Verktækni - 2018, Side 44

Verktækni - 2018, Side 44
44 / VERKTÆKNI tveggja þrepa framleiðsluferli sem hannað var af fyrirtækinu, þar sem magn kísilsins í skiljuvatni frá Hellisheiðarvirkjun er styrkt í fyrra þrep- inu án þess að breyta efnasamsetningu þess að öðru leyti, og skilju- vatninu svo skipt út fyrir grunnvatn í seinna þrepinu. Framleiðsluferlið er laust við öll skaðleg efni og því er hægt að nýta steinefnaríkt skilju- vatnið aftur til niðurdælingar, án vandamála sem hljótast af kísilnum. geoSilica nýtir kísilinn í heilsuvöru, en afurð framleiðsluferilsins er hágæða náttúrulegur jarðhitakísill á vökvaformi sem ætlaður er til inntöku. Vörur geoSilica eru í dag fjórar (mynd 4) [10]. Það má segja að geoSilica sé með fyrstu fyrirtækjum í heimi sem finnur leið til að nýta kísilinn sem jafnframt felur í sér lausn á útfellingarvandamálum. Úrvinnsla annara efna úr jarðhitavatni Mikil áhersla hefur verið lögð á aukna nýtingu og hafa til að mynda iðngarðar eins og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi verið í uppbyggingu. Markmið slíkra iðngarða er að nýta jarðvarmann til hins ýtrasta, þar á meðal jarðhitavökvann. Sú hugsjón byggir á því að „affall eins er hrá- efni fyrir annan“. Nokkur dæmi eru um það hvers konar fyrirtæki gætu nýtt framleiðslu eða affallsefni hvers annars og eru það meðal annars fyrirtæki sem starfa í matvælaiðnaði, ylrækt, þörungaræktun, líftækni, efnaiðnaði og pappírsvinnslu. Einnig er hægt að vinna ýmis efni úr affallsvatninu, bæði málma, sölt og steinefni[11]. Forsenda þess að hægt sé að vinna efni úr vökvanum er sú að búið sé að fjarlægja kísil- inn þar sem útfellingar kísils valda vandamálum í búnaði sem ætlaður er til útfellinga á öðrum steinefnum[9]. Eins og áður kom fram er efnasamsetning jarðhitavatns ólík eftir staðsetningu, en nákvæm efna- greining á jarðhitavökva frá fjórum jarðvarmavirkjunum er listuð upp í töflu 2[7]. Þegar búið er að fjarlægja kísilinn eru þó nokkur efni sem fýsilegt væri að skoða úrvinnslu á, en til að mynda eru efnin barín (e.Barium), súlfat (e. Sulfate), ál (e. Aluminum), kalín(e.potassium), bróm(e. Bromine), klór (e. Chloride) flúor, (e. Fluride) og natrín (e.sodium) að finna í töluverðu magni í affallsvatni þessara fjögurra virkjana. Arctic Sea Minerals er gott dæmi um fyrirtæki sem nýtir affallsvatn jarðvarma- virkjana til efnavinnslu, en fyrirtækið vinnur natríumklóríð, kalíum- klóríð og magnesíum úr vökvanum og framleiðir úr því heilsusalt[12]. Önnur nýting á jarðvarma Bláa Lónið er mjög þekktur og vinsæll ferðamannastaður, sem nýtir affallsvatn frá Svartsengi í baðlón ásamt því að vinna kísil og önnur steinefni úr jarðvarmavatni til að setja í húðvörur sem fyrirtækið þróar og selur. Bláa Lónið nýtir einnig affallsvatnið í ræktun þörunga sem finnast í baðlóninu, en þörungarnir nýtast þeim í húðvörurnar líkt og kísillinn[7]. Carbon Recycling International er annað dæmi um nýt- ingu á jarðvarma, en þau nota útblástur koldíoxíðs frá Svartsengi til framleiðslu á endurvinnanlegu metanóli[13]. Umræður Úrvinnsla kísils úr jarðvarmavatni spilar mikilvægt hlutverk í sjálfbærni og aukinni nýtingu jarðvarmavirkjana. Með því að fjarlægja kísilinn úr vökvanum er framkvæmd við niðurdælingu affallsvatns auðvelduð til muna, þar sem kísilútfellingar valda miklum vandamálum í niðurdæl- ingarholum. Bæði er kostnaður vegna útfellingavandamála hár auk þess að möguleiki á því að vinna önnur efni úr vökvanum þegar kísill- inn hefur verið fjarlægður. geoSilica Iceland er leiðandi í heiminum í úrvinnslu á kísil úr jarðvarmavatni með byltingarkenndri aðferð, en félagið var stofnað af tveimur félagsmönnum VFÍ þeim Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni. Framleiðsluferlið er náttúrulegt og umhverfisvænt þar sem engin efni eru notuð í framleiðsluna sem gætu valdið nei- kvæðum umhverfisáhrifum. Með aukinni framleiðslu fyrirtækisins væri möguleiki á að vinna nægilega mikið magn kísils úr vökvanum til þess að það hefði jákvæð áhrif á niðurdælingu í Hellisheiðarvirkjun. Einnig væri möguleiki á því að aðlaga tæknina að öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi, og með því auka sérstöðu íslenskrar jarðvarmaorku á sviði sjálfbærni og aukinni nýtingu auðlinda. Falin verðmæti í jarðvarma- orku er auðlind sem ber að nýta enn frekar og eru sífellt fleiri frum- kvöðlar að sjá tækifæri í slíkri nýtingu. Með því að styðja við nýsköp- unarfyrirtæki sem sjá verðmæti í affalli jarðvarmavirkjana og hvors annars erum við að loka hringrás jarðvarmaorkunnar og færa okkur nær fullnýtingu þeirrar auðlindar sem Ísland hefur yfir að búa. Heimildir [1] “Græn orka | Norðurorka” , Norðurorka. Sótt 16.11.18 frá: https://www. no.is/is/frodleikur/umhverfismal/graen-orka. [2] Ólafur G. Flóvenz og Guðni Axelsson, “Sjálfbær nýting jarðhita”, Isor.is. Sótt 16.11.18 frá: http://www.isor.is/sjalfbaer-nyting-jardhita-0. [3] Orkuspárnefnd, “Sviðsmynd um raforkunotkun 2017 - 2050”, Orkustofnun, Reykjavík, 2017. [4] “Hvað er Kísill | geoSilica.is”, geoSilica Iceland, 2018. Sótt 08.11.17 frá: https://geosilica.is/hvad-er-kisill/. [5] Kevin Brown, “Mineral Scaling in Geothermal Power Production”, Orkustofnun, Reykjavík, 2013. [6] Engineering and Consulting Firms Association, “Preventions and Solutions for the Scale Problem at the Geothermal Power Plant and CDM Study in Indonesia”, Tohoku Electric Power Co, 2006. [7] Andri Stefánsson, “Verðmætasköpun úr affalli og útblæstri jarðvarmavirkj- ana. Greining á viðskiptahugmynd í samstarfi við geoSilica Iceland ehf.: Heilsudrykkur úr affallsvatni. Hluti I”, meistararitgerð, Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarverkfræðideild, Háskóli Íslands, Reykjavík, 2014. [8] Þráinn Friðriksson, „Förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum“, flutt á Aðalfundi Jarðhitafélags Íslands, 2013. [9] William Bourcier, Mow Lin and Gerald Nix, “Recovery of Minerals and Metals from Geothermal Fluids”, Lawrence Livermore National Laboratory, Cincinnati, 2005. [10] “Um okkur | geoSilica.is”, geoSilica Iceland, 2018. Sótt 12.11.17 frá: https://geosilica.is/um-okkur/. [11] “Auðlindagarður HS Orku”, Audlindagardurinn.is. Sótt 12.11.18 frá: https:// www.audlindagardurinn.is/. [12] “Arctic Sea Minerals ehf.”. Sótt 13.11.18 frá: https://www.f6s.com/arctic- seamineralsehf. [13] “ETL-Technology”, CRI - Carbon Recycling International. Sótt 15.11.18 frá: http://carbonrecycling.is/innovation1/. 1 Upplýsingar fengnar úr Förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum [8]. Mynd 4: Vörur geoSilica sem innihalda hágæða jarðhitakísil

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.