Kirkjublaðið - 31.10.1949, Page 3

Kirkjublaðið - 31.10.1949, Page 3
KIRKJUBLAÐIÐ S Félag fyrrver- andi presia minnisi 10 ára afmælis síns. Sunnudaginn 16. október minntist félag fyrrverandi presta 10 ára afmælis síns. Kl. 11 f. h. mættu prestarnir í skrúða við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni og prédikaði þar séra Jón Guðnason f. prestur að Prestsbakka í Strandaprófasts- dæmi. Þeirri athöfn var útvarp- að. Síðar um daginn komu prest- arnir saman til sameiginlegrar kaffidrykkju og buðu til þess hófs öllum þjónandi prestum í Reykjavík. Var sú samkoma hin ánægj ulegasta og margar ræð- ur fluttar. Meðal annars flutti séra Böðvar B.iarnason f. prest- ur að Hrafnseyri við Arnar- fjörð afmæliskvæði það, sem hár fer á eftir: Vér hefjum söngva saman, bræður góðir, og syngjum glaðir um vor helgu mál, því aftanroðans fögru geisla- glóðir nú gjöra bjart og hlýtt í vorri sál. Þótt ellin láti afl vort fara’ að dvína, og að oss færi skuggahjúpin sinn, þá á hún líka sólskinsbletti sína, er senda fagra geisla til vor iftn. Og þó að fætur fari’ að verða þungir, sér fleygur andinn lyftir hæða til. Vér munum, bræður, aftur verða ungir og aftur megna að sýna verka- skil. Á bak við húmið brosir sól í heiði, og bjartur geisli hingað til vor skín. Þar Drottinn Guð á brautir vorar breiði þá blessun, gleði’ og sælu’ er aldrei dvín. Ennfremur flutti og séra Magnús Bl. Jónsson f. prestur í Vallanesi afmælisljóð. ------------------- Sálmur. Sálmur þessi var sunginn við guðsþjónustu í Dómkirkjunni á 10 ára afmæli fyrrverandi presta 16. okt. 1949. Lag: Konung Davíð, sem kenndi. Húmar að, hallar degi. Heilagi Faðir minn, vegmóðan þjón á vegi varðveitir kraftur þinn. — Hann ég í hjarta finn. — Yfir mig færist friður. Frá þér hann streymir niður líkrtandi’ í líf mitt inn. Tímans þótt æði öldur, engu skal kvíða hér. Þú ert mér skjól og skjöldur skugga’ er að höndum ber. — Gef mér að þóknast þér. — Lýsi mér ljósið bjarta leiðina’ að þínu hjarta. Miskunna sekum mér. Þróttur minn fer að þverra, þó hverfur ekki sýn, ljósið þitt, lífsins herra, ljómar það skært til mín. — Ástin þín aldrei dvín. — í gegnum brim og boða barg mér frá öllum voða heilaga höndin þín. Þú hefur, Guð minn góður, greitt alltaf ferilinn. Þú ert mér þolinmóður, þrátt fyrir breyskleik minn. — I þér eg fögnuð finn. — Höndin þín æ mér hlífi. Hér og í öðru lífi blessa mig, þjóninn þinn. Senn hnígur sól til viðar. Sveipar mig geisli skær. Náðar eg nýt og friðar. Nóttin mun reynast vær. — Allt þetta unun ljær. — Upp rennur aftur dagur eilífur, bjartur, fagur. Dýrð sé þér, Drottinn kær. Sra BöSvar Bjarnason. Héraðsfundur Húna- vatns prófasdæmis Héraðsfundur Húnvatspró- fastsdæmis var haldinn að Blönduósi, sunnudaginn 25. sept. síðastl. og hófst með guðs- þjónustu í kirkjunni, þar sem prófasturinn prédikaði. Fundinn sátu allir prestar prófastsdæmisins nema einn, og ennfremur voru þar mættir safnaðarfulltrúar úr sex sókn- um. Auk venjulegra fundarmála, var allmikið rætt um fjárhag kirknanna í landinu og hver ráð mætti finna til þess að afla kirkjunum nauðsynlegra tekna umfram kirkjugjöldin, sem yfirleitt ekki nægja til sóma- samlegs reksturs og viðhalds kirknanna. drætti, áheitum, kvikmyndasýn- ingum o. fl. Ennfremur að menn leggi fram sjálfboðavinnu vissa sunnudaga á ári til fegrunar og viðhalds kirkjunum. Felur fund- urinn prófasti að skrifa sóknar- nefndum prófastsdæmisins um þetta mál“. Fundinum lauk með því að prófastur flutti kveðjuorð til fundarmanna og bað bænar. 1 sambandi við fundinn sátu fundarmenn kaffiboð hjá sókn- arnefnd Blönduóssóknar að Hótel Blönduósi. ------tí-tÖt-í*-—-- Séra Halldór Johnson. Séra Halldór Johnson. er ver- Var í því sambandi sam- þykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga frá prófasti: „Héraðsfundur Húnavatns- prófastsdæmis, haldinn að Blönduósi 25. sept. 1949, skorar á presta og sóknarnefndir og aðra kirkjuvini að taka til at- hugunar hvaða ráð mætti finna til þess að bæta fjárhag kirkn- anna, og hvort ekki væri rétt að mynda sjóði í sambandi við hverja kirkju, t. d. með happ- ið hefir um mörg undanfarin ár prestur meðal íslendinga vestan hafs, kom hingað til landsins \ síðara hluta sumars til þess að heimsækja vini og ættingja hér heima og til þess að kynnast enn betur bæði landi og þjóð. Hann dvelur í vetur í Vestmannaeyj- | um og stundar þar kennslustörf. Séra Halldór er greindur mað- i úr og víðsýnn, prýðilega máli farinn og ritfær, enda hefir , hann allmikið ritað í blöð og tímarit vestj'a. Séra Sveinn Víkingur: Tm og nútímaþekking. XI. Takmark þróunarinruir. í undanfarandi greinarköfl- um hefi ég sýnt fram á það, að vísindum nútímans hafi með öllu mistekist að sanna það, að efnisheimur sá, sem við störf- um í, hafi til orðið af hendingu. Nýrri rannsóknir á þeim merki- lega heimi einda og öreinda hafa þvert á móti sýnt, að sú tilgáta er hrein og bein fjarstæða. Þær rannsóknir hafa einnig hrakið þá skoðun, sem um skeið naut mikils fylgis meðal vísinda- manna, að heimurinn væri vél- % # gengur, þar sem allt væri o- breytilegum lögmálum háð, ekkert rúm fyrir neina vilja- starfsemi, heldur væri rás við- burðanna fyrirfram bundin svo að engu yrði þar um þokað. Jafnvel svo þung högg hafa efnishyggjunni verið greidd á síðustu árum, að fremstu vís- indamenn nútímans draga full- komlega í efa að nokkurt efni sé til, að minnsta kosti ekki í þeim skilningi sem efnishyggjan hélt fram. Um þróun lífsveranna á jörð gegnir líku máli. Þar hafa einn- ig eldri fullyrðingar orðið að víkja fyrir niðurstöðum nýrra athugana og rannsókna. Þróun- in verður ekki til neinnar hlýtar skýrð sem afleiðing lífsbarátt- | unnar og hinnar hörðu og misk- . unnarlausu samkeppni lífsver- , anna um lífsnauðsynjarnar. — Sterkar líkur benda nú til þess, að að baki allrar þróunarsög- unnar, búi hulinn kraftur, vilji, sem að verulegu leyti hefir leitt þróunina aldaþúsundum saman í áttina að ákveðnu markmiði. Vér vitum ekki hvert lokatak- markið er. Lengi virðist vera að | því stefnt að framleiða æ sam- jsettari líkami og fjölbreyttari, I er samhæfist sem bezt því um- hverfi sem þeir eru í, og þeim aðstæðum, sem þeir starfa við. Skynfærin verða til eitt af öði’u, ^ og jafnframt þeirri þróun tekur ^að koma í ljós vaxandi vit og diæfileiki til hugsunar og álykt- ana. Með tilkomu mannsins virðist hámai'ki líkamsþróunarinnar vera náð. Vit og hugsun nær yfirtökunum þannig að líkam- inn verður æ minna og minna háður umhverfinu. Maðurinn |tekur að skapa sér sjálfur fleiri og fjölbreytilegri tæki til þess að auðvelda sér lífsbaráttuna og gera sig minna og minna háðan umhverfi sínu og þeim ytri aðstæðum, sem hann á við að búa hverju sinni. Og sam- jhliða þessu tekur svo maðurinn að verða'það sem nefnt er sið- gæðisvéra. Hann tekur að greina milli góðs og ills á aðra lund en skepnan gjörir. Hann greinir á milli góðs og ills á sið- rænan hátt. Hjá honum vaknar trúartilfinning og tilbeiðsluþrá. Hann lærir að setja sér fjarlæg og háleit markmið til að keppa að. Hann tekur að reyna að gjöra sér grein fyrir því hvert líf hans eigi að stefna og hann lætur sér ekki nægja að hugsa eingöngu um þetta stutta og stopula jarðlíf, heldur einnig um hitt hvað við muni taka er líkamslífinu lýkur. Hjá honum vaknar meira og minna ljós trú um framhald lífsins og jafnvel um það, að hann sé gæddur ó- dauðlegri sál, er eigi fyrir hönd- um eilífan þroska í öllu því sem fagurt er, satt og gott, ef hann sjálfur leggi’ sig allan fram til þess að stuðla að slíkum þroska. Og hann trúir því að einmitt þetta sé vilji og ætlun þess ei- lífa Guðs, sem gaf honum lífið með öllum þess miklu gæðum og mörgu möguleikum. Allt þetta, sem nú hefi ég nefnt, eru harla athyglisverðir hlutir hverjum hugsandi manni, og geta gefið okkur nokkrar bendingar um það, hvert þróun mannsins í nútíð og framtíð er ætlað að stefna. Hún á að verða fyrst og fremst siðræn þróun. Maðurinn á að taka stöðugum framförum í réttlæti, sannleiks- ást, drengskap, kærleika — leit- ast við að verða fullkominn eins og himneski faðirinn er full- kominn — eins og Kristur orð- ar það: En í þessu sambandi er eitt veigamikið atriði, sem ekki má gleymast. Siðferðilegum þroska eða fullkomnun er ekki hægt að öðlast nema fyrir frjálst val mannsins sjálfs. Það getur ekk- ert ytra vald hvorki á himni né jörðu gjört þig að siðferðilega fullkominni veru. Vér getum að vísu sagt, að alfullkominn Guð gæti skapað slíka veru, sem hefði í sér fólgnar allar eigindir hinn- ar alfullkomnu veru — væri sköpuð fullkomin. En maður- inn eins og hann nú einu sinni er, ófullkominn, hrösull og breyskur. Hvernig er unnt að gera hann siðferðilega fullkom- inn, svo að hann ætíð hugsi, tali og breyti rétt? Það kynni að vera mögulegt ‘að hindra hann frá því að breyta nokkru sinni rangt — gera honum allt val í þeim efnum ómögulegt. En væri hann þá orðinn fullkominn? Er það dyggð að segja satt, ef manni er gert það bókstaflega ómögulegt að ljúga? Er það sið- ferðileg fullkomnun að breyta rétt vegna þess eins að engin tök eru framar á því að gera það, sem rangt er? Nei, siðferðilegur þroski mannsins og fullkomnun bygg- ist á frjálsu og ábyrgu vali mannsins á milli góðs og ills. Án þess að eiga kost á slíku vali, getur maðurinn ekki öðlast siðferðilegan þroska eða síð- ræna fullkomnun. Án slíks vals er hann aðeins verkfæri og óá- byrgur orða sinna og athafna. Það er ekki hægt að ásaka ham- arinn fyrir höggið, heldur þann sem hamrinum stjórnar. Og það er fjarstæða og með öllu ósiðrænt að krefja nokkurn ábyrgðar fyrir það, sem honum ekki er sjálfrátt. Valfrelsið er því undirstaða alls siðgæðis og án þess er hvorki hægt að tala um ábyrgð manna né skyldur. Mér virðast öll skynsamleg rök hníga til þeirrar áttar, að þróun mannsins sé ætlað að stefna til aukins siðræns þroska, og að jafnframt séu og hafi ver- ið að skapast hin innri skilyrði þess, að slík þróun sé möguleg. Þ. e. a. s. aukið vit, siðaskyn og’ vaxandi valfrelsi, eftir því sem maðurinn eygir fleiri leiðir til þess að velja á milli. Og síðast en ekki sízt er það trú og opin- berun, sem lýsir honum, laðar hann, hvetur hann og hjálpar honum til þess að sjá hið góða og sanna og velja rétt. En ef þetta er rétt, þá er stærri ábyrgð lögð okkur mönn- um á herðar, en við í fljótu bragði gerum okkur grein fyrir. Þá er um hvorki meira né minna að ræða en það, að Guð hefir í meginatriðum fengið okkur sjálfum í hendur yfirráðin yfir þróun okkar á þessari jörð. Við berum ábyrgðina á því hvernig hún verður í höfuðdráttunum, undir okkur sjálfum er það komið hvaða stefnu við tökum, bæði einstaklingar og þjóðir. Undir okkur sjálfum er það komið hvort við steypum sjálf- um okkur og öðrum út í vax- andi ógæfu, eymd, volæði og þjáningar, eða hvort vér kjós- um að verða samverkamenn Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.