Kirkjublaðið - 31.10.1953, Side 7
KIRKJUBLAÐIÐ
7
S í: IS V SVKINN VÍKUVGUR:
Kirkjustaðir
í Rangárvallapréíastsdæmi
Vígsluræða . . .
Framh.
gnæft jafn hátt andlega né ver-
ið án takmarkana, fremur en
aðrir menn.
Það munu fáir vilja neita því,
að það er þörf fyrir starf kirkj-
unnar á vorum dögum. Hugs-
andi mönnum er það Ijóst, að ef
ekki er unnt að færa lífið yfir
á það svið, sem hún óskar og
boðar, þá er ekki margt um
hamingjuvonir í lífi þjóðanna.
Allar fregnir, sem vér höfum
frá hinum stóra heimi, sýna, að
skuggar stækki og vandamálun-
um fjölgi. Misrétti og kúgun
heldur áfram í heiminum, skort-
urinn er hlutskifti milljóna, og
fundin eru öfl, sem á svip-
stundu geta komið af stað breyt-
ingu, sem menn varla þora að
hugsa og tala um. Hervæðingin
heldur áfram, svo að að segja
takmarkalaust, heræfingar fara
fram, bæði í lofti og á landi, og
víðsvegar um heimshöfin, alla
leið heimsálfa á milli. Hvert
stefnir? Menn segjast ekki vita
það. En teiknin á lofti spá engu
góðu. Það þarf eitthvað að ger-
ast í veröldinni, sem opnar augu
mannkynsins fyrir hættunum.
Það þarf eitthvað að gerast, ef
afstýra á mesta og grátlegasta
harmleik jarðarinnar,
Það er hægt að afstýra því,
sem allir óttast. Guði er enginn
hlutur ómáttugur. Hann hefir
þegar sent son sinn til jarðar-
innar, mönnunum til hjálpar.
Hann á allt, sem til þess þarf,
að bægja hættunum frá og
skapa nýjan heim. Hann á vilj-
ann og máttinn til þess að vísa
oss á veginn, og hann bendir oss
á lífið, sem vér eigum að lifa.
Hann er sjálfur „vegurinn,
sannleikurinn og lífið“.
Þið, kæru vinir, hafið kosið
ykkur það hlutskifti, að verða
lærisveinar Krists og boðendur
þess eilífa sannleika, sem hann
birti forðum. Þess vegna verður
það fyrst og fremst þið og hann,
sem mætist hér í dag. Eitt sinn
sem oftar talaði hann við vini
sína. Hann sagði við þá: „Hvað
viljið þið, að ég geri fyrir ykk-
ur?“ — Þeir voru aðallega að
hugsa um að eignast hin veg-
legustu og æðstu sæti, sem þeir
gátu hugsað sér. — „Þér vitið
ekki, hvers þér biðjið“, — sagði
hann. Ég gæti vel hugsað mér,
að hann spyrði ykkur í dag:
Hvað viljið þið, að ég geri fyrir
ykkur? — því allt hans líf var
þjónusta við mennina. Og ég get
vel hugsað mér ykkur svara:
„Kom þú, herra, og hjálpa okk-
ur. Réttu okkur hönd þína, kenn
þú okkur að fylgja þér og feta
í þín fótspor. Kenndu okkur að
verða sterkir og stöðugir og
þjóna og fórna í þínum anda“.
— Þetta er líka aðalatriðið. Ef
þetta tekst, þá verður sú bless-
un, sem af starfi ykkar leiðir,
meiri en nokkur geti sagt í dág.
Þegar þið, kæru vinir, komið út
í starfið, þá er þjónustan í kær-
leika ykkar æðsta hlutverk. Hún
er betri en háfleyg, falleg ræða.
Hún er betri en margar ræður.
Horfðu til fólksins, sem þú átt
að þjóna. Horfðu til þess næsta
og vertu þá ævinlega viðbúinn
að varpa fram spurningunni,
sem ég áðan vék að. Hvaö vilt
þú, a'ð ég geri fyrir þig ? — Það
eru margir, sem á því þurfa að
halda, að þeim sé boðin slík
þjónusta. Það eru margir einir
— stundum þeir, sem vér sízt
ætluðum — einir, sem eru sjúk-
ir eða hjálpar þurfi á einhvern
hátt. — Það eru engin takmörk
fyrir því, sem gera má í vín-
garði heilagrar kirkju, öðrum
til heilla, hjálpar og blessunar.
Og ég held, að ekkert gæti sætt
menn og þjóðir, ef ekki sá kær-
leikur, sem ávalt er viðbúinn að
þjóna. Það er líka eina leiðin til
þess að skapa það friðarríki á
jörðu, sem vér öll þráum. Leiðin
er sú ein, að Kristur búi í hjört-
um mannanna og að þeir verði
rótfestir og grundvallaðir í kær-
leika.
f því skyni farið þið í dag,
elskulegu vinir, frá altari Dóm-
kirkjunnar út í lífið og starfið,
að stuðla að því, að sú hugsjón
megi rætast.
Annar ykkar fer innan
skamms til starfa hjá íslending-
um í Vesturheimi. Það er í raun
og veru ánægjuefni, að ungur
maður fer úr heimalandinu til
landa vorra vestra. Fátt mun
þeim meira gleðiefni. Og mik-
il ánægja er mér það, vinur, að
vígja þig til starfsins í Lundar-
og Langruth-söfnuðum, sam-
kvæmt ósk forseta ísl.-lutherska
kirkjufélagsins vestra, séra
Vald. J. Eylands. Ég óska þér
og söfnuðum þínum blessunar
Guðs og bið þig flytja þeim
kveðjur og blessunaróskir móð-
urkirkjunnar heima, sem þeir
stundum nefna svo. Ég bið einn-
ig Guð blessa heimkomu þína til
fslands, er sá dagur rennur, er
þú kemur aftur heim til starfs,
eins og þú munt hafa í huga.
Og þér, ungi vinur, sem í
þjónustu íslenzku kirkjunnar
gengur, fögnum vér. Þú gengur
um stund inn í starf fjarlægs
starfsbróður, en síðan bíða
verkefnin þín þar, sem þú kannt
að óska og hugur þinn að standa
til. Ég hefi fagnað því, að sjá
hve rík þrá þín var eftir að
hefja starf í kirkju Krists, og
bið þér og framtíðarstarfi þínu
blessunar Guðs.
Ósk mín er sú, ykkur báðum
til handa, er þið takist hina veg-
legu þjónustu á hendur, að
Kristur megi búa í hjörtum ykk-
ar og þiþ verða rótfestir og
grundvalaðir í kærleika.
Amen.
Framh. •
Þar sem nú er aðeins eitt
prestakall með þrem kirkjum: í
Eyvindarhólum, Ásólfsskála og
Stóra-Dal, voru áður fyrri að
minnsta kosti eigi færri en 12
kirkjur og að auki 8 bænhús
nafngreind. Sýnir þetta mæta-
vel hve afar þétt stóðu kirkjur
og bænhús að fornu. Lætur
nærri að í mörgum sveitum hafi
guðshús staðið að minnsta kosti
á öðrum hverjum bæ.
13. Kross. Þar var Ólafs-
kirkja og er getið í Kirknaskrá
Páls biskups um 1200. Hún átti
sem svaraði prestsskyld í
heimalandi. Þangað lágu að
fornu níu bæir og voru bænhús
á sex þeirra, en ekki nafn-
greindir bæirnir, þar sem þau
stóðu. I Gísla-máldaga um 1570
er kirkjan talin eiga hálft
heimaland. Enda þótt um þinga-
brauð væri að ræða, sátu prest-
ar þess löngum á Krossi. Hin
síðari ár hefir prestssetrið ver-
ið á Bergþórshvoli og er svo
enn.
lh. Voðmúlastaðir (Ámúla-
staðir). Þar er kirkju fyrst get-
ið um 1200 og var Péturskirkja.
Átti hún sem svaraði prests-
skyld í heimalandi og lágu þang-
að níu bæir fyrir utan Affall,
en þrír bæir fyrir austan. Það-
an virðist hafa verið sungið á
tvær hálfkirkjur í Fíflholtum.
í kaþólskum sið hefir því að
jafnaði setið prestur á Voð-
múlastöðum, en eftir siðaskiftin
verður hún útkirkja frá Krossi
og messað þar þriðja hvern dag
helgan. Með stj.br. 28. maí 1910
er Voðmúlastaðakirkja lögð nið-
ur og sókninni skift milli Kross-
og Akureyjarkirkna. Árið 1949
var fyrir forgöngu Sigmundar
Sveinssonar í Rvík reist kapella
á Voðmúlastöðum.
15. Ljótarstaðir. Þar var
Maríukirkja, er átti 10 hundruð
í heimalandi. Mun það hafa ver-
ið hálfkirkja og þjónað frá
Krossi. Elzti máldagi hennar er
frá því um 1179. Ljótarstaða-
kirkju er ekki getið í Gísla-mál-
daga um 1570 og virðist því þá
verið hafa úr sögunni.
16. Akurey. Árni Magnússon
getur þess í Jarðabók sinni, að
í Akurey hafi fyrir elztu manna
minni verið bænhús. En með
stjr.br. 28. maí 1910 eru Voð-
múlastaða- og Sigluvíkur sóknir
sameinaðar í eina sókn og
kirkja reist í Akurey árið 1912.
17. —18. Fíflholt eystra og
vestra. Hálfkirkjur voru á báð-
um bæjunum og mun hafa verið
þjónað frá Voðmúlastöðum. Var
á öðrum staðnum Maríukirkja,
en á hinum Stefánskirkja.
Kirkjunnar í Vestra-Fíflholti
mun síðast getið í dómi 2. jan-
úar 1524. Báðar hafa kirkjur
þessar að líkindum lagzt af um
eða fyrir siðaskiftin.
Álfhólar. Þar hefir sennilega
aðeins verið bænhús og stóð það
fram um aldamótin 1700.
19. Skúmstaðir (Skymstað-
ir). Þar var Ólafskirkja og átti
sem svaraði prestsskyld í heima
landi og að auki nokkrar jarðir
aðrar. Kirkjunnar er getið í
Kirknaskrá Páls um 1200. Sátu
þar prestar að minnsta kosti
öðru hvoru í kaþólskum sið. I
Stefáns máldaga um 1500 segir,
að gripir kirkjunnar séu „for-
djarfaðir af vatni og fúa“. Ög-
mundur biskup selur Jóni Þor-
varðarsyni Skúmstaði 20. ágúst
1527 og segir í bréfinu, að Jón
lofar að gjöra upp Skúmstaða-
kirkju og „halda með heiðri".
Skúmstaðakirkja er flutt að
Sigluvík samkvæmt biskups-
bréfi 5. júní 1815.
20. Sigluvík. Þar var kirkja
reist um 1815, en var lögð niður
1910 ásamt Voðmúlastaðakirkju
og ný kirkja ákveðin í Akurey
fyrir báðar sóknir.
Framh. á 8. síðu.
Af hrærðum huga og með fyrirbæn um Guðs blessun
flyt ég innilegustu þakkir fyrir kærkomna vináttu, hlýhug og
ómetanlega samúð við andlát og jarðarför mannsins míns
SIGURGEIRS SIGURÐSSONAR
biskups.
Fyrir mína hönd barna minna og annarra aðstandenda
Guðrún Pétursdóttir.