Kirkjublaðið - 31.10.1953, Qupperneq 3
KIRKJUBLAÐIÐ
3
HÚSKVEÐJA
flutt að biskupssetrinu Gimli 21. október 1953
af séra Sveini Yíking, biskupsritara
,JSíðan segir hann viö læri-
sveinana: Talcið saman
hrauöabrotin, sem afgangs
eru, til þess að ekkert fari til
ónýtis. — Þeir söfmiðu þeim
þá saman og fylltu tólf karf-
ir“.
(Jóh. 6. 17—18).
Lærisveinunum fannst það
ekki mundi vera ómaksins vert,
að safna saman brotunum. Þeir
héldu, að öllu hlyti að hafa verið
lokið, og ekkert eftir skilið
handa þeim til þess að leita að
og finna. En eftir boði meistara
síns og herra lögðu þeir þó af
stað með sínar tómu karfir. En
sjá! Þeir komu aftur með karf-
irnar sínar fullar.
Ég minni á þetta hér á þess-
ari dapurlegu stund kveðju og
saknaðar, þar sem svo mörg
hjörtu bifast af þungum harmi
og trega. Ég minni á þetta hér,
er þetta glæsilega heimili er
lostið hinu þyngsta höggi og
drúpir í sorg við hið sviplega
og óvænta fráfall heimilisföður-
ins, biskups Islands, herra Sig-
urgeirs Sigurðssonar, fráfalls,
sem djúpt hefur snortið alla
hina íslenzku þjóð, en þó allra
sárast og þyngst þá, sem stóðu
honum næstir og unnu honum
heitast, eiginkonu, börn og aðra
nánustu ástvini.
Þegar dauðinn lýstur hin
þyngstu högg, þá finnst oss sem
vér séum öllu svipt og stöndum
ein á bersvæði harmsins með
tóma körfu í hendinni. En Guði
sé lof, að enn hljómar til sorgar-
barnsins rödd frelsarans í gegn
um móðu og mistur tára og
harms: Takið saman brauða-
brotin, sem afgangs eru, til þess
að ek'kert fari til ónýtis. — Og
enn í dag sannast, að sá, sem
mest hefir misst og stærstu
hefir verið sviptur, hann mun
einnig finna mest, er hann leit-
ar, og fylla sína körfu dýrust-
um og óbrotgjörnustum fjár-
sjóði. Og þetta vona ég og veit,
að þið, ástvinirnir, munuð finna
og reyna, að þið eruð rík í ykkar
miklu sorg, þrátt fyrir allt. Og
þetta vona ég að vér öll finnum,
hvert í sínu hjarta.
Þjóðin hefir misst andlegan
leiðtoga, en eigi að síður er hún
ríkari fyrir það, að hafa átt
hann. Hún á og geymir hugljúf-
meðal frá biskupum Norður-
landanna, erkibiskupinum af
Kantaraborg, Heimssambandi
lútherskra kirkna, Kirkjufélög-
um Islendinga í Ameríku, sendi-
herrum erlendra ríkja hér, og
óteljandi fjölda vina, bæði er-
lendis frá og svo að segja úr öll-
um byggðum íslands.
S. V.
ar minningar um sinn ástsæla
biskup, og frá innsta dal til
yztu stranda berast þakkir, hlý-
hugur og hluttekning hingað í
dag, eins og vermandi blær til
ykkar ástvinanna og til hans,
sem vér erum að kveðja.
Kirkjan hefir misst biskup
sinn, prestarnir fyrirmann sinn,
sem jafnframt var þeim vinur
og bróðir. En fyrir starf hans
er kirkjan sterkari og auðugri
en áður, og ávaxtanna af áhuga
hans og óeigingjörnu starfi mun
hún njóta um langa framtíð. Og
prestarnir, þeir hafa auðgazt af
kynningunni við hann og starf-
inu með honum. Brennandi á-
hugi hans, einlægnin, hjarta-
hlýjan, hlaut að snerta streng
í hverju óspilltu hjarta. Það er
ekki hægt að sitja við eldinn, án
þess að hlýna. Jafnvel steinninn
getur það ekki. Og biskupinn
átti eldinn, eldinn í hjartanu,
eldinn, sem brann til hinnstu
stundar. Hann var aldrei hálf-
volgur. Hann var brennandi í
andanum. Stundum kann að
hafa sviðið undan bersögli hans.
En engan vildi hann að óþörfu
eða viljandi særa eða hryggja.
Og engan vissi ég fúsari til að
bjóða fram bróðurhöndina til
sátta, og þá ekki einn fingur að-
eins heldur alla höndina. Eng-
inn gat trúað sterkar en hann
á gildi og sigur þess sanna og
góða í alheiminum og í hverri
sál. Þessvegna var hann svo
bjartsýnn á menn og möguleika.
Engin vonbrigði gátu svipt
hann þeirri bjartsýni, en þau
ollu honum oft hljóðri þjáning.
I rauninni hefði hann átt að fá
að lifa og starfa í heimi, þar
sem mennirnir voru betri,
bræðralagið heilla og bjartara
yfir öllum leiðum. En eru það
ekki einmitt slíkir menn, sem
með bjartsýni sinni og trúar-
trausti lyfta samtíð sinni og
hefja hana í sólarátt?
Hann var starfsins maður.
Hann skildi mikilvægi þess, að
vinna meðan dagur er og gjöra
vilja síns himneska föður. Hann
tók vökuna fram yfir svefninn,
starfið fram yfir hvíldina. Hann
kunni ekki að hlífa sér. Og á
vettvangi starfsins hneig hann,
þegar kallið var komið.
Hann var einnig orðsins mað-
ur. Ekki fyrst og fremst hins
hnitmiðaða orðs og margfágaða
máls. Hann var maður hins lif-
andi orðs, — orða, sem hin innri
glóð gerði máttug og sterk.
Já, yfir öllum þeim minning-
um, sem vér vinir hans og sam-
starfsmenn geymum um hann,
er heiðríkja og birta. Þar eru
dýrir fjársjóðir, sem hann hef-
ur gefið oss, fjársjóðir, sem
vara, fjársjóðir, sem vér nú
söfnum saman, hver í sína körfu
eins og lærisveinarnir gjörðu
forðum, og geymum til hinnstu
stundar.
En þótt vér eigum mikils að
sakna, og einnig margt til að
geyma og þakka af öllum hug,
þá stöndum vér þó í vissum
skilningi álengdar. Næstir
standa eiginkona hans ug börn,
systur hans, tengdadætur, barna
börn og aðrir nánir ættingjar.
Á milli þeirra og hans hafa
liðnu árin stöðugt verið að vefa
þá ósýnilegu þætti gagnkvæmr-
ar ástar, sem tengja sál við sál,
þau helgu bönd, sem aldrei
bresta, það Signýjarhár, sem
enginn og ekki einu sinni dauð-
inn megnar að slíta. Þessa helgu
þætti hefir lífið verið að vefa
og styrkja, allt frá bernskudög-
unum heima í hópi systkina
hans og foreldra og fram til
hinnsta dags. Það hefir ofið þá
í 35 ára sambúð biskupshjón-
anna. Við vöggu barnanna
þeirra, í sameiginlegum vonum
og bænum, sameiginlegum verk-
efnum og hugðarmálum, sam-
eiginlegum örðugleikum, sam-
eiginlegum sigrum, — í gleði og
sorg, í brosandi sólskini ham-
ingjunnar og í stormum stórra
átaka hafa böndin knýtzt helgar
og sterkar á milli ykkar hjón-
anna og á milli föður og barna.
Og hvort sem heimilið ykkar
var hið fátæklega heimili frum-
býlingsins eða hið glæsilega og
stóra biskupsheimili, þá voru
einkenni þess ávalt hin sömu:
ástúðin, góðvildin, gestrisnin,
hlýjan. Það var ekki aðeins
heimilið, sem stóð gestinum op-
ið, heldur hjartað. Og það var
þetta, sem ekki sízt gjörði gest-
unum á þessu gestrisnasta heim-
ili landsins, dvölina þar ógleym-
anlega og kæra. Auðugi-i, glað-
ari — og mér liggur við að segja
betri — fór hver maður þaðan
heldur en hann kom.
Með þessa mynd heimilisins í
huga og þann blæ, sem hinn
sterki persónuleiki biskupsins
hlaut að setja á það, minnug
þess, hve traust þau kærleiks-
bönd eru, sem hér hafa ofizt, þá
finnum vér enn átakanlegar hví-
líkur sviftir hér er orðinn og
hve óendanlega þungur sá
harmur er og söknuðurinn sár,
sem hér hefir svo óvænt og
fljótt kveðinn verið að eigin-
konu, börnum og ástvinum öll-
um. En — enginn getur misst
meira en hann hefir áður átt og
notið. Og hin þyngsta sorg er
ætíð vottur þess, hve mikið vér
eigum að þakka, hve margt góð-
ur Guð raunverulega hefir gefið
oss. „Dýpsta sæla og sorgin
þunga“ eru í vissum skilningi
samferða í lífinu. Og í þeim
orðum skáldsins er djúpur sann-
leikur fólginn, að „það er allra
sorga sorg, að sakna góðs og
muna það“. Þannig er líka ykk-
ar sorg og raunar þjóðarinnar
allrar.
Það er góðs að sakna. En það
er líka góðs að minnast, margt
hugljúft og dýrmætt að muna
og geyma og þakka af öllum
huga og sál. Og þessvegna beini
ég nú til ykkar ástvinanna orð-
um frelsarans, Jesú Krists:
Takið saman brotin, sem af-
gangs eru, svo að ekkert fari til
ónýtis. Engum mun veitast það
auðveldara en ykkur, að fylla
karfirnar af blómum bjartra og
fagurra minninga um hann, sem
gaf ykkur og var ykkur svo ó-
endanlega mikið — blómum,
sem aldrei fölna, af því að þau
hafa eilífðina sjálfa í sér var-
andi.
Hver æfi og saga, hvert aldabil
fer eina samleið, sem hrapandi
straumur.
Eilífðin sjálf, hún er alein til;
vor eigin tími er villa og
draumur
segir Einar Benediktsson.
Hið ytra er ævi vor, hrapandi
straumur hverfulla daga og ára.
En hið innra í sálum vor sjálfra
eru allar dýrmætustu stundir
lífsins, ekki hverful augnablik,
heldur varanlegur fjársjóður
andans, hluti af vorri ódauðlegu
sál. Og þið, ástvinirnir, eigið svo
margar slíkar stundir. Þið eigið
minningarnar, hugumkærar og
ljúfar. 0g þið eigið miklu meira.
Þið eigið ást hans, þótt hann sé
horfinn líkamlegri sýn. Hún
varir enn, vermir enn. Það finn-
ið þið sjálf. Því að kærleikurinn
er eilífur og fellur aldrei úr
gildi. Hann er sterkari en hel.
Vér vitum að vísu, að hér á
jörð er vor „ævi stuttrar stund-
ar“ og líkamsdauðinn þau örlög,
sem öllum oss eru búin. En vér
vitum einnig hitt, „að anda, sem
Framh. á næstu síðu.
i
Lagt af stað frá biskupssetrinu, Gimli.