Verktækni - 2018, Síða 17
VERKTÆKNI / 17
Það var gríðarlegur áhugi á Rýnisferð VFÍ
sem að þessu sinni var farin til Singapúr
og hægt að framlengja með dvöl á Balí.
Þetta var nítjánda Rýnisferðin á vegum
félagsins en ferðirnar hófust á vegum
Tæknifræðingafélags Íslands árið 1998 og
hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda.
Við undirbúning var gert ráð fyrir 150
manns í ferðina en hún seldist upp á
örfáum mínútum. Það tókst að bæta
við sætum þannig að þegar upp var
staðið taldi hópurinn 183 ferðalanga
á vegum VFÍ.
Ferðin gekk mjög vel og margt áhugavert
var skoðað. Í Singapúr heimsótti hópurinn
meðal annars Háskólann, nýja þróunar-
miðstöð Schneider, þar sem 1200 manns
starfa, samgöngustofu Singapúr og íþrótta-
miðstöð sem er sú stærsta í Asíu. Einnig
flóðgáttirnar og Gardens by the bay sem
eru stærstu ylgarðar í heimi.
Fararstjórar voru Jóhannes Benediktsson,
Hreinn Ólafsson og Þorvarður Jóhannesson.
Þegar er hafinn undirbúningur fyrir næstu
Rýnisferð, þeirri tuttugustu.
Rýni 2018 – Singapúr og Balí
Verkin tala er yfirskriftin á veggspjalda-
degi í HR sem haldinn var er árlega.
Meistaranemar í verkfræði við tækni- og
verkfræðideild HR kynna lokaverkefni sín
á veggspjöldum í Sólinni í HR. Undanfarin
tvö ár hefur VFÍ veitt viðurkenningu fyrir
besta veggspjaldið en við valið er bæði
tekið tillit til innihalds og efnistaka í loka-
verkefninu og framsetningar á veggspjalda-
formi.
Þóra Björg Sigmarsdóttir hlaut verðlaun
Verkfræðingafélags Íslands fyrir besta
veggspjaldið í ár. Þóra Björg útskrifaðist í
vor með MSc gráðu í heilbrigðisverkfræði.
Rannsóknin bar heitið: Describing the
Glucose-Lactate Consumption Rate During
Expansion and Osteogenic Differentiation of
Human Bone Marrow Derived MSCs.
Að venju var umfjöllunarefni nemenda
í rannsóknunum afar fjölbreytt. Má nefna
verðbólguvörn, jarðboranir, þrívíddarlíkön
af jarðhitasvæði í Mosfellsbæ, myndatökur
með dróna til að greina jarðhita, flutnings-
kerfi raforku, flokkunarkerfi fyrir uppsjáv-
arfisk, notkun loftneta í bergmálslausu her-
bergi, nanóvíra í sólarhlöðum, rekstrarlíkön
fyrir einstaka atvinnugreinar, fjöðrunarkerfi
kappakstursbíls og margt, margt fleira.
Viðurkenning fyrir besta veggspjaldið
Á myndinni eru Þóra Björg Sigmarsdóttir, Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar
VFÍ, Halldór Guðfinnur Svavarsson dósent og Guðrún A. Sævarsdóttir, þáverandi forseti tækni-
og verkfræðideildar HR.