Verktækni - 2018, Qupperneq 9

Verktækni - 2018, Qupperneq 9
VERKTÆKNI / 9 Ágætu félagar. Sameining Tæknifræðingafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands var heilla- spor. Félagið okkar er öflugt og við getum verið stolt af því. Við sem förum fyrir sam- einuðu félagi höfum leitað eftir viðhorf- um félagsmanna. Þeir hafa lagt kúrsinn. Í viðhorfskönnun var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum um starf- semi félagsins og svörum við spurningum. Meðal þess sem þar kom fram var að félagsmenn vildu að félagið léti meira að sér kveða, væri sýnilegri og atkvæðameiri aðili í þjóðfélaginu. Við höfum tekið þetta sem skilaboð um að VFÍ ætti að láta að sér kveða í málum er snerta umgjörðina um starfsumhverfi tæknifræðinga og verkfræðinga og reyndar tæknifólks almennt. Félagsmenn koma víða við sögu og þessvegna er óhjákvæmilegt að taka að einhverju leyti þátt í almennri þjóðfélagsumræðu. Meðal þess sem við höfum gert er að senda Alþingi og stjórn- völdum umsagnir um mál, bæði í samráðs- gátt stjórnvalda sem og í umsagnarkerfi Alþingis. Við höfum lagt áherslu á vandaðar og greinandi umsagnir þar sem meðal annars er bent á að víða skorti samþætta og rök- rétta stefnu þegar stjórnvöld kynna áform sín. Þannig höfum við mælt með heildar- endurskoðun laga um mat á umhverfis- áhrifum í stað bútasaums með einstökum endurbótum á flóknu lagaumhverfi. Í umsögn um aðgerðaráætlun stjórn- valda í loftslagsmálum er vakin athygli á að misræmi er milli markmiða og fjármögn- unar. Meginhluta fjármagns á að verja til breyttrar landnotkunar, en það er ekki viðfangsefni Parísarsáttmálans sem ætlunin er að efna með framkvæmd áætlunarinn- ar. Loftslagssjóður fær að sönnu fé til að hefja starfsemi en hann verður óburðugur miðað við Tækniþróunarsjóð og AVS rann- sóknasjóð í sjávarútvegi. Græn tækni og nýsköpun verða útundan þótt þýðing nýrra tæknilausna sjáist meðal annars í stórkost- lega bættri orkunýtingu í sjávarútvegi sem rekja má til tæknifyrirtækja okkar. Losun frá fiskiskipum dróst saman um 33% á árabilinu 1990 – 2016 meðan losun á hvern landsmann stóð nánast í stað. Því er einnig sjaldan haldið á lofti að fyrir tilstilli bættrar framleiðslustýringar þá hefur losun gróð- urhúsaloftegunda frá álverum minnkað verulega Við höfum leitt í ljós að í kynntri sam- göngustefnu eru á ferðinni árekstrar sem þarf að komast hjá. Með því að setja mark- mið um greiðar samgöngur í forgang er miðað við að fólk komist sem hraðast leiðar sinnar. Áhersla í þéttbýli er hinsvegar oftast á öruggar samgöngur, lækkun á umferð- arhraða og aðgengi hjólandi og gangandi. VFÍ leggur í umsögn sinni til að markmiðið um greiðar samgöngur verði fellt út. Hinum fjórum meginmarkmiðunum, öruggar, hagkvæmar, umhverfislega sjálfbærar sam- göngur og jákvæð byggðaþróun, verði gert hærra undir höfði. Áhrifin af þannig breyttri forgangsröðun yrðu þau að nýframkvæmdir fengju forgang og slysamestu vegarkaflarnir yrðu lagaðir fyrst. Í dreifbýli gæti þetta þýtt breikkun á vegum og aðgreiningu aksturs- stefnu með meiri umferðarhraða. Í þéttbýli gæti minni hraði, hraðahindranir og fleiri umferðarljós orðið upp á teningunum. Sé markmiðið öruggar samgöngur þarf öðru- vísi aðgerðir í dreifbýli heldur en þéttbýli. Fyrir allnokkrum árum samþykktu stjórnvöld forgangsröðunarkerfi varðandi nýtingu orkuauðlinda, þetta kerfi fékk nafnið rammaáætlun og stóðu væntingar til þess að kerfið sem slíkt myndi auka sátt um forgangsröðunina. Þessi sátt hefur ekki gengið eftir. Áform sem hafa lent í bið eða verndarflokki hafa að sjálfsögðu verið lögð á hilluna. Á sama tíma hafa and- stæðingar ábyrgrar nýtingar orkuauðlinda landsins, til dæmis í þágu aðgerða gegn loftslagsbreytingum, einbeitt sér að þeim fáu verkefnum sem lentu í nýtingarflokki. Það hefur leitt til stöðnunar í orkuöflun. Vaxandi líkur eru á orkuskorti innan fárra ára. Á sama tíma eru stjórnvöld með stór áform uppi um orkuskipti í samgöngum. Þau hafa þó ekki komið fram með haldbær- ar útleggingar á því hvaðan orkan eigi að koma, hvernig eigi að dreifa henni og síðast en ekki síst hvernig eigi að bæta sam- göngukerfið þannig að rafdrifnir bílar geti leyst núverandi bílaflota af hólmi. Á tímum vaxandi öfga í veðurfari og stjórnmálaumræðu sem fram fer í mold- viðri samfélagsmiðla er ef til vill ekki von til þess að hlustað sé á rökstudda skoðun tæknifólks. Þó er álit mitt og þeirra sem með mér starfa í forystu félagsins að það sé skylda okkar að gera grein fyrir viðhorfum okkar til stefnumála. Við trúum því að það hafi heillavænleg áhrif í lengd ef ekki í bráð. Stétt tæknifólks er ábyrg, horfir til framtíðar og spyr sig hvernig hún geti stutt við mál sem varða hagsmuni lands og þjóðar. Við hljótum einnig að gjalda varhug við málum sem virðast eiga að verja eða hefja til vegs hagsmuni fárra á kostnað fjöldans. Loftslagsmálin verða mál málanna á næstu árum. Aðgerðum til þess að hamla gegn loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar verður ekki hrint í framkvæmd nema með aðkomu tæknimanna í fjölmörgum grein- um. Ábyrgð stéttarinnar er því mikil. Áhugi og þekking innan hennar á samspili lofts- lagsmála og tæknilausna fer hraðvaxandi og það lofar vissulega góðu. Við munum halda áfram á markaðri braut og láta í okkur heyra! Páll Gíslason verkfræðingur, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Ábyrgð okkar er mikil - Hugleiðingar formanns

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.