Verktækni - 2018, Side 12

Verktækni - 2018, Side 12
12 / VERKTÆKNI Metþátttaka á Degi verkfræðinnar Enn á ný var slegið met í þátttöku á Degi verkfræðinnar. Yfir 500 manns lögðu leið sína á Hilton Reykjavík Nordica. Það var þétt setinn stóri salurinn þegar upphafserindin voru flutt en síðan skiptist dagskráin á þrjá sali. Í upphafi flutti Ásta Sigríður Fjeldsted verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs ávarp og talaði meðal annars um markaðsbrest í menntun. Því næst tók Ari Kristinn Jónsson rektor HR við og flutti áhugavert erindi um verk- fræðina og fjórðu iðnbyltinguna. Dagur verkfræðinnar 2019 Dagur verkfræðinnar 2019 verður haldinn föstudaginn 22. mars á Reykjavík Hilton Nordica. Markmiðið með Degi verk- fræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga. Félagsmenn VFÍ eru hvattir til að koma með hugmyndir fyrir Dag verkfræðinnar hvort sem það eru ábendingar um áhugaverða fyrirlestra eða annar sem snertir dagskrána. VFÍ vill sérstaklega hvetja nýsköpunarfyr- irtæki og nema í verkfræði að nýta þennan vettvang til að kynna áhugaverð verkefni. Senda má tölvupóst á sigrun@verktaekni.is eða senda skilaboð í gegnum Facebook síðu VFÍ. RAFMÖGNUÐ FRAMTÍÐ

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.