefna Islands skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyr- ir því, að á næsta Alþingi verði samþykkt lög um endurreisn Skálholtsstaðar og veitt nauð- synlegt fé til þess að endur- reisa þar dómkirkju og byggja íbúð fyrir væntanlegan vígslu- biskup í Skálholti þannig, að framkvæmdum þessum megi verða lokið eigi síðar en á 900 ára afmæli Skálholts sem bisk- upsseturs, árið 1956. Ennfremur verði unnið að því með lagasetningu í sam- bandi við 400 ára ártíð Jóns Arasonar, að Hólar í Hjaltadal verði framvegis aðsetur vígslu- biskupsins í Hólastifti hinu forna, og komi lögin til fram- kvæmda við næsta vígslubisk- upskjör. 4. Fjölgun presta í Reykjavík, Vegna hins öra vaxtar Reykjavíkurbæjar, telur Presta stefnan bera brýna nauðsyn til þess að prestum verði fjölgað þar, ekki sízt með tilliti til vax- andi þarfar á auknu sálgæzlu- starfi. 5. Kirkjuþing. Prestastefna Isiands skorar- á ríkisstjórnina að hlutast til um að frumvarp það um kirkju- þing fyrir hina íslenzku þjóð- kirkju, sem prestastéttin og Kirkjuráð hafa samþykkt og sent hefur verið kirkjumála- ráðherra, verði lagt fyrir Al- þingi í haust, og væntir þess eindregið að það verði sam- þykkt. IMýstofriaðir kirkjukórar 1. Kirkjukór Borgarsóknar var stofnaður að Borg á Mýrum þann 8. júní síðastl. með 14 með- limum. Stjórn kórsins skipa: Kristján Guðjónsson, Ferju- bakka, formaður. Gunnar Jóns- son, Ölvaldsstöðum, ritari. Guð- finna Einarsdóttir, Bóndhól, gjaldkeri. Organisti og söngstjóri er Guðmundur Jónsson, hrepp- stjóri, Einarsnesi. 2. Kirkjukór Stafholtssóknar var stofnaður að Stafholti þann 9. júní síðastl. með 15 meðlim- um. Stjórn: Bjarni Valen, Svarf- hóli, formaður. Jórunn Jó- hannsdóttir, Neðra-Nesi, ritari. Bjarni Sveinsson, Eskiholti, gjaldkeri. Organisti og söngstjóri: Guð- mundur Jónsson, hreppstjóri, Einarsnesi. — Varaorganisti: •Jóhannes Jónsson, Flóðatanga. 3. Kirkjukór Akrasóknar var stofnaður að Vogi á Mýrum þann 12. júní síðastl. með 11 meðlimum. Stjórn: Sigurður Einarsson, Vogi, formaður. Guðmundur Benediktsson, Ökrum, ritari. Jónas Ólafsson, Hundastapa, gjaldkeri. Organisti: Guðrún Sigurðar- dóttir, Vogi. Kirkjukórasamband Mýraprófastsdæmis Kirkjukórasamband Mýra- prófastsdæmis var stofnað í Borgarnesi þann 14. júní síð- astl. með eftirtöldum kirkju- kórum: Kirkjukór Borgarness. Org- anisti: Stefanía Þorbjarnar- dóttir. Söngstjóri: Halldór Sig- urðsson. Kirkjukór Borgarsóknar. Organisti og söngstjóri: Guð- mundur Jónsson, hreppstjóri, Einarsnesi. Kirk j ukór Staf holtssóknar. Organisti og söngstjóri: Guðm. Jónsson, hreppstjóri, Einars- nesi. Varaorganisti: Jóhannes Jónsson, Flóðatanga. Kirkjukór Akrasóknar. Org- anisti: Guðrún Sigurðardóttir, Vogi. Stjórn sambandsins skipa: Halldór Sigurðsson, Borgar- nesi, formaður. Bjarni Sveins- son, Eskiholti, gjaldkeri. Sig- urður Einarsson, Vogi, ritari. Meðstjórnendur: Guðfinna Ein- arsdóttir, Bóndhól og Guðm. Jónsson, hreppstjóri, Einars- nesi. Trú og þekking Framh. af 3. síðu. lífstríði sínu, að framlimirnir voru stöðugt að lengjast og gera hana um aldaraðir óhæfari til þess að bera sig eftir björginni og forðast gráðuga óvini. Þegar maður því virðir fyrir sér þróunina og sögu hennar, þá er ekki nema um tvennt að velja, annaðhvort að gefast algjörlega upp við að skýra orsakir hennar í verulegum atriðum, eða viður- kenna það hreinskilnislega, að yfii-gnæfandi líkur bendi til að þar sé beinlínis um tilgang að ræða, líkt og þegar vér sjáum vegleg tmusteri smátt og smátt rísa af grunni, þar sem hverjum steini og hverri súlu er skipaður sinn staður í ákveðnum tilgangi samkvæmt vilja og tilgangs- hyggju (púrposive activity) byggingameistarans. Ég held að það sé fjarri því að vera barnaleg rökfærsla að álykta af sköpuninni um skap- arann. Og ég hygg að skynsam- leg hugsun komist ekki fram hjá því að draga þá ályktun af þró- uninni að á bak við hana búi vits munir og vilji, sem stjórna henni í meginatriðum að settu marki, enda þótt hinu skuli ekki neitað að umhverfi, lífskjör og ýms önnur atriði, geti þar og nokkru um valdið í einstökum atriðum. Ég hygg, að þrátt fyrir allar tilraunir vísindanna til þess að leita sinna skýringa á þróun- inni, sé oss enn óhætt og skylt að taka undir með sálmaskáld- inu: Guð, allur heimur eins í lágu og háu er opin bók um þig er fræðir mig. Og hvert eitt blað á blómi jarðar , smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig. Framh. —■——•— Séra Trausti Pétursson skipaður prestur á Djúpavogi Séra Trausti Pétursson í Sauðlauksdal hefir hinn 15. júní verið skipaður sóknarprest- ur í Hofsprestakalli í S.-Múla- prófastsdæmi frá 1. júní þessa árs að telja. Skútusta öapr estakali Umsóknarfrestur um Skútu- staðaprestakall í S.-Þingeyjar- prófastsdæmi var útrunninn hinn 20. júní síðastl. Aðeins einn umsækjandi hefir gefið sig fram, Hermann Gunnarsson, cand. theol. í Reykjavík. Kosn- ing fer væntanlega fram fyrri hluta júlímánaðar.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.