Kirkjublaðið - 31.10.1953, Blaðsíða 8
Innan skamms rrvun heim-
urinn ekki sjá mig framar, en
þér munuð sjá mig, því aö ég
lifi og þér munu'ö lifa.
(Jóh. 14. 19).
En nú varir trú, von og
kærleikur, þetta þrennt, en
þeirra er kærleikurinn mest-
ur.
(I. Kor. 13. 12).
Laugardagur 31. október 1953.
Gjafir og áheit
Kirkjustaðir...
Framh.
21. Fljót. I Kirknaskrá Páls
biskups er talin kirkja á Fljóti,
en eigi verður með vissu vitað
frekari deili á þeim stað. Páll
biskup þræðir í skránni all ná-
kvæmlega röð kirkjustaðanna.
Er Fljóti þar skipað næst eftir
Skúmstöðum, en þá Vestmanna-
eyjar og síðan kirkjurnar í
Fljótshlíð og byrjað innst, þ. e.
á Eyvindarmúla. Þar sem Vest-
mannaeyjum er hér skotið inn í
á milli, ætti Fljót að vera annað
hvort vestast í Landeyjum eða
innst í Fljótshlíð. Nú er mér
ekki kunnugt um bæ í Landeyj-
um með þessu eða líku nafni.
Hinsvegar heitir innsti bær í
Fljótshlíð Fljót. Þykir mér ekki
með öllu ósennilegt að þar hafi
verið kirkjustaður til forna,
þótt eigi finnist þess getið í
fomum bréfum annarsstaðar.
Önnur handrit af Kirknaskrá
Páls biskups benda á, að línu-
brengl hafi átt sér stað og að
með orðinu Fljót sé ekki átt við
neinn kirkjustað, heldur Mark-
arfljót sjálft.
22. Eyvindarmúli. Þar var
Jóns kirkja postula og átti sem
svaraði prestsskyld í heima-
landi. Er kirkjunnar getið þeg-
ar um 1200. Þaðan var sungið
annan hvern helgan dag að
Hlíðarenda. — Nokkru eftir
siðaskiptin voru Eyvindarmúla-
Hiíðarenda- og Teigssóknir
sameinaðar í eitt prestakall, er
nefndist Fljótshlíðarþing. Þetta
kall er síðan með lögum 1880
sameinað Breiðabólsstað, en
með landsh.br. 18. nóv. 1896
eru Teigs- og Eyvindarmúla-
kirkjur lagðar niður og Hlíðar-
endi gjörður að kirkjustað fyr-
ir báðar sóknirnar, en þar
hafði þá verið kirkjulaust um
skeið, eða frá 1802.
23. Hlíðarendi. Þorlákskirkja
og átti 20 hundruð í heimalandi.
í Vilchinsmáldaga 1397 Hlíðar-
endakirkju segir, að þar skuli
syngja hvern helgan dag, en í
máldaga Eyvindarmúlakirkju,
sem talinn er frá sama tíma,
er sagt, að Eyvindarmúlaprest-
ur skuli syngja að Hlíðarenda
annan hvern helgan dag. Er
því annað hvort, að kirkjan
hefir orðið hálfkirkja um þetta
léyti, eða að henni hefir að
hálfu verið þjónað frá Teigi og
hefir þá Hlíðarendakirkjasenni-
lega ekki orðið hálfkirkja fyrr
en um siðaskipti. Með bréfi 15.
apríl 1724 er hún gerð að þriðj-
unga kirkju og 23. apríl 1802
er hún með öllu lögð niður og
sóknin sameinuð Teigssókn.
Þessu er síðan snúið gjörsam-
lega við árið 1896, er Teigs-
og Eyvindarmúlakirkjur eru
báðar niður lagðar og kirkja
fyrir báðar þær sóknir endur-
reist á Hlíðaronda.
24. Teigur. Maríukirkja var
þar og átti þriðjung heimalands
og að auki þriðjung í Butralda-
stöðum. Þangað lágu sjö bæir
og voru bænhús á þrem þeirra,
en eigi er getið á hvaða bæj-
um bænhús þessi stóðu. Kirkj-
unnar er fyrst getið í kirkna-
ski’á Páls um 1200. Samkvæmt
máldögum í kaþólskum sið áttu
þar að vera bæði prestur og
djákn. Teigskirkja var, eins og
áður getur, lögð niður ásamt
Eyvindarmúlakirkju árið 1896,
en kirkja reist á Hlíðarenda
fyrir báðar sóknirnar.
25. Kirkjulækur. Þar setti
Oddgeir biskup Þorsteinsson
kirkju árið 1371. Var það Þor-
lákskirkja og átti tíu hundruð í
heimalandi. Þetta var hálf-
kirkja aðeins og þangað sungið
annan hvern helgan dag, senni-
lega frá Breiðabólsstað. Kirkju-
lækjarkirkja stóð fram yfir
siðaskipti, en hefir að líkind-
um lagzt af um eða fyrir 1600.
26. Vatnsdalur. Kirkja þar
er nefnd í Gíslamáldaga laust
eftir 1570, en hefir vafalaust
aðems verið hálfkirkja eða
fjórðungskirkja og þjónað frá
Breiðabólsstað. Máldagar fyrir
kirkiu þessa eru ekki til og
virðist hún hafa fljótlega
hrörnað niður í bænhús. Árni
Magnússon segir bænhús stand-
verið embættað frá Breiðabóls-
andi í Vatnsdal og hafi þar
stað „fyrir fjórtán árum“, þ. e.
um aldamótin 1700.
26. Ey í Landeyjum. Þar var
Péturskirkja og átti tíu hudruð
þangað sungið annan hvern
dag helgan. Kirkjunnar er ekki
getið í Gíslamáldaga um 1570
og hefir því sennilega lagzt
niður um eða fyrir siðaskiptin.
27. Lambey. Þar mun verið
hafa Maríukirkja og átti tíu
hundurð í heimalandi. Var það
hálfkirkja og þangað sungið
frá Breiðabólsstað annan hvern
helgan dag. Fyrsti máldagi
í heimalandi. Var kirkjan út-
kirkja frá Breiðabólsstað og
hennar er frá um 1371. Kirkj-
unnar er ekki getið í Gísla-
máldaga laust eftir 1570 og
virðist þá vera úr sögunni.
28. Þorvarðsstaðir er nú
munu nefndir Torfastaðir.
Þar var Maríukirkja og átti tíu
hundruð í landi. Var hálfkirkja
aðeins og þjónað frá Breiða-
bólsstað. Kirkjunnar er ekki
getið í Gíslamáldaga og hefir
því að líkindum horfið úr sögu
um eða jafnvel fyrir siðaskipti.
Á tímabilinu 1. júlí til 1.
okt. s.l. hefir í biskupsskrif-
stofunni verið veitt móttaka
þessum gjöfum og áheitum.
I. Strandarkirkja.
N. N. kr. 30,00; F. kr. 10,00;
kjósandi á Norðf. kr. 50,00;
N. N. Bíldudal kr. 100,00; Elías
Hallgrímsson kr. 50,00; frá
Akranesi kr.. 100,00; ón. kr.
5,00; S. Þ. kr. 30,00; Á.Þ.G.B.
kr. 45,00; M. J. Vestfjörðum
kr. 20,00; í. S. Neskaupst. kr.
100,00; S. J. kr. 25,00; J. E.
kr. 25,00; Á. H. J. kr. 100,00;
J. F. kr. 100,00. Afhent af
Morgunblaðinu kr. 9.142,00;
E. Ó. kr. 150,00; Unnur kr.
50,00; Ó. D. kr. 50,00; S. Guð-
munds. kr. 100,00; J. K. kr.
100,00; F. J. kr. 40,00; E. J.
kr. 50,00; M. J. kr. 50,00; Þ.
G. kr. 100,00; N. N. kr. 100,00;
ón. kr. 100,00. Þ. J. Kornsá kr.
100,00; X kr. 200,00; B kr.
50,00; J. H. kr. 50,00; ón. kr.
25,00; B. Ó. kr. 100,00. Hey-
þurrkunarm. kr. 50,00, Hrefna
kr. 110,00; N. N. kr. 100,00.
G. J. kr. 10,00, N. N. kr. 10,00.
S. H. kr. 30,00. Afhent af Mbl.
kr. 11.785,00; B. Ós. kr. 100,00;
G. H. S. S. S. kr. 50,00; ón.
Þórshöfn kr. 50,00; K. L. kr.
20,00; H. K. kr. 150,00; ón.
kr. 100,00; G. J. S. kr. 100,00.
Einar Bergsteinsson kr. 100,00;
kr. 100,00; Guðbj. G. Patreksf.
kr. 100,00; V. E. kr. 20,00;
ungur piltur kr. 100,00. N. N.
Hólmavík kr. 100,00. R. E. kr.
50,00; afhent af Tímanum kr.
310,00; V. kr. 55,00. R. Hólma-
vík kr. 10,00; J. J. kr. 50,00;
ón. kr. 50,00; gamalt áheit kr.
50,00; Emanúel kr. 30,00;
Júlíus kr. 50,00; E. J. B. kr.
50,00; kona kr. 200,00; Guðl.
Jóh.d. Ólf. kr. 100,00; gömul
kona kr. 30,00; X kr. 50,00;
M. M. kr. 30,00; M. F. V. kr.
110,00; G. J. kr. 50,00; ón. kr.
200,00; Sig. Friðsteins. River-
ton ki*. 354,66; ón. kr. 25,00;
kona Rang. kr. 20,00; vinnu-
kona kr. 10,00; J. kr. 100,00.
Unnur Jónsd. kr. 100,00; S. F.
og J. J. kr. 10,00; afhent af
Alþýðublaðinu kr. 185,00; kona
kr. 20,00; P. G. kr. 2000,00; ón.
kr. 100,00; Inga Hanna kr.
50,00; Afh. af Morgunblaðinu
kr. 16.197,88; J.I.E. kr. 200,00;
G. V. kr. 50,00; G. G. kr.
100,00; Á. G. kr. 100,00; M. H.
K. kr. 100,00; B.A.I. kr. 200,00;
J. Magn. kr. 20,00; ón. kr.
25,00; ón. kr. 100,00; H. J.
Norðfj. kr. 200,00; ón. kr.
10,00; B. P. Sandg. kr. 50,00;
Þ. J. Húnvetningar kr. 750,00;
kona kr. 10,00; R. J. kr. 50,00;
G. J. kr. 50,00; J. S. kr. 50,00.
Kristín Sigmd. kr. 50,00; H.
kr. 150,00; ón. kr. 25,00; M.
H. kr. 200,00; I. Á. kr. 20,00;
kona kr. 50,00; kona kr. 75,00;
Ó. D. kr. 40,00; S og S kr.
20,00; Kristín G. kr. 50,00;
J. G. kr. 30,00; Hrólfur Þ. kr.
50,00; afhent af Tímanum kr.
575,00; Halla kr. 50,00.
2. HallgHmskirkja.
N. N. kr. 100,00; Þ. G. kr.
100,00; K. S. G. kr. 50,00; Sig-
ríður kr. 25,00.
3. Hallgrímskirkja
í Saurbæ.
X kr. 2000,00; afh. af Alþbl.
kr. 50,00.
4. Hvalsnesskirkja.
Guðj. Kr. Dalvík kr. 60,00;
N. N. kr. 30,00.
5. Landakirkja Vestm.
Afh. af Morgunbl. kr. 200,00.
6. Skálholtskirkja.
Þrjú áheit Þ. Á. kr. 75,00.
7. Prestsbakkakirkja V.-Sk.
Guðr. Jónsd. kr. 100,00; St.
Sveinsd. kr. 10,00.
8. Prestsekknasjóður.
Próf. Ef. samskot kr. 205.
Próf. S.-Múl. samskot kr. 100.
9. Voðmúlastaðakapella.
Nói kr. 50,00.
*
Blaðið
Vegna andláts biskups, en
hann var bæði eigandi og á-
byrgðarmaður blaðsins, má bú-
ast við að hlé verði á útkomu
blaðsins um skeið, eða unz nýr
biskup tekur við starfi, er þá
kynni að vilja halda blaðinu
áfram.
Blaðið vill nota þetta tækifæri
til þess að þakka þá velvild og
þann stuðning, sem það hefir
notið undanfarin ellefu ár, um
leið og það árnar öllum kaup-
endum sínum árs og friðar og
blessunar Guðs í nútíð og fram-
tíð.