Kirkjublaðið - 31.10.1953, Síða 4

Kirkjublaðið - 31.10.1953, Síða 4
4 KIRKJUBLAÐIÐ LÍKRÆÐA Flntt í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns, dómprófasti Húskveðja ... Framh. unnast, fær aldregi eilífð að- skilið“. Væri ekki svo, mundi Jesús þá hafa sagt: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðar- lausa. Ég kem til yðar — og þér munuð sjá mig, því ég lifi og þér munuð lifa. 1 þessari von, þessari trú, viljum vér öll leita styrks og huggunar á þessari viðkvæmu stund. 1 þessari von, þessari trú, kveðja ástvinirnir hinn látna eiginmann, föður og bróður og afa og tengdaföður með heitri þökk fyrir allt. 1 þessari von, þessari trú, kveðja vinirnir vin- inn sinn látna, prestarnir bisk- up sinn, þjóðin ástsælan leið- toga. Og í þessari von, þessari trú, þessari björtu vissu, sem hinn látni biskup nú hefir sjálfur reynt, kveður hann, „heimilis- prýðin“ heimili sitt í hinnsta sinn, þetta heimili, þar sem hann lifði og átti sínar hugljúf- ustu stundir, kveður eiginkonu sína og börn og barnabörn, syst- ur, tengdafólk og vini, nær og Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Á þessari minningar- og kveðjustund, þegar oss býr sorg og söknuður í hjarta, viljum vér leita oss huggunar og styrks í orði Drottins og fyrirheitum hans, því að orð hans er lampi fóta vorra og ljós á vegi vorum. Vísa mér vegu þína Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, Því að þú ert Guð hjálpræðis míns, á þig vona ég liðlangan dag- inn. Minnst þú miskunnar þinnar, Drottinn, og kærleiksverka, því að þau eru frá eilífð. Sálm: 25. 4—6. Því að svo elskaði Guð heim- inn að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Því að ekki sendi Guð soninn í heiminn til þess að hann skyldi dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. (Jóh: 3. 16—18) Verið í mér, þá verð ég líka 1 yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, þann- fjær, og þakkar allt hið liðna. Yfir þeim kveðjum skal vera bjart og hlýtt. Engin orð, aðeins ljúfsár blær, sem vermir að innstu hjartarótum. Sorgin og ástin hvísla: Það er svo sárt að geta ekki framar gert neitt fyrir hann. En trúin svarar: Sá, sem vér elskum, er aldrei misstur. Hann lifir og heldur áfram að muna oss og elska. Enn getum vér gert ótalmargt fyrir hann. Enn get- um vér glatt hann með því að starfa í hans anda, hlúa að og vernda í annarra brjóstum og í eigin sál allt það, sem honum var dýrmætast og helgast. Og til þess hjálpi oss Guð og hans heilaga orð. Æðstur drottinn, faðir ljóss og lífs, blessi þessa stund, blessi hann, sem hér er kvaddur með söknuði og trega, en í trú og von, blessi eiginkonu hans og börn og ástvini alla, blessi þetta heimili, sem nú drúpir í sorg, blessi allt og alla, sem honum þykir vænt um, hina íslenzku kirkju og íslenzku þjóð. í Jesú nafni, Amen. ig ekki heldur þér, nema þér sé- uð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá, sem er í mér og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt, því að án mín get- ið þér alls ekkert gjört. (Jóh: 15. 4—6) Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt orð, og faðir minn mun elska hann og til hans munum við koma og gjöra okk- ur bústað hjá honum . . . Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gef- ur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. (Jóh: 14. 23, 27). Mismunur er á náðargáfum, en andinn hinn sami; mismunur er á embættum og Drottinn hinn sami og mismunur er á fram- kvæmdum, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum. (I. Kor. 12. 4—6) Enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér, því að hvort sem vér lifum, lif- um vér Drottni, eða vér deyjum, deyjum vér Drottni; hvort sem vér þessvegna lifum eða deyjum, erum vér Drottins. (Rom: 14. 7—8) Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, faðir miskunnsemdanna og Guð allrar Við líkbörur herra biskupsins yfir Islandi svífa mér margar myndir fyrir sjónum. Ég man hann fyrst sem fermingarföður og sóknarprest. Ég man hann síðast sem biskup og vin. Ég sé fyrir mér ungan prest og nú er messudagurinn hans úti í Bolungarvík, langa leið frá heimilinu hans á ísafirði. Á Djúpinu byltist hrönn við hrönn hrynjandi sjóir með drifhvítu trafi banna veikum báti leiðina. En ungi presturinn býr sig samt að heiman. Fótgangandi fer hann fleiri klukkustunda gang yfir urðir og klungur, yfir svell- bólgin björg, yfir ófærur og ill- ræmdan veg. 1 kirkjuna sína kemur hann á réttum tíma, og þessa ferð er hann búinn að fara svo oft, að sóknarfólkið er hætt að undrast prestinn, sem lætur engar hættur tálma för sinni, þegar skyldan býður að heilagt messuembætti skuli flutt. Löngu síðar kom hann sem biskup á þesar slóðir, þegar hinn hættulegi vegur til Bolung- arvíkur var opnaður, og vígði mikinn steinkross, sem reistur hafði verið þar, sem hættan á veginum er mest. Það biskups- verk vann hann með sérstakri gleði, því að sjálfur var hann sannfærður um, að fyrir kraft krossins hefði hann þrásinnis komið heill til byggða úr þessum ferðum. Þegar ég skoða þessa mynd af herra Sigurgeiri Sig- urðssyni, sé ég fyrir mér karl- mennið, fullhugann, ég sé fyrir mér biskup, klerk og mann, sem var postula Drottins að skapi, postulanum, sem reit: „Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, veriá brennandi í andanmn“. „Allt hjá yður sé í kærleika gjört“. „Brennandi í andanum“, — ekkert lýsir honum betur, því að aldrei gaf hann sér næði til huggunar, sem huggar oss í sér- hverri þrenging vorri, svo að vér getum huggað aðra í hvaða þrenging sem er með þeirri huggun, sem vér höfum sjálfir af Guði hlotið. Því að eins og þjáningar Krists koma í ríkum mæli yfir oss, þannig kemur og huggun vor í ríkum mæli fyrir Krist. (II. Kor. 1. 3—5) Láttu mig, Drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, Ijósið í þínu Ijósi sjá, lofa þig strax sem vakna má. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér; sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Amen. að láta hjartað kólna. Vér telj- um æviár hans 63, en þó varð líf hans í rauninni miklu lengra, svo miklu lengra sem líf hans var fyllra af eldi og starfi en flestra annarra. Og nú sjáum vér líf hans liðið eins og leiftur, eins og leiftur 63 hvíldarlaus ár. Hann hlaut að deyja eins og hann dó, því að hjartað brann með hamslausum loga, unz það brast. Andlátsfregn hans vakti ó- venjulegan harm. Um það bera vitni samúðarkveðjurnar, sem til biskupsfrúarinnar hafa streymt frá innstu afdölum, yztu nesjum og eyjum, af landi og sjó, frá öðrum löndum og álfum. Sársauki mikill greip oss við andlát hans, en hann dó fögrum biskupsdauða. Þrátt fyrir andmæli vina sinna fór hann erfiða ferð vestur á land'. Er heim var komið, var hann að störfum í skrifstofu sinni til hádegis. Hann sat á tali við vin sinn heima eftir hádegisverð, fann snögga breytingu, stóð upp. Hann tók af sér tákn em- bættis síns, biskupskrossinn, lagði hann á skrifborðið, gekk hratt upp í svefnhús sitt og var látinn fáum mínútum síðar, en kona hans og dætur stóðu við sæng hans. Hvaðan kom honum þessi eld- ur, sem hlaut að falla í fölskva eins og logi eða leiftur, sem deyr? Eldinn kveikti honum heilög hugsjón, og sú hugsjón var kristin kirkja. Þessi hug- sjón gaf honum líf, og hún dæmdi hann einnig til dauða. Raunar var hann góðum hæfi- leikum gæddur, en þó ekki fram yfir marga aðra menn. En hug- sjónin stækkaði hann, með henni óx hann. 1 eldlegu starfi fyrir kirkju sína sannreyndi hann orð lausnarans, að sá, sem týnir lífi sínu fyrir Krist, mun finna það. Um einn af afreksmönnum liðinnar aldar sagði séra Matt- hías: Hann elskaði ísland til dauðans „með svo undarlega djúpri og helgri ræktarelsku, sem óvíst er að nokkur þeirra, sem þekkti hann, viti dæmi til“. Herra Sigurgeir biskup elskaði landið, hann elskaði þjóðina, sem hann átti að gegna æðstu hirðisskyldunni fyrir, en vegna þess, hve sannfærður hann var um, að hamingja þjóðarinnar væri undir því komin fyrst og fremst, að hún væri kristin þjóð, elskaði hann kirkju landsins „svo djúpri og helgri ræktar- elsku, sem óvíst er að nokkur þeirra, sem þekkti hann, viti dæmi til“. Það sáu söfnuðir hans vestur við Djúp, sem nú drúpa höfði með harmi og hafa sent fulltrúa sína hingað til að vera Framh. á næstu síðu. Ritningarorð og sálmavers Lesin í Dómkirkjunni af séra Óskari J. Þorlákssyni, dómkirkjupresti

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.