Verktækni - 2018, Page 18
18 / VERKTÆKNI
Davíð Á. Gunnarsson vélaverkfræðing-
ur, Fjóla Jónsdóttir vélaverkfræðing-
ur og Guðbrandur Steinþórsson
byggingarverkfræðingur voru sæmd
heiðursmerki Verkfræðingafélags
Íslands.
Heiðursmerki VFÍ má veita í viður-
kenningarskyni fyrir vel unnin störf
á sviði verkfræði og tæknifræði eða
vísinda, fyrir framtak til eflingar verk-
fræðinga- og tæknifræðingastéttinni í
heild eða fyrir félagsstörf í þágu stétt-
arinnar.
Alls hefur 121 einstaklingur hlotið
heiðursmerki VFÍ í 106 ára sögu félags-
ins.
Fengu heiðursmerki VFÍ
Á myndinni eru frá vinstri: Páll Gíslason formaður VFÍ, Fjóla Jónsdóttir, Davíð Á. Gunnarsson,
Guðbrandur Steinþórsson og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ.
Áhugasamir geta nálgast umsagnirnar sem ritaðar voru í viðurkenningarskjölin á vfi.is
EFLA VERKFRÆÐISTOFA
+354 412 6000 efla@efla.is www.efla.is
Eflum samfélagið
Hlutverk EFLU verkfræðistofu er að koma
fram með lausnir sem stuðla að framförum
og efla samfélög.
Starfsfólk EFLU býr yfir víðtækri þekkingu
á öllu milli himsins og jarðar. Það eru hæfi-
leikar þess sem gera verkefni um allan heim
að veruleika á degi hverjum.