Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 ✝ Sandra May Ericson fædd- ist á Long Island í Bandaríkjunum 29. nóvember 1953. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 28. júlí 2022. Sandra var dóttir Ragnhildar Eiðsdóttur, f. 15.3. 1930, d. 1.4. 2000, og Henrys Fredericks Ericson. Bróðir hennar er Kristmann Ericson, meðferðarráðgjafi, f. 3.12 1960. Árið 1972 giftist hún Gunn- ari Bergmann Arnkelssyni, kennara, f. 3.8. 1948. Þau hlíð, BA-prófi í listfræði frá University of South Florida og MA í listfræði frá Bryn Mawr College í Pennsylvaníu og stundaði einnig doktorsnám þar. Hún kenndi í Bryn Mawr og Muhlenberg College. Hún stofnaði ásamt manni sínum Leonard myndlistargalleríið Ericson Gallery í Fíladelfíu á tíunda áratugnum. Árið 2005 varð hún fyrir mænuskaða í slysi og var bundin við hjóla- stól eftir það. Hún og maður hennar fluttu til Íslands árið 2007 þar sem þau hafa verið búsett síðan. Útförin fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 8. ágúst 2022, klukkan 15. skildu. Dóttir þeirra er Magda- lena Bergmann Gunnarsdóttir, sál- fræðingur, f. 18.2. 1973. Sandra gift- ist síðar Edward Fort Fry, prófess- or í listfræði, f. 6.5. 1935, d. 17.4. 1992. Núlifandi eiginmaður henn- ar er Leonard Fredrick Ashford prestur, f. 13.5. 1943, börn hans eru Nina Christine Campagna, f. 3.1. 1970, og Paul Templin Ash- ford, f. 5.7. 1973. Sandra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamra- Sandra frænka var sérstök. Kynni mín af henni voru kafla- skipt í gegnum lífið, fyrst man ég eftir henni sem stráklingur, ekki síst þegar ég var að leika mér með bróður hennar Krist- manni, jafnaldra mínum. Hún var þá ung og glæsileg stúlka sem vakti athygli flestra sem á vegi hennar urðu. Sandra giftist fyrsta manni sínum, Gunnari Bergmann Arn- kelssyni snemma á áttunda ára- tugnum og flutti um tíma til Hríseyjar, muni ég rétt, og við höfðum minna af henni að segja þessi árin, utan þess að við fréttum auðvitað af fæðingu dóttur þeirra, Lenu Bergmann Gunnarsdóttur. Hún fór ásamt fjölskyldunni til Bandaríkjanna til náms í listfræði við Univers- ity of Florida. Þau Gunnar skildu og hún hélt í framhalds- nám í listfræði við Bryn Mawr College í Pennsylvaníu. Þar kynntist hún öðrum manni sín- um, þekktum listfræðingi og prófessor, Edward Fort Fry, nógu þekktum til að sviplegt andlát hans snemma á tíunda áratugnum var frétt í New York Times. En Sandra átti svo því láni að fagna að kynnast núlifandi eiginmanni sínum, Leonard Frederick Ashford, á tíunda áratugnum, manni sem hefur fylgt henni af mikilli ást og tryggð alla tíð síðan. Hún sagði þá sögu, eða hvort það er þjóð- saga í fjölskyldunni, að hún hafi séð nafnið hans við dyr í há- skólanum og þar stóð The Rev- end Leonard Frederick As- hford og þótti henni það tilkomumikið, sagði hún sposk eins og hún var svo oft. Þau kynntust síðan í nefnd sem sá um innkaup á listaverkum fyrir skólann og eftir það varð ekki aftur snúið. Þau settu síðan heimili sitt niður í borginni Fíladelfíu í Pennsylvaníu og stofnuðu þar saman myndlist- argalleríið Ericson Gallery sem þau ráku í nokkur ár og sýndu þar frægir listamenn ásamt öðr- um, má þar nefna kanadíska myndhöggvarann Robert Murray sem dæmi. Síðan gerðist það að Sandra lenti í sínu örlagaríka slysi þar sem hún varð fyrir mænuskaða og hún lamaðist að mestu fyrir neðan hálsinn. Það var tvísýnt um líf hennar um tíma, en hún barðist í gegnum það. Þar sem fjölskylda hennar var að mestu hér á Íslandi ákvað hún svo að flytjast hingað ásamt Len sín- um og ekki stóð á honum að koma með. Þar með hófst annar hamingjuríkur og skemmtilegur kafli fyrir okkur hin, því þótt Sandra væri bundin við hjóla- stól var hún stolt og skemmti- leg og vildi vera með í öllum fögnuðum fjölskyldunnar. Hún hafði kannski góða fyrirmynd í ömmu sinni, Guðríði, sem var lengi bundin við hjólastól en var samt höfuð fjölskyldunnar svo lengi sem hún lifði. Það voru forréttindi að þekkja Söndru, þessa skarp- greindu konu sem svo gaman var að ræða við, því hún var hreinskilin og átti til góðan skammt af íroníu. Við höfum fylgt þeim Len undanfarin fimmtán ár hér á landi og haft gríðarlega ánægju af þeim kynnum; krakkarnir okkar hafa sérstaklega laðast að Len og Söndru og spjölluðu oft við þau á Facetime. En fyrst og fremst blífur minningin um heillandi konu sem gaman var að ræða við um fjölskylduna, listir og samtímann og allt þar á milli. Blessuð sé minning hennar sem fór allt of fljótt. Gauti Kristmannsson. Sandra kallaði á mig í einni heimsókn hjá ömmu í Eskihlíð- inni árið 1969. Ég var uppnum- in að flotta frænka mín sem var fyrirmynd skyldi bjóða mér inn í herbergi til sín. Með Söndru voru tvær vinkonur og tónlist á fóninum. Skvísurnar voru að hlusta á nýjustu Bítlaplötuna, Let it be. Sandra sýnir mér plötuumslagið og spyr: „Hver finnst þér sætastur?“ Ég var tíu ára en hafði samt skoðun á því. Jú, mér fannst þessi efst til hægri sætastur. Sandra tók ut- an um mig og sagði „mér finnst það líka“. „Paul er langsætast- ur.“ Þessi minning er mér dýr- mæt og varð grunnurinn að sterkri og einlægri vináttu sem við Sandra áttum. Reglulega heimsóttum við Árni, Söndru og hennar ynd- islega eiginmann Len til Phila- delphiu. Það var ævintýri líkast að koma til þeirra. Sandra tók alltaf á móti okkur með opinn faðminn og falleg orð þegar hún bauð okkur velkomin. Sandra og Len bjuggu í gömlu húsi á þremur hæðum. Hver hlutur í húsinu var ein- stakur. Mikið af myndlist, skúlptúr, postulíni, leirmunum, antíkhúsgögnum og teppum. Öllu var raðað fullkomlega, engin mínimalismi heldur þvert á móti hellingur af litum, form- um og óvenjulegum hlutum sem komu á óvart. Sandra var með næmt auga fyrir hönnun og einstaklega smekkvís. Við kynntumst borginni vel og Sandra sá til þess að fara með okkur á helstu listasöfnin og aðra menningartengda at- burði. En á kvöldin elduðum við oftast heima. Að vera í húsinu þeirra var miklu skemmtilegra heldur en að fara á veitinga- stað. Við skiptum eldamennsk- unni á milli okkar en þegar Sandra eldaði þá galdraði hún fram alls kyns framandi rétti sem kitluðu bragðlaukana enda frábær kokkur. Í eldhúsinu var mikið hlegið, skemmtisögur sagðar og alls kyns fróðleikur sem gaman var að taka þátt í. Þegar kom að mannkynssögu og listum vissi Sandra allt. Ég gat setið eins og fróðleiksfús nemandi og hlustað á Söndru tala um listaverk og söguna á bak við tiltekið málverk. Þetta gerði hún af næmni og virðingu sem heillaði okkur öll. Ytra umhverfi skipti Söndru máli hvort sem það var heimilið eða garðurinn. Þegar Sandra lagði á borð þá voru antík-krist- alsglös tekin fram, silfurhnífa- pör, postulínsdiskar og þunnar hvítar hörservéttur. Það var upplifun að setjast til borðs með þeim heiðurshjónum. Ég er þakklát og stolt að hafa átt þig sem frænku mína, elsku Sandra, og mun sakna hlýjunnar þinnar, fallega bross- ins, nærgætninnar og innihalds- ríku samræðnanna okkar. Af Let it be þar sem kynni okkar hófust. And in my hour of darkness she is standing right in front of me speaking words of wisdom Let it be (Á stund myrkursins, hún stendur fyrir framan mig, talar af visku, látum það vera) Takk fyrir allt. Ég elska þig. Guðríður B. Rail. Elskuleg frænka mín og vin- ur er fallin frá. Því miður getum við Lísa ekki verið viðstödd útför henn- ar þar sem við erum stödd er- lendis. Hún var mér og fjöl- skyldu minni afar kær á öllum tímum í lífi hennar og svo bætti hún rósinni í hnappagatið þegar hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Leonard Ashford. Þau voru sannkallaðir sáluvinir enda stóð hann eins og tröll við hlið konu sinnar eftir að hún lam- aðist. Ég hef aldrei séð annað eins traust, trúnað og ást. Sandra var listfræðingur, stór- gáfuð og umfram allt skemmti- leg og unun að vera í félagsskap hennar, hennar verður sárt saknað af fjölskyldu hennar og vinum. Ég votta Len vini mín- um og bróður mína dýpstu sam- úð og þeirra fjölskyldu. Þorsteinn Kristmannsson. Sandra May Ericson ✝ Björn Jónsson fæddist 30. júní 1935 í Bakkagerði í Arnarneshreppi, Eyjafirði. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 14. júlí 2022. Foreldrar hans voru Guðrún Katr- ín Gísladóttir, f. 31.10. 1896, d. 16.2. 1977, og Jón Marínó Ólafsson, f. 8.8. 1884, d. 4.9. 1968. Björn átti eina systur, Ágústu, f. 7.1. 1919, d. 26.12. 2006, og einn fósturbróður, Jón Pálmason, f. 15.8. 1918, d. 31.8. 2003. Hinn 18.11. 1961 giftist Björn Ástu Kristínu Guðmundsdóttur, f. 28.3. 1926, d. 27.4. 2011. Börn þeirra eru: 1) Ingveldur Björk, f. 8.3. 1963, gift Magnúsi Hreins- syni, f. 14.3. 1955, börn þeirra eru Agnes Ösp, gift Gunnari Snorra Guðmundssyni, og eiga þau þrjú börn, Ásta Birna gift Markusi Kröner og eiga þau eitt barn og Katla Rún. 2) Jón Rún- ar, f. 18.5. 1965, giftur Jonah So- corro M. Marchadesch, f. 27.6. 1978, börn þeirra eru Victoria Isabelle og Elín Sabrina. Fyrir átti Ásta Kristín fjögur börn: 1) Victor Björgvin Ingólfs- son, f. 1.10. 1946, d. 8.7. 2004, giftur Kristínu Sigrúnu Halldórsdóttur, f. 11.10. 1947, eiga þau fjögur börn. 2) Guðmundur Árni Þorkell Sigurðsson, f. 13.11. 1948, gift- ur Sigurbjörgu Sig- urðardóttur, f. 17.6. 1953, eiga þau þrjú börn. 3) Elín Lára Sigurðardóttir, f. 16.2. 1950, gift Sigurði Oddi Gunnarsyni, f. 1.8. 1931, d. 6.7. 2016, eiga þau fjögur börn. 4) Ásta Sigríður Sigurðardóttir, f. 2.10. 1957, gift Sigurbirni Árna- syni, f. 7.2. 1954, eiga þau fimm börn. Samtals eru afkomendur þeirra hjóna sextíu og fjórir. Björn ólst upp á Bakkagerði í Arnarneshreppi, Eyjafirði þar sem hann reri oft til sjávar með föður sínum. Björn vann lengst af sem vélstjóri á fiskiskipum. Hann fluttist austur á Djúpavog með fjölskyldu sinni árið 1970 og bjó þar allt þar til hann flutt- ist á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði árið 2017 þar sem hann bjó til æviloka. Útförin fór fram í Djúpavogs- kirkju 26. júlí 2022. Mig langar í örfáum orðum að minnast þín kæri Björn. Árið var 1956 og ég sex ára þegar sá þig fyrst. Þá bjuggum við á Ásvallagötunni í Reykjavík. Þú komst með strákunum Jóa og Lalla frá Sælandi sem voru þá í Stýrimannaskólanum og voru oft í fæði hjá mömmu. Ég man hvað mér fannst þú svakalega stór við hliðina á bræðrunum sem voru fremur lágvaxnir og svo varstu líka mjög grannur. Ári seinna fluttum við í Kópavog og þú komst stundum þangað en Lalli og Binni bjuggu hjá okkur þar um tíma. Þeir voru mjög skemmtilegir, spiluðu bæði á harmoniku og gítar. Ég man hvað mig langaði að læra á nikku en mamma vildi ekki leyfa það. Lalli kenndi mér fyrstu gripin á gítar og seinna eignaðist ég slík- an grip. Mér fannst þú alltaf frekar daufur, eiginlega bara ekkert skemmtilegur. Þarna var ég 10 ára. Næsta vor þegar ég var 11 ára fór mamma með mig til Danmerkur þar sem ég átti að passa tvö börn vinkonu hennar sem þar bjó ásamt pólskum manni sínum. Þetta var lær- dómsríkt fyrir mig. Ég lærði fljótt að tala dönsku og við ferð- uðumst mikið og veðrið var alltaf gott. Ég fór heim til Íslands í ágúst einsömul með flugvél. Ég man að vélin hét Gullfaxi og það var yndisleg flugfreyja sem sat hjá mér þegar hún var ekki að sinna öðrum farþegum. Við vor- um að minnsta kosti fimm tíma á flugi og vélin hristist mikið. Mamma sótti mig á Reykjavík- urflugvöll. Mér fannst eitthvað skrítið liggja í loftinu. Hún sagði mér að hún og pabbi væru skilin og að við værum að flytja suður í Garðahrepp í hús sem hún væri búin að kaupa. Ég varð mjög leið og reið. Svo einhverjum vikum/ mánuðum seinna komst þú í heimsókn og mamma sagði mér að þið ætluðuð að gifta ykkur. Þá var mér allri lokið. Ég varð alveg vita brjáluð og úthúðaði þér á all- an hátt. En það var alveg sama hversu orðljót ég var, þú varst alltaf jafn rólegur og prúður. Ég man ekki hvenær ég sættist við þig en smátt og smátt tók ég þig í sátt enda varstu nánast aldrei heima, alltaf úti á sjó. Þetta voru okkar fyrstu kynni. Þú reyndist okkur systkinunum alltaf vel og hafðir einstaka þolinmæði gagn- vart öllu. Þið fluttuð svo austur á Djúpavog og ég dvaldi hjá ykkur eitt ár á meðan ég sjálf stóð í skilnaði. Skilnaður hjóna er alltaf erfiður en það er alltaf einhver ástæða sem býr að baki og al- gjörlega fáránlegt að ætla að það sé bara einhver einn sem veldur. Ég bað þig aldrei afsökunar á hegðun minni gagnvart þér en reyndi að sýna í verki hversu mjög ég virti þig og þína prúð- mennsku. Þegar mamma dó 2011 tókst þú Emblu litlu undir þinn vernd- arvæng og það var einstakt sam- band sem myndaðist á milli ykk- ar. Þegar svo fór að halla undan fæti hjá þér og þú þurftir að flytja á hjúkrunarheimilið Upp- sali gastu ekki tekið Emblu með og þá tók ég hana til mín. Þar bjó hún með mínum uns hún flutti yfir í Sumarlandið með Snorra vini sínum fyrir ári. Það hafa vafalaust orðið gleðifundir þegar þið hittust þar öll fyrir stuttu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Lára. Björn Jónsson ✝ Jóna Jóns- dóttir, hús- freyja, bóndi og skólabílstjóri, fæddist í Borg- arnesi 8. ágúst 1947. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 8. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 12. apríl 1918, d. 31. maí 2007, og Jón Úlfarsson bifreiðarstjóri, f. 20. ágúst 1912, d. 12. sept- ember 1981. Systkini hennar eru Úlfar Gunnar, f. 1936, d. 2014, Lára, f. 1942, d. 2017, Rannveig, f. 1944, Sigurjón, f. 1945, Ásta, f. 1947, Anna, f. 1949, d. 2017, Baldur, f. 1953, Ragnar, f. 1954, og Hulda, f. 1958. Jóna giftist hinn 13. sept- ember 1969 Guðbrandi Guð- brandssyni bónda, f. í Tröð Kolbeinsstaðahreppi 28. apríl 1947. Foreldrar hans voru Bjargey Guðmundsdóttir, f. 1910, d. 1970, og Guðbrandur Magnússon, f. 1894, d. 1973. Jóna og Guðbrandur eign- uðust átta börn: 1) Áslaug, f. 1968. Eiginmaður hennar Gísli Þórðarson, f. 1969. Fyrir átti Áslaug soninn a) Jakob Lukka, f. 1983. Maki hennar er Huginn Rafn Arnarson, f. 1987. Saman eiga þau a) Ragnheiði Bríeti, f. 2015, og b) Kormák Loga, f. 2019. 8) Jóhannes, f. 1985. Eiginkona hans er Jónína Svavarsdóttir, f. 1985. Saman eiga þau a) Jónas Emil, f. 2011, Brynhildi Eyju, f. 2014, og Örnólf Kára, f. 2017. Fyrir átti Jónína dótturina Steinunni Láru, f. 2005. Jóna ólst upp hjá for- eldrum sínum í Borgarnesi ásamt níu systkinum sínum. Hún fluttist ung að Mel í Hraunhreppi og hóf þar bú- skap ásamt Guðbrandi. Árið 1979 fluttust þau að Stað- arhrauni þar sem þau byggðu upp myndarlegt bú. Jóna tók ávallt virkan þátt í bústörfum auk þess að sinna stóru heim- ili. Hún var einstaklega hand- lagin og úrræðagóð, kunni að gera mikið úr litlu og gerði við fjölmörg tæki og tól á heimilinu. Hún saumaði föt á börnin og prjónaði hlý klæði á bóndann, börn og barna- börn. Jóna var matráðskona í leitum í fjallhúsi í Hítarhólma í áratugi og fæddi að auki fjölmarga svanga smala í smalamennskum og réttum heima á Staðarhrauni alla tíð. Jóna var jarðsungin í Borgarneskirkju 17. júlí 2020. Arnar, f. 1987, maki Guðdís Jóns- dóttir, f. 1990, og eiga þau tvö börn. Saman eiga Ás- laug og Gísli b) Þórð, f. 1990, og á hann þrjú börn, c) Guðbrand Tuma, f. 1999, og d) Jónu Maríu, f. 2002. 2) Úlfar, f. 1969. Fyrrverandi eiginkona hans er Kristín Magdalena Ágústsdóttir, f. 1972. Saman eiga þau a) Jón Gunnar, f. 1997, eiginkona Hafdís Lára Halldórsdóttir, f. 1997, og eiga þau tvö börn. b) Ágúst Guðmann, f. 1998, c) Guðbrand Örn, f. 2001, d) Sig- urjón Ragnar, f. 2009 og e) Magdalenu Þöll, f. 2012. 3) Guðrún Steinunn, f. 1972. Fyrrverandi maki hennar er Kolbrún Óttarsdóttir, f. 1969. Saman eiga þær a) Hugrúnu Hönnu, f. 2006. Guðrún St. á einnig b) Birtu Rún, f. 2012. 4) Bjargey Anna, f. 1976. 5) Gunnhildur, f. 1978. Eig- inmaður hennar Páll Halldór Björgúlfsson, f. 1978. Saman eiga þau a) Úlf Pál, f. 2008, Hjördísi Sigrúnu, f. 2010, og Matthildi Móu, f. 2013. 6) Jón Guðlaugur f. 1981. 7) Hugrún Á afmælisdegi mömmu er gott að minnast hennar nú þeg- ar tvö ár eru liðin frá því að við misstum hana frá okkur eftir stutta baráttu við krabbamein. Þó hún væri ekki mikið fyrir að berast á þá hélt hún oftast upp á afmælið sitt og vildi sífellt stækkandi hóp afkomenda til sín á Staðarhraun í einhvers konar veisluhöld. Hópurinn heldur áfram að stækka og fjögur barnabarnabörn hafa bæst við á þessum tveimur árum. Mamma var ósérhlífin og það ætti að vera mynd af henni við orðabók- arskilgreininguna á seiglu, orðin bóndi 21 árs með pabba og þremur börnum í eldgömlu húsi og þau byggðu svo bara annan bæ á meðan tvö börn bættust við og svo gerði hún sér lítið fyrir og eignaðist þrjú í viðbót eftir að við vorum flutt á Staðar- hraun. Mamma var einstaklega úrræðagóð og handlagin, hún gerði við allt frá ullarsokkum að þvottavél heimilisins, saumaði á okkur skóla- og sparifötin og passaði að við færum alltaf al- mennilega klædd í smala- mennskur enda „er alltaf hægt að klæða sig úr en ekki hægt að bæta við hlýjum fötum ef þau eru skilin eftir heima“. Hún var ekkert mikið fyrir að flíka til- finningum sínum og hvað þá að tala um þær en sýndi í staðinn umhyggju í verki. Hrósaði okk- ur sjaldnast í eigin persónu en montaði sig svo af okkur við vini og ættingja svo við vissum nú alltaf að hún væri stolt af þess- um krakkaskara. Ég er alltaf að átta mig betur og betur á hvað mamma kenndi mér mikið og vona að hún sé á góðum stað í góðu yfirlæti með kaffibolla sem einhver annar hellti upp á. Bjargey Anna Guð- brandsdóttir. Jóna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.