Verktækni - 2018, Page 43

Verktækni - 2018, Page 43
VERKTÆKNI 2018/24 43 TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR Niðurdæling jarðvarmavirkjana Áður fyrr voru umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana töluvert meiri en í dag, þar sem aukin umhverfisvitund hefur leitt til þess að varúðarráð- stafanir hafa verið gerðar og starfleyfisskilyrði sett á jarðvarmavirkjanir varðandi losun affallsvatns. Niðurdælingarholur eru ein þeirra ráðstaf- ana sem gerðar hafa verið til þess að bregðast við hertum starfs- leyfisskilyrðum, en slíkar aðferðir geta dregið úr efna- og varmameng- un sem hefur áhrif á grunnvatn og lífríki á svæðinu. Niðurdælingarferlið er breytilegt eftir staðsetningu, þar sem ekkert jarðhitakerfi er eins, og er því nauðsynlegt að prófa sig áfram. Niðurdælingar hafa aukist síðan 2011 þrátt fyrir hækkandi kostnað, en kostnaður við hverja niðurdæl- ingarholu og útfellingavandamála er gífurlega hár[7]. Efnasamsetning jarðvarmavökva frá jarðvarmavirkjunum er ólík milli svæða, en þó eiga þau öll sameiginlegt að mikið magn kísils er að finna í vökvanum. Mikið magn kísils í jarðvarmavökva veldur því að erfitt er að eiga við vökvann, ásamt því að hann stíflar lagnir og niðurdæl- ingarholur. Flestar jarðvarmavirkjanir á Íslandi dæla affallsvatni aftur niður í jarðvarmageyminn, en í töflu 1 má finna magn affallsvatns sem fjórar af jarðvarmavirkjunum Íslands dæla aftur niður[8]. Eins og sést í töflu 1 er töluvert mikið magn kísils sem fer í niðurdæl- ingarholur, en úr þessum fjórum virkjunum eru 26.374 tonn af kísli sem hægt er að skapa verðmæti úr, en er að mestu leyti ónýtt auðlind í dag. Erfitt er að komast hjá útfellingum sem verða í holunum ef ekki eru notaðar fyrirbyggjandi aðferðir. Aðferðir til að leysa upp kísilinn eru ekki fýsilegar þar sem ekki er hægt að leysa kísilinn upp nema með sterkum sýrum eða basa[6]. Úrvinnsla kísils úr jarðhitavatni Notkunarmöguleikar kísils eru margir og má þá meðal annars nýta hann sem fylliefni í gúmmí, plast, pappa, málningu, sement, leir, lyf, skordýraeitur og í límiðnað. Slík vinnsla á kísli krefst þess að kísillinn sé markvisst felldur út með gleypnu efni sem hefur mikið yfirborðsflat- armál[9]. Listinn yfir nýtingarmöguleika kísils er ekki tæmandi, en til að mynda sérhæfir nýsköpunarfyrirtækið geoSilica Iceland sig í vinnslu á jarðhitakísli úr skiljuvatni jarðvarmavirkjana. geoSilica notast við Reykjanes 2011 Svartsengi 2011 Hellisheiði 2009 Krafla 2011 Kísildíoxíð (mg/kg) 698 4551 822 610 Bór (mg/kg) 9,3 4,4 1,039 1,07 Járn (mg/kg) 1,10 0,09 0,03 0,008 Kalíum (mg/kg) 1.650 579 38,4 30,2 Magnesíum (mg/kg) 1,42 0,23 0,0035 0,001 Klór (mg/kg) 22.580 7.510 170 72,7 Natríum (mg/kg) 11.110 3.940 213 231 Súlfat (mg/kg) 13,9 15,2 19 245 Ál (mg/kg) 0,0404 0,061 1,7 1,37 Arsen (mg/kg) 0,0879 0,052 0,09 0,0431 Baríum (mg/kg) 12 1,04 0,078 - Kadmíum (mg/kg) 0,000097 0 0,00017 0,000002 Króm (mg/kg) 0,00095 0,0002 0,00008 0,000129 Kopar (mg/kg) < 0,0005 0 0,002 0,367 Flúor (mg/kg) 0,22 0,110 - 0,79 Kvikasilfur (mg/kg) < 0,000002 0,000002 0,00002 0,00002 Mangan (mg/kg) 2,76 0,0945 - - Nikkel (mg/kg) 0,000592 0,0128 0,0003 0,000266 Blý (mg/kg) 0,00058 0,0003 0,0035 0,000036 Tafla 2: Efnagreining á skiljuvatni fjögurra virkjanna á Íslandi Niðurdæling grunn (Mt/ár) Niðurdæling djúp (Mt/ár) Magn kísils í vökva (ppm) Magn kísils í vökva (t/ári) Reykjanes - 1,42 702 997 Svartsengi 33,33 (2011) 7,13 455 18.409 Hellisheiði - 9,9 510 5.049 Krafla - 3,47 533 1.919 Tafla 1: Niðurdæling affallsvatns fjögurra jarðvarmavirkjana á Íslandi og kísilmagn í vökvanum

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.