Kirkjublaðið - 31.10.1953, Side 2

Kirkjublaðið - 31.10.1953, Side 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ Dr. Sigurgeir Sigurðsson umfangsmeira en áður. Ýmsir sjóðir á vegum þess hafa stór- lega eflst og þeim fjölgað mjög. Skiftir tala þeirra nú hundruð- um. Þegar biskup tók við starfi, fylgdi embættinu enginn bústað- ur fyrir biskup, eða húsrúm fyrir skrifstofur. Nú hefir verið komið upp allmyndarlegu bisk- upssetri og skrifstofu embættis- ins tryggt sæmilegt og rúmgott húsnæði í skrifstofubyggingu ríkisins í Arnarhváli. — Þá gekkst og biskupinn fyrir því, að stofna blað, Kirkjublaði'ð, er helgað skyldi málefnum kirkj- unnar. Hóf það göngu sína 1943 og hefir komið út síðan. Var biskupinn bæði eigandi þess og ábyrgðarmaður, og ritaði í það fjölda greina. Enn er skylt að geta þess, að í biskupstíð herra Sigurgeirs hefir samband íslenzku kirkj- unnar við kirkjur annarra þjóða stórlega eflst og aukizt, og ís- lenzka kirkjan gjörzt aðili að ýmsum kirknasamtökum. Hefur kirkjunum að þessu öllu orðið mikið gagn og styrkur. Síðari hluta vetrar 1944 fór biskupinn til Vesturheims, sem fulltrúi íslands á 25. þing Þjóð- ræknisfélags Vestur-íslendinga. Var hann í þeirri ferð í fulla þrjá mánuði, ferðaðist víða með- al landa vestra og knýtti þau sterku bönd á milli íslenzku kirknanna vestra og móður- kirkjunnar hér, sem leitt hefir til aukins samstarfs og kynn- ingar síðan, er orðið hafa til gagnkvæmrar blessunar. Hann tók og virkan þátt í samstarfi Norðurlandakirkn- anna, sat biskupafundi Norður- landa nokkrum sinnum og átti sæti í stjórn Kirknasambands Norðurlanda. Hann sat meðal annars hið mikla kirkjuþing í Lundi, þar sem gengið var frá stofnskrá fyrir Heimssamband lutherskra kirkna (Lutheran World Federation), en íslenzka kirkjan gerðist meðlimur þess sambands og hefir verið það síðan. Loks vann hann að því, að efla samband íslenzku kirkj- unnar við ensku kirkjuna og sat hið mikla Lambeth-kirkjuþing í boði erkibiskupsins af Kant- araborg. Hér er aðeins drepið á fátt eitt af störfum hins látna bisk- ups. Rúm blaðsins leyfir ekki að rekja þau til nokkurrar hlít- ar. Verður hér að sleppa meðal annars að ræða um ferðalög hans innanlands, visitazíuferðir hans um flest prófastsdæmi landsins, skólaheimsóknir hans, og ferðir hans til þess að vígja kirkjur eða taka þátt í kirkju- legum hátíðahöldum, víðsvegar um landið. En þetta átti ekki sízt sinn stóra þátt í því, að þjóðin elskaði hann og virti og gleymir honum aldrei. í för hans til Ameríku 1944, sem áður er getið, var honum sýnd margvísleg sæmd. Meðal annars var hann kjörinn doktor við háskólann 1 N. Dakota og ennfremur heiðursdoktor í guð- fræði við Wagner háskólann í New York. Hann hefir og verið sæmdur mörgum heiðursmerkj- um, bæði innlendum og erlend- um. Hinn 17. nóvember 1917 kvæntist hann frú Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, hinni mikilhæf- ustu og ágætustu konu, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust fjögur böm, og eru þau þessi: Síra Pétur, sóknarprestur á Ak- ureyri, kvæntur Sólveigu Ás- geirsdóttur, Sigurður, bankarit- ari í Reykjavík, kvæntur Pálínu Guðmundsdóttur, Svanhildur, ritari í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu og Guðlaug, er lok- ið hefir prófi úr húsmæðra- kennaraskólanum, en nú starfar í Útvegsbankanum í Reykjavík. Jarðarför biskupsins fór fram miðvikudaginn 21. október og var ein sú virðulegasta og fjölmennasta, er sézt hefir hér á landi. Ríkisstjórn Islands óskaði eftir því, að ríkissjóður kostaði útförina en Ríkisútvarpið heiðr- aði minningu biskupsins með því að útvarpa og endurvarpa athöfninni, bæði heima á bisk- upssetrinu og í Dómkirkjunni. Um kl. 1 e. h. tók fólkið að safnast að biskupssetrinu og taka sér stöðu umhverfis það og í næstu götum. En kl. 1.30 hófst húskveðja. Karlakór Reykjavík- ur söng sálminn: Ég lifi og ég veit hve löng er mín bið. Þá flutti biskupsritari, séra Sveinn Víkingur, húskveðju. Eftir það söng karlakórinn sálminn: Kall- ið er komið. Bekkjarbræður hins látna biskups báru kistu hans út af heimilinu og hinn fyrsta spölinn að heiman, en þá tóku við frímúrarabræður og báru kistuna að kirkju, en á undan fóru nemendur guðfræði- deildar Háskólans, en síðan nær eitt hundrað prestar, skrýddir hempum og gengu tveir og tveir saman á undan kistunni, en á eftir fylgdu biskupsekkjan á- samt börnum sínum og tengda- dætrum og nánustu ættingjar, en síðan mannfjöldinn. Lúðra- sveit lék sorgarlag á meðan hin stóra fylgd þokaðist til kirkj- unnar. Prestar báru biskup sinn inn í Dómkirkjuna, en á meðan lék dómkirkjuorganistinn, dr. Páll Isólfsson, á orgelið tónverkið: Óður til íslenzkrar tungu. Hvert sæti Dómkirkjunnar var skipað, en auk þess stóð mikill fjöldi manns inni í kirkj unni og í and- dyrum hennar. En úti fyrir kirkjunni skipaðist mannfjöld- inn í raðir og hlýddi á það, sem fram fór í gegn um hátalara, er komið hafði verið fyrir úti. Við- staddir kirkjuathöfnina voru forsetahjónin, sendiherrar er- lendra ríkja, ríkisstjórn og al- þingismenn. Dómkirkjukórinn söng sálm- inn: Ég kveiki á kertum mínum, eftir þjóðskáldið Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi, en síðan las dómkirkjupresturinn, séra Ósk- ar J. Þorláksson, valda ritning- arkafla og bænarorð, en á milli söng Dómkirkjukórinn tvö síð- ustu erindi sálmsins: Vertu hjá mér, halla tekur degi. Að því búnu lék strokkvartett Maríu- bæn eftir dr. Pál Isólfsson. Dómprófasturinn, séra Jón Auðuns, flutti líkræðuna, en að henni lokinni söng kórinn sálm- inn: Lofið Guð, ó lýðir, göfgið hann, en þann sálm lét biskup- inn ávalt syngja, er hann fi-am- kvæmdi prestsvígslur. Næst flutti formaður Prestafélags ís- lands, Ásmundur Guðmundsson prófessor, ávarpsorð og kveðjur í nafni prestastéttarinnar, er lauk með hinni drottinslegu blessun. Þá lék Þórarinn Guð- mundsson kveðjulag frímúrara, á fiðlu, við undirleik dr. Páls ísólfssonar, en kirkjukórinn söng sálminn: Virztu Guð, að vernda og styrkja vora þjóð og gef oss frið. Kirkjuathöfninni lauk með því, að sunginn var þjóðsöngur- inn: Ó, Guð vors lands. Úr kirkju bar kistuna ríkisstjórn Islands og skrifstofustjórar kirkjumálaráðuneytisins og at- vinnumálaráðuneytisins. — Var síðan haldið af stað áleiðis til kirkjugarðsins vestur á mel- unum, þar sem hinum látna biskupi var búin hinnsta hvíla. Fyrir líkfylgdinni fóru lög- reglumenn og báru merki, en næstir gengu skátar með sorg- arfána í höndum, þar næst kom fylking prestanna, en þá lík- vagninn og síðan hin fjölmenna líkfylgd. Nemendur guðfræði- deildar Háskólans báru kistuna hinnsta spölinn að gröfinni. Dómprófasturinn jarðsöng, en lúðrasveit lék sorgarlag, og við gröfina söng Karlakór Reykja- víkur valin erindi úr sálminum: Allt eins og blómstrið eina. Þenna dag skiftust á í höfuð- staðnum skin og skúrir. Svo var og í hjörtum fólksins. I gegnum ský saknaðar og harma, ljómaði sól hinna æðstu vona og birtu þeirra fögru minninga, sem þjóðin á og geymir um sinn ást- sæla biskup. Mikill fjöldi samúðarkveðja barst biskupsekkjunni, þar á Líkfylgdin í Lækjargötu á leið til Dómkirkjunnar.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.