Verktækni - 2018, Side 6

Verktækni - 2018, Side 6
6 / VERKTÆKNI Ný bók: Haugseldur - Veraldarsaga verkfræðings Nú eru tvö ár liðin síðan félagar í Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands samþykktu í atkvæðagreiðslu að sameina félögin í eitt félag undir nafninu Verkfræðingafélag Íslands -félag verkfræðinga og tæknifræðinga. Þátttaka í kosningu var góð og mikill meirihluti var samþykkur sameiningu og stofnsamningi félagsins. Nú tveimur árum síðar er komin reynsla á starfsemina og í stuttu máli má segja að hún er að lang mestu leyti mjög góð. Flækjustig hefur minnkað og öll þjónusta skrifstofunnar orðið einfaldari og mark- vissari til hagsbóta fyrir hinn einstaka félagsmann og heildina. Tækifæri hafa skapast til að gera félag- ið mjög sterkt og gildandi í umræðu og verða áhrifavaldur í þeim málum sem snúa að fagsviðum félagsmanna og öðru sem snertir hagsmuni þjóðfélagsins. Þegar er komin nokkur reynsla á þetta og stjórn félagsins hefur á síðustu misserum tjáð sig um mörg málefni og sent inn umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Umsagnirnar má nálgast á vef félagsins. Það þarf að koma því skýrt á framfæri hversu mikilvægu hlutverki félagsmenn gegna við uppbyggingu innviða og hve miklu ný tækni skilar í betri nýtingu nátt- úruauðlinda Í tengslum við stefnumótun stjórnar var fyrr á árinu gerð viðhorfskönnun meðal félagsmanna. Út frá niðurstöðum hennar hafa verkefni skrifstofu og áherslur verið endurskoðaðar að nokkru leyti. Almennt má segja að niðurstöður könnunarinn- ar sýni að félagsmenn telji margt vel gert en vissulega séu tækifæri til úrbóta. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar á vef VFÍ undir „útgáfa“. Í upphafi árs gekk VFÍ í samtök nor- rænna félaga verkfræðinga og tækni- fræðinga, ANE (Association of Nordic Engineers). Samstarf norrænu félaganna er ekki nýtt af nálinni en með þátttöku VFÍ í ANE opnast nýjar leiðir. Samstarf félaganna í ANE er stöðugt að styrkjast og samtökin láta til sín taka á ýmsum sviðum. Dæmi um það er verkefni samtakanna um siðferði og gervigreind sem hefur verið kynnt rækilega á vettvangi VFÍ. Einnig samnorræn könnun á hæfniþróun sem var gerð fyrr á árinu og verða niðurstöður birtar í upphafi nýs árs. Það er því óhætt að segja að við getum lært mikið af þátttöku í ANE en ekki síður miðl- að af okkar reynslu. Skrifstofan veitir alls kyns aðstoð til félagsmanna varðandi ráðningar, uppsagn- ir, kjör í víðum skilningi og leiðbeinir um réttindi samkvæmt kjarasamningum og ráðningarsamningum. Verkfræðingafélag Íslands hefur þá sér- stöðu að vera bæði fagfélag og kjarafélag og í því felast mörg tækifæri. Öflugt faglegt starf styður við kjaratengd verkefni, er mik- ilvægur liður í því að vekja athygli á faginu og verkefnum verkfræðinga og tækni- fræðinga. Viðburðir á vegum félagsins eru vel sóttir og er það ánægjulegt. Ég vil hvetja félagsmenn til að koma hugmyndum sínum á framfæri og taka þátt í að móta starf félagsins. Einnig að vera vakandi yfir að greiðslur í sjóði skili sér og nýta þau réttindi sem aðild að sjóðunum veitir. Árni Björn Björnsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri VFÍ. Verkfræðingafélagið á tímamótum Nýverið kom út bókin Haugseldur - Veraldarsaga verk- fræðings sem er ævisaga Péturs Stefánssonar verkfræðings og fyrrverandi formanns VFÍ. Pétur lýsir vel bernsku- og uppvaxtar- árum sínum á Héraði, námsárum í Menntaskólanum í Reykjavík og verkfræðinámi í München í Þýskalandi á miklum umrótstím- um. Verið er að reisa Þýskaland úr rústum nasismans og lesendur fá að kynnast aðstæðum þeirra sem lifað höfðu hildarleik styrj- aldarinnar. Á bókarkápu segir einnig orðrétt: „Starfsævi Péturs sem verkfræðings spannar fram- kvæmdasögu Íslendinga á síðari hluta tuttugustu aldar, þegar þjóðin varð sjálfbjarga hvað verkkunnáttu varðar. Hann lýsir verkefnum sínum af verkfræði- legri nákvæmni en jafnframt stíl- kunnáttu þess sem alla tíð hefur sótt í lestur og fróðleik.”  Bókin er búin fjölmörgum ljós- myndum. Haugseldur - Veraldarsaga verk- fræðings er til sölu í Pennanum - Eymundsson og er viðmiðunar- verð kr. 7.000.- Félagsmönnum Verkfræðingafélags Íslands býðst að kaupa bókina á sérstökum vildarkjörum eða kr. 5.000.- Hægt er að kaupa bókina á skrif- stofu félagsins.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.