Kirkjublaðið - 31.10.1953, Blaðsíða 6
6
KIRKJUBLAÐIÐ
Ávarps- og kveðjuorð
Flutt í nafni prestastéttarinnar og Prestafélags fslands
af Ásmundi Guðmundssyni prófessor.
í nafni Prestafélags íslands
vil ég mæla hér nokkur þakkar-
orð til biskups vors látins, dr.
Sigurgeirs Sigurðssonar.
Margt er hér að þakka.
En ég tel þó aðeins fátt, það
er mestu varðar frá mínu sjón-
armiði.
Biskupinn var gæddur lista-
mannseðli, og sérstaklega var
það hljómlistin eða sönglistin,
sem hann unni. Hann vissi það,
að hún túlkar oftast betur en
allt annað tilfinningar hjartans
og hún er vegur milli himins og
jarðar. Fyrir því felldi hann
fagran söng og hljómlist inn í
kirkjulegar athafnir, er hann
framkvæmdi, svo sem við prests
vígslu. Hrifning fór um hugina,
er kirkjan ómaði öll: Sanctus.
Sanctus. Og hann vildi, að fagur
safnaðarsöngur yrði sem ríkast-
ur þáttur í guðsþjónustum
kirkju vorrar um land allt.
Hugsaði hann um það vakinn og
sofinn, hvernig svo mætti verða.
Og hann sá leið til þess, sem
aðrir höfðu ekki séð, og gerðist
brautryðjandi.
Söngflokkar mynduðust við
kirkjurnar, fleiri og fleiri, og
hafa prestarnir eignazt við það
fjölda samstarfsmanna. Mun
kirkjusöngur nú orðinn miklu
betri hér á landi en hann hefir
nokkru sinni verið fyrr eða síð-
ar. Guð hefir blessað svo þetta
starf biskups vors, að það hefir
líklega orðið þar giftudrýgra en
allra annarra biskupa á Islandi.
Að minnsta kosti má í þeim
efnum setja nafn hans við hlið
nafni Jóns Ögmundarsonar.
Biskup leitaðist einnig við
það af alefli að bæta aöstöðu
prestanna til þess að vinna sem
mest og bezt kristni og kirkju.
Áhugi hans, eljan og þraut-
seigja var meiri en allra ann-
arra, sem sem ég hefi kynnzt.
Hann þekkti af eigin raun
starfskjör prestanna og vildi
bæta þeim það, sem hann hafði
sjálfur farið á mis við. Hann
gerði vissulega það, sem í hans
valdi stóð. Og honum varð mjög
mikið ágengt. En þegar á móti
blés og seinna gekk en hann
vildi, eða alls ekki, þá varð það
honum þung raun, jafnmiklum
kappsmanni. Eru ekki einnig
allar hans andvökunætur þakk-
arefni? Fyrir fáum árum sagði
vinur hans í prestastétt eitthvað
á þessa leið um hann: Hann
berst fyrir okkar prestana eins
og hetja og mun halda áfram að
berjast, unz hann hnígur í sína
gröf. — Nú mega menn sjá, hve
þetta er satt.
Heimili sitt vildi hann gefa
öðrum með sér. Það fór vel á
því, að húsið hans skyldi heita
Gimli. Þar byggðu dyggvar
dróttir, og þar var yndis að
njóta. Engin girðing er um-
hverfis blettinn fyrir framan
húsið. Allir, sem vilja, geta
gengið um hann uppi við húsið.
Ég hygg, að biskupnum hafi
ekki verið það fjarri, sem segir
um biskupinn í Vesalingunum,
að hús hans stæði opið dag og
nótt, svo að hver sá mætti koma
þangað inn, er væri hrelldur í
hug og hjálpar þurfi, hvenær
sem væri. En einkum vildi hann,
að heimilið laðaði prestana að
sér. Og þar stóð hann með opinn
vinarfaðm, eins og faðir eða
bróðir, og bauð oss velkomna
með svo hlýju handtakí, að
aldrei gleymist. „Lítið á þetta
heimili eins og ykkar heimili“,
sagð hann oft. Og það voru
sannarlega ekki orðin tóm.
Heldur tókst þeim hjónum að
gjöra biskupsgarðinn að sam-
eiginlegu heimili prestastéttar-
innar, þeim til styrks og sálu-
bótar, og lagði þaðan ylríka
strauma um land allt, kristni-
lífi þjóðarinnar til ómetanlegrar
blessunar.
Og með starfsævi sinni gaf
biskupinn prestastétt íslands
fagurt fordæmi, sem lengi mun
í minnum haft. Hann kunni
aldrei að hlífa sér við nokkurt
starf, svo að mér kom oft í hug,
að við hann ættu orðin, sem
sögð voru fyrr um Tómas Sæm-
undsson, að hann hefði verið
ólmur maður. Hann varð prest-
unum áskorun um það, að leggja
sig alla fram í starfinu fyrir
kirkjuna. Hann var líkrar skoð-
unar og Nathan Söderblom, er
hann mælti til prestanna, sem
hann var að vígja: „Þér eigið að
slíta yður út, en hægt og hægt“.
Sigurgeir biskup gjörði hið
fyrra, bæði innan lands og utan,
og þar var hann nýlega kosinn
forseti í stjórn Kirknasambands
Norðurlanda. En hinu síðara
hlýddi hann ekki. Hann sleit sér
ekki út hægt og hægt, heldur
hratt. Þegar á hann var kallað,
var hann alltaf viðbúinn að
koma. Hann sinnti öllu, jafnt
bæði stóru og smáu, unz hann
gat ekki meir. Æ, hvað sagði
ég? Hvað er stórt og hvað er
smátt í raun og veru? Er það
ekki flest eða allt með einhverj-
um hætti mikilvægt ? Mér fannst
biskupinn benda oss með dæmi
sínu á sannleiksboðskap Frels-
arans, um að týna lífi sínu —
og finna það. Hvílíkt þakkarefni
er það!
En meir en öll störf biskups
viljum vér þakka það, er hann
sjálfur var oss: Einarður,
djarfur, heilhuga, góðhjartaður,
ástúðlegur og barnslega hrifinn
og glaður — lærisveinn Krists,
sem ekki deyr, eins og komizt
er að orði í Jóhannesarguð-
spjalli um lærisveininn elskaða.
Já, hversu margt er það í Heil-
agri Ritningu, sem mun minna
oss á hann:
Biskupsvígslutexti hans, er
hér var lesinn áðan:
„Vísa. mér vegu þína, Drott-
inn, kenn mér stigu þína. Lát
mig ganga í sannleika þínum og
kenn mér, því að þú ert Guð
hjálpræðis míns, á þig vona ég
liðlangan daginn“.
Eða orðin:
„Til er sá vinur, sem er trygg-
ari en bróðir“.
Eða:
„Verið í bróðurkærleikanum
ástúðlegir hver við annan ....
verið ekki hálfvolgir í áhugan-
um, verið brennandi í andanum.
Þjónið Drottni; verið glaðir í
voninni . . . staðfastir í bæninni
. . . stundið gestrisni".
Eða áminningin um Guðs rík-
is starfið, sem lýsir honum bezt:
„Ver allur í þessu“.
Já, vér þökkum, hver hann
var.
En í dýpstum skilningi þökk-
um vér það allt ekki honum,
heldur Guði, sem gaf. Frá hon-
um er það komið og nú horfið
aftur til upphafs síns.
Hann gefi yöur af rikdómi
dýrðar sinnar aö styrkjast
fyrir anda sinn aö krafti hiö
innra með yður, til þess að
Kristur megi fyrir trúna búa
í hjörtum yðar og þér verða
rótfestir og grundvallaðir í
kærleika . . .
(Ef. 3.16)
1 dag gangið þið, kæru ungu
vinir, út í lífsstarf ykkar, með
hátíðlegum hætti. Hér verða
tímamót í lífi ykkar. Kvödd eru
æsku- og undirbúningsár. Þar
er margs að minnast, sem við-
kvæmt er að skilja við. Lífið
er oft auðugt, fagurt og heill-
andi á þeim árum og þá gefast
oss ýmsar gjafir, sem endast
lífið allt. Ég veit, að þakkarefni
ykkar við fortíð ykkar eru ó-
endanleg, þakkarefni við Guð,
hinn ástríka föður, fyrir gjafir
hans, þakkarefni við hann, sem
hjálpaði, studdi og leiddi. Þessi
dagur knýtir ykkur þannig föst-
um böndum við fortíðina — við
ástvinina heima á árum bernsk-
unnar, fræðara, félaga og vini.
Þessi dagur tengir ykkur þeim
öllum fastar í kærleika og þökk.
Klukkur helgidómsins hljóm-
uðu, er þið komuð hingað í
morgun. Jafnframt því sem þær
kölluðu ykkur og oss öll til þess-
arar vígsluhátíðar, hringdu þær
inn hið nýja tímabil, sem er að
Ó, blessuð stund, er burtu
þokan líður — er fundir verða
á feginsdegi og vér fáum aftur
að sjá vorn hjartans vin. Þá
munum vér einnig minnast
þessa dags og fagna, að sárs-
auki hans er liðinn hjá.
Vér þökkum þér, biskup, Sig-
urgeir Sigurðsson, en fyrst og
síðast, síðast og fyrst þökkum
vér Guði fyrir þig.
Vér kveðjum þig með fyrir-
bæn fyrir sjálfum þér og ávexti
alls góðs, er þú sáðir. Verði sá
ávöxtur á komandi tíð í góðri
jörð að þrítugföldu, sextugföldu
og hundraðföldu.
Verði gróandi þjóðlíf með
þverrandi tár,
sem þroskast á Guðs ríkis
braut.
Algóður Guð vaki yfir kristni
Islands og leiði hana til sigurs
um aldir alda.
Eilíft ljós hans lýsi anda þín-
um í æðra heimi.
Drottinn sé með þér og ást-
vinum þínum.
Tak þú — og þér öll blessun
Drottins.
Drottinn blessi þig . . .
hefjast í lífi ykkar. Þær kölluðu
ykkur umfram allt til þjónustu,
til hinnar helgustu þjónustu á
jörðu, til starfsins í víngarði
heilagrar kirkju, kirkju Jesú
Krists. Óskir, vonir og bænir
vina ykkar og fjölda margra,
sem þið ekki vitið um, fylgja
ykkur út í hið mikla og ábyrgð-
arríka starf, sem þér takist á
hendur í dag.
Það er kirkjan, sem kallar.
Þeir eru orðnir margir, sem far-
ið hafa héðan frá þessu altari
út í hið veglega starf. Og marg-
ir þeirra hafa reynzt einlægir og
sannir þjónar og komið mörgu
og fögru til leiðar í íslenzku
þjóðlífi. Fyrir þeirra starf varð
bjartara og betra yfir vegum
þjóðarinnar. Þeir urðu eigi að-
eins merkisberar hinna fegurstu
og æðstu hugsjóna og boðendur
þess boðskapar, sem mesta
blessun hefir flutt mannkyninu.
Þeir komu líka þangað sem ljóss
var vant, þangað, sem mennirn-
ir sátu í myrkri og skuggum
dauðans. Og fyrir þeirra starf
og fyrir hina framréttu bróður-
hönd varð mörgum léttara um
ganginn, en ella hefði orðið. Is-
lenzka þjóðin finnur það öll, _að
hún stendur í þakkarskuld við
þjóna kirkjunnar, lífs og liðna,
enda þótt þeir gætu ekki allir
Framh. á næstu síðu.
VÍGSLURÆÐ A
Flutt í Dómkirkjunni í Reykjavík 4. október 1953 við
prestsvígslu guðfræðikandidatanna, Árna Sigurðssonar og
Braga Reynis Friðrikssonar.
Þetta er síðasta ræðan, sem biskupinn dr. Sigurgeir
Sigurðsson flutti í Reykjavík.