Verktækni - 2018, Page 37

Verktækni - 2018, Page 37
VERKTÆKNI 2018/24 37 RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Mynd 4. Dæmi um mælingar á afrennsli af gróðurþökum (15-17 ágúst 2015) 4 Niðurstöður og umræður 4.1 Árstíðabundin vatnsheldni Mynd 5: a) Mánaðarlofthiti, regn (gögn frá Veðurstofu Íslands) og b) vatnsheldni árið 2015. Tölur á lárétta ás merkja fjölda greindra afrennslisatburða innan hvers mánuðar. -2 0 2 4 6 8 10 12 0 50 100 150 200 Jan Feb Mar Apr Maí Jun Júl Ágú Sep Okt Nóv Des Lo ft hi ti (° C) Ú rk om a (m m ) Úrkoma Lofthiti 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 4 8 2 3 2 2 11 7 6 4 3 Jan Feb Mar Apr Maí Jun Júl Ágú Sep Okt Nóv Des Va tn sh el dn i % ) ÚT ÚJ GT GJ . i li r fr li f r r ( - t ) : ) rl ft iti, r ( fr r t f Í l ) ) t l i ri . l r l r tt r j fj l r i r fr li t r i r r. - Ja F ar r aí J J l g S kt v s Lo ft hi ti (° C) Ú rk om a (m m ) rk a L ft iti Ja F ar r aí J J l g S kt v s Va tn sh el dn i % ) J J Mynd 5: a) Mánaðarlofthiti, regn (gögn frá Veðurstofu Íslands) og b) vatnsheldni árið 2015. Tölur á lárétta ás merkja fjölda greindra afrennslisatburða innan hvers mánuðar. 4.3 Áhrif gróðurs og undirlags á vatnsheldni Í þessari rannsókn voru tvær gróðurþekjur prófaðar, annars vegar gras og hins vegar mosavaxinn úthagi. Við fyrstu sýn virðist ysta grasþakið með jarðvegsundirlagi (Þak 5) vera með mestu vatnsheldnina (sjá GJ mynd 5b). Síðari mælingar á rigningu við hvert þak leiddu í ljós að í miklum vindi þá féll 10-20% minna regn á þetta ysta þak, sem skýrir að hluta þennan mun. Að meðaltali mældist svipuð vatnsheldni hjá báðum þökum með úthaga gróðri (sjá mynd 5). Því má álykta að 7 cm sérhannað jarð- vegslag gefi sambærilega (eða örlítiði hærri) vatnsheldni á fyrsta rekstr- arári og 5 cm úthaga torf á hvolfi. Að sama skapi virðist vatnsheldni beggja grasþakanna vera sambærileg ef leiðrétt er fyrir minni úrkomu á ysta þakinu. Nánari athugun á vatnsheldni minni úrkomuatburða leiðir hins vegar í ljós að grasþak með 3 cm torfi á hvolfi hefur minni vatnsrýmd en 7 cm þykkt jarðvegslag (sjá mynd 4): Um miðjan ágúst mældist um 2 mm afrennsli af grasþaki með torfi undir í 8 mm úrkomu. Vatnsrýmd þaksins var þá um 6 mm. Á meðan mældist ekkert afrennsli af hinum gróðurþökunum, þannig að vatnsrýmd þeirri var meiri en úrkoman, eða >8 mm. Þrátt fyrir minni vatnsrýmd hins 3 cm þykka grastorflags á hvolfi, mældist samsvarandi vatnsheldni milli gras og úthaga (sjá GJ, mynd 5b). Í byrjun vaxtartímabilsins í apríl var vatnsheldni beggja gras- þakanna mun hærri en úthagans. Báðar þessar athuganir styðja því við tilgátuna að venjulegt nytjagras dragi í sig meira vatn en úthaginn, sem samanstóð að mestu leyti af mosa. Mosi hefur ekki eiginlegar rætur, ólíkt grösum og öðrum háplöntum, heldur eingöngu svokallaða ræt- linga og upptaka vatns því að nær öllu leyti af yfirborðinu. Sú aðferð að leggja torf á hvolfi, sem undirlag/rótarlag gróðurþekju, er nokkuð algeng, m.a. þar sem torfið er yfirleitt auðfengið og ódýrara en sérblandaður jarðvegur. Hins vegar fylgja yfirleitt ýmsir ókostir notkun torfs sem rótarlags, m.a. minna álagsþol, heilbrigði, þurrkþol og þ.a.l. styttri endingartími, eins og verður rætt betur síðar. 4.4 Seinkun afrennslis Seinkun afrennslis var metin fyrir atburði í nýju, og nákvæmari upp- setningunni (sjá töflu 6). Niðurstöður gefa til kynna 1-3 klst seinkun á upphafi og massamiðju afrennslis gróðurþaka í samanburði við báru- járnsþak. Seinkunin fór lækkandi þegar líða tók á haustið. Í desember byrjaði afrennsli af gróðurþökum á undan bárujárni og skilaði sér fyrr (tupphaf, tcm < 0). Mögulegt er að snjóþekja hafi runnið fram af bárujárns- þaki og þannig ekki skilað sér í þakrennu. Upphafs- og massamiðju seinkun í þessari rannsókn mældist á stærðargráðu klukkutíma (sjá töflu 6), sem er töluvert lengra en hálftíma upphafseinkun í öðrum rannsóknum af léttum gróðurþökum (Hathaway ofl. 2005; Stovin ofl. 2014). Þessi munur má skýra að einhverju leyti með tímabreytileika úrkomu á Íslandi, en hér rignir vægt og lengi. Þannig tekur lengri tíma að fylla pórurnar í jarðveginum, til þess að afrennsli hefst.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.