Verktækni - 2018, Qupperneq 20

Verktækni - 2018, Qupperneq 20
20 VERKTÆKNI 2018/24 TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR Policy recommendations and guidelines Nordic engineers’ stand on Artificial Intelligence and Ethics Málsvari 360 þúsund félagsmanna Frá upphafi árs 2018 hefur Verkfræðingafélag Íslands verið aðili að ANE (Association of Nordic Engineers). ANE er samstarfsvettvangur sem var settur á laggirnar árið 2007 af félögum verkfræðinga og tæknifræðinga í Danmörku, Svíþjóð og öðru af tveimur félögum í Noregi. Hlutverk ANE er að gæta hags- muna norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga bæði innan Norðurlandanna og í alþjóðlegu tilliti. Í dag eru um 360 þúsund félagsmenn í aðildarfélögum ANE. Markmiðið er að auka sýnileika og áhrif stéttarinnar og koma þekkingu og hagsmunum á framfæri inan Norðurlandanna og utan. Einnig að miðla þekkingu og reynslu milli félaganna. Á árinu hefur ANE beitt sér á sviði siðferðis og gervigreindar og einnig gert könnun á hæfniþróun verkfræðinga og tæknifræðinga á Norðurlöndunum. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í upp- hafi árs 2019. Siðferði og gervigreind Norrænir verkfræðingar og tæknifræðingar taka afstöðu ANE hefur tekið ákveðið frumkvæði í umræðu um siðferði og gervi- greind. Um miðjan nóvember voru kynntar niðurstöður vinnufund- ar um þetta efni. Hér á næstu blaðsíðum eru kynntar fimm tillögur að stefnumálum og listi með viðmiðum fyrir siðferðilega nálgun í þróun á sviði gervigreindar og notkun hennar. Ítarefni um verkefnið er í fréttum á vef VFÍ og undir „útgáfa – ýmis skjöl“. Einnig var haldinn Samlokufundur á vegum VFÍ og er upptaka á vefnum. Vinnufundurinn var skipulagður af ANE og Upplýsingatækni- háskólanum í Kaupmannahöfn (ITU), EthosLab. Þátttakendur á fundinum voru frá aðildarfélögum ANE, þ.á.m. Verkfræðingafélagi Íslands, tæknifræðingar, verkfræðingar og tölvunarfræðingar auk nemenda í þessum greinum og sérfræðingar á sviði gervigreindar. Í frétt frá ANE segir meðal annars: „Þörf er á sterkum stuðningi frá stofnunum samfélagsins til að ná árangri í vegferð okkar í átt að siðferðilega réttum starfsháttum og þess vegna er kerfislegur stuðn- ingur við málstaðinn algjört grundvallaratriði þegar kemur að sið- ferði og gervigreind. Verkfræðingar og stofnanir þeirra koma til með að bera stóran hluta ábyrgðarinnar sem fylgir því að hanna og nota kerfi sem byggja á gervigreind, en einnig verða viðkomandi stjórn- einingar norrænu ríkjanna sem og í ESB að axla sína ábyrgð og nýta þau tækifæri til aðgerða sem til staðar eru. - Þetta er ákall norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga til stjórnmálamanna í norrænu ríkj- unum sem og í allri Evrópu.“ Þar segir ennfremur að í öllum greinum verkfræðinnar komi sífellt betur í ljós að siðferðileg álitamál þurfi að vera skýr og óaðskiljan- legur hluti verkfræðinnar í heimi sem byggir á gögnum og er tengd- ur sem ein heild. Hins vegar geta verkfræðingar og tæknifræðingar ekki axlað ábyrgðina einir. Verkfræðilegar lausnir, hvort sem þær eru byltingarkenndar eða ekki, eru þróaðar í tengslum við viðskipta- líkön og verða að passa inn í regluverk og ramma sem stjórnvöld búa til. Þess vegna leggja norrænir verkfræðingar og tæknifræðingar enn frekari áherslu í tillögum sínum á þörfina fyrir umræðu á meðal stjórnmálamanna um þessi mál sem og mikilvægi þess að auka skilning almennings á gervigreind. Markmiðunum mætti ná með því að búa til vettvang - fundarsvæði þar sem viðskiptalífið, akadem- ían, borgaraleg samtök, áhrifafólk og sérfræðingar geta hist ásamt verkfræðingum og tæknifræðingum, í þeim tilgangi að finna varan- legar og gagnsæjar lausnir fyrir gervigreind. Umræðurnar leiddu þar að auki í ljós nauðsyn þess að gera gát- lista sem taka á siðferðilegum álitaefnum við þróun gervigreindar; í því skyni að tryggja að manneskjur hafi stjórn á mikilvægum þátt- um, að getan til að íhuga siðferðileg atriði fái að þroskast, umræður fari fram og að fólk átti sig á hlutdrægni sinni og annarra. Hvað er ANE?

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.