Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógum 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Handavinna kl.
12.30-16. Félagsvist kl. 12.:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Bingó kl. 13.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Dansleikfimi með Auði Hörpu fellur niður. Jafnvægisæfingar kl.
11–12.Tækninámskeið (Apple) kl. 13–16. Allir velkomnir.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Nám-
skeið: Betra jafnvægi kl. 10.30. Brids kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–
12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10,
tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Dansleik-
fimi með Auði Hörpu kl. 11. Félagsvist í Borgum kl. 12.30. Prjónað til
góðs kl. 13. Gleðin býr í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffi í króknum frá kl. 9. Jóga / leikfimi í salnum kl. 11.
Frjáls stund; handavinna, samvera og kaffi kl. 13. Vatnsleikfimi í Sund-
laug Seltjarnarness kl. 18.30.
Smáauglýsingar
Gefins
Used FREE united 20” flatscreen
colour television, If interested call
either 776-3667 or 5546286, I only
speak english. Tómas Nikulás Saint-
Amant
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Málarar
MÁLARAR
Tökum að okkur alla
almenna málningarvinnu.
Unnið af fagmönnum með
áratuga reynslu,
sanngjarnir í verði.
Upplýsingar í síma
782 4540 og
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Teikningaprentun
Sandblástursfilmur
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝
Hólmfríður Ása
Jónasdóttir
fæddist á Hellis-
sandi á Snæfellsnesi
13. apríl 1929. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 16. júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Þórunn Ás-
björnsdóttir, f. 15.
mars 1898, d. 2.
nóvember 1993, og
Jónas Magnússon, f. 20. sept-
ember 1898, d. 29. júní 1937.
Hólmfríður var næstyngst barna
þeirra hjóna. Systkini hennar
voru Magnús Þórir, f. 19. júlí
1926, d. 1. janúar 1996, Hrefna, f.
3. ágúst 1927, d. 7. ágúst 2008, og
Jóna Þórunn, f. 20. febrúar 1937.
Hólmfríður giftist Sigurði
Guðjónssyni vélstjóra, 13. janúar
1978. Sigurður fæddist 27. nóv-
ember 1918 og lést 31. júlí 2007.
Foreldrar hans
voru Guðjón Ein-
arsson, f. 29. júlí
1886, d. 30. ágúst
1968, og Guðríður
Jónsdóttir, f. 20.
júní 1886, d. 17. apr-
íl 1974.
Dóttir Hólm-
fríðar er Þórunn
Ólafsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f.
14. mars 1954. Þór-
unn giftist 18. janúar 1980 Sig-
urði H. Björnssyni flugmanni, f.
15. september 1953, d. 7. maí
2021. Börn Sigurðar og Þór-
unnar eru: 1) Snorri Páll, f. 13.
nóvember 1979, í sambúð með
Ástu Berit Malmquist, f. 14. júlí
1980. Börn þeirra eru: a) Baldur
Páll, f. 25. október 2009, b) Þór-
unn Ása, f. 5. mars 2012, og
Svana Björk, f. 18. janúar 2018.
2) Hólmfríður Björk, f. 6. október
1985, gift Agli Árna Guðnasyni,
f. 24. september 1985. Börn
þeirra eru: a) Axel Árni, f. 21.
apríl 2014, og Edda Katrín, f. 31.
ágúst 2018.
Hólmfríður missti föður sinn
átta ára að aldri og fluttist hún
þá ásamt systkinum sínum og
móður til Reykjavíkur. Var hún
síðan send í fóstur til móður-
systur sinnar í Hafnarfirði þar
sem hún gekk í skóla og aðstoð-
aði fjölskylduna við ýmis störf. Á
þrítugsaldri fluttist hún til
Reykjavíkur þar sem hún bjó
ásamt móður sinni og dóttur í yf-
ir 30 ár, fyrst á Tjarnargötu, síð-
an á Kaplaskjólsvegi og loks á
Ægisíðu.
Hún starfaði hjá Mjólkursam-
sölunni stærstan hluta ævi sinnar
við góðan orðstír, lengst af sem
forstöðukona í mjólkurbúðinni
við Bræðraborgarstíg. Eftir það
starfaði hún á skrifstofu Frí-
merkjasölunnar í Reykjavík og
lauk loks starfsaldri sínum sem
ritari á göngudeild augnlækn-
inga á Landakoti.
Útför Hólmfríðar fór fram í
kyrrþey frá Neskirkju mánudag-
inn 25. júlí 2022.
Elsku amma mín Fríða er nú
lögð af stað í sitt hinsta ferðalag
eftir langa og farsæla ævi. Amma
Fríða var glæsileg og falleg kona,
ávallt vel til höfð og yfir henni
sveif bjartur andi enda var hún
með eindæmum jákvæð og kát.
Hún var hvers manns hugljúfi,
mikil félagsvera og naut þess alla
tíð að gera sér dagamun, klæða
sig upp og hitta fólkið sitt.
Amma Fríða fæddist á Hellis-
sandi en var ung að árum send í
fóstur til móðursystur sinnar
þegar faðir hennar féll frá fyrir
aldur fram og fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur. Amma lærði því
snemma að axla mikla ábyrgð í
lífinu, og má segja að dugnaður-
inn og jákvæðnin sem einkenndi
hana alla tíð hafi verið henni í blóð
borin. Amma Fríða og langamma
mín, Tóta, ólu móður mína upp í
sameiningu og unnu þær oft
löngum stundum til þess að geta
tryggt þeim gott heimili og móður
minni það uppeldi og möguleika á
góðri menntun sem þær gerðu og
mega vera stoltar af. Dugnað og
jákvæðni ömmu og ekki síst fal-
legt samband móður minnar og
ömmu alla tíð er eitthvað sem ég
mun ávallt taka mér til eftir-
breytni.
Á síðari árum gafst ömmu
tækifæri til að njóta alls þess sem
lífið hefur upp á að bjóða. Hún og
afi Siggi nutu sín vel saman og
ferðuðust mikið, bæði til útlanda
og innanlands. Þau komu sér vel
fyrir á Ægisíðunni þar sem afi bjó
fyrir, og var amma svo lánsöm að
geta búið þar nánast fram á sinn
síðasta dag, enda heilsuhraust
alla tíð.
Amma Fríða hefur alltaf verið
stór hluti af okkar lífi enda fjöl-
skyldan lítil og náin. Á kveðju-
stund eru mér margar fallegar
minningar ofarlega í huga, um
heimsóknir til ömmu og afa á Æg-
isíðuna, spilamennsku við eldhús-
borðið, sundferðir í Vesturbæjar-
laugina, lautarferðirnar með nesti
og kaffi á brúsa, jól á Ægisíðunni
með hamingjusömum börnum að
opna pakka og ekki síst myndin af
ömmu í miðdagssólinni uppi í bú-
stað að dytta að öllum fallega
gróðrinum sem hún hugsaði svo
vel um.
Það eru mikil verðmæti að eiga
þessar góðu minningar og ég verð
ávallt þakklát fyrir það að við fjöl-
skyldan fengum að hafa hana
svona lengi hjá okkur og að börn-
in mín hafi fengið tækifæri til
þess að kynnast og eiga sömu
góðu ömmu Fríðu og ég var svo
heppin að eiga sjálf alla tíð.
Nú er hún lögð af stað til hins
eilífa sumarlands, til alls þess
góða fólks sem þar er og er okkur
svo kært. Ég veit að þau munu
taka vel á móti henni. Við sem eft-
ir sitjum hlýjum okkur við bjartar
og blíðar minningar, um bros
hennar og hlýju sem munu fylgja
okkur alla tíð, uns við hittumst
aftur.
Hólmfríður Björk
Sigurðardóttir.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast ömmu minnar, ömmu
Fríðu. Amma var 93 ára þegar
hún lést 16. júlí síðastliðinn. Við-
burðarík ævi að baki. Amma hafði
séð tímana tvenna á langri ævi en
þó árin hafi kannski verið mörg
fannst mér hún lítið sem ekkert
breytast með aldrinum. Henni
var margt til lista lagt, hún var
eldklár, las mikið, prjónaði, ferð-
aðist víða, hörkudugleg, barngóð
og skemmtileg. En fyrst og
fremst var hún alveg frábær
amma.
Á uppvaxtarárunum mínum í
Vesturbænum var stórum hluta
af tímanum eytt heima hjá ömmu
og afa á Ægisíðunni. Það var allt-
af hægt að kíkja við í mjólk og
köku, nokkuð sem ég nýtti mér
óspart. Amma var frábær í eld-
húsinu og skipti litlu hvað var
bakað eða eldað, allt var það gott;
vöfflur, pönnukökur, kleinur,
sultukökur, smákökur, lamba-
læri, hamborgarhryggur og kjöt-
súpa. Jól fjölskyldunnar voru
einnig haldin á Ægisíðunni í mörg
ár og stóð amma þar fyrir elda-
mennskunni. Fjölskyldan var
mjög samrýnd. Kjarninn í því var
hvað samband mömmu og ömmu
var alltaf náið og sterkt. Pabbi, ég
og Fríða nutum góðs af því.
Á fullorðinsárum mínum þegar
ég hafði kynnst Ástu og við höfð-
um stofnað fjölskyldu í Dan-
mörku komu mamma og amma
oft í heimsókn til að heimsækja
ömmu- og langömmubörnin.
Amma var þá komin yfir áttrætt
og fór hún létt með ferðalagið
eins og svo margt annað og var
yfirleitt með meistaralega prjón-
aðar peysur eða húfur í fartesk-
inu. Eftir að við fluttum heim frá
Danmörku náðum við að hitta
ömmu meira, enda var hún alltaf
með í öllum afmælum og matar-
boðum. Hún hafði gaman af því að
fara í boð og veislur, sérstaklega
ef langömmubörnin voru með.
Það var alltaf gaman að fara með
krakkana í heimsókn á Ægisíð-
una og sjá ömmu töfra þau upp úr
skónum eins og hún hafði sér-
stakt lag á.
Það er skrítið að hugsa til þess
að við munum ekki geta kíkt í
heimsókn til ömmu á Ægisíðunni
lengur, það hefur verið órjúfan-
legur hluti af tilverunni að geta
sótt hana heim þar. Það er þó
sárabót að hugsa til þess sjóðs
minninga sem við búum að eftir
allan þann tíma sem við fjölskyld-
an höfum átt saman. Mér finnst
einnig gott að hugsa til þess að
langömmubörnin hafi náð að
kynnast ömmu og hafa að mörgu
leyti í sama sjóð að sækja þegar
þau hugsa til hennar eða til húss-
ins hennar á Ægisíðu. Ömmu
Fríðu er sárt saknað, af stórum
sem smáum. Farðu í friði amma
og takk fyrir allt.
Þinn
Snorri Páll.
Með ást og hlýju minnist ég
Hólmfríðar Ásu Jónasdóttur.
Fríða frænka var góð, hörku-
dugleg og alltaf tók hún á móti
manni með hlýju og brosi.
Að koma til Fríðu, Tótu og
ömmu Tótu á Kaplaskjólsveginn,
hvort sem það var í heimsókn,
veislur eða annað, þá var hlað-
borð að hætti Sandara; hnallþór-
ur ásamt fleiru.
Á mínum yngri árum fékk ég
að fara í pössun til Fríðu frænku,
það var dekur sem klikkaði aldrei.
Ég fékk það skemmtilega
verkefni að panta og bóka á net-
inu nokkrar Tenerife-ferðir fyrir
þær systur, var mikið spáð í verð
og staðsetningu, það var kostn-
aðurinn sem var alltaf númer eitt
enda Fríða frænka mjög hagsýn í
alla staði. Ég bauðst til að borga
ferðina á netinu en það kom ekki
til greina, það var farið á
ákveðnum degi á ferðaskrifstof-
una til að borga yfir borðið.
Elsku Fríða frænka, takk fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig, ég
veit að þú ferðast á fyrsta farrými
til sumarlandsins, þar eru margir
sem bíða þín með opinn faðminn.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi)
Elsku Þórunn, börn, tengda-
börn og barnabörn, innilegar
samúðarkveðjur.
Jónas Þór Kristinsson.
Á björtum sumardegi hefur
yndisleg kona, langamma barn-
anna minna, eða amma Fríða eins
og hún var alltaf kölluð, kvatt
langt, farsælt og hamingjuríkt
jarðlíf.
Kynni mín af ömmu Fríðu hóf-
ust skömmu eftir að við Snorri
byrjuðum saman. Ég fann fljót-
lega hve mikla virðingu Snorri og
systir hans báru fyrir henni enda
var amma Fríða einstök fjöl-
skyldumanneskja.
Amma Fríða var falleg kona,
ljós yfirlitum og brosmild, það var
einhver sérstök birta yfir henni.
Hún var alltaf vel til höfð og
smekkleg. Stundum þegar hún
var heima eða í sumarbústaðnum
klæddist hún gallabuxum, þá var
hún líka smart þó hún hafi verið
komin á tíræðisaldur.
Heimili ömmu Fríðu, sem er í
reisulegu húsi við Ægisíðuna, er
fallegt. Þangað var gott að koma,
hún tók alltaf vel á móti okkur og
sagði að henni fyndist of langt síð-
an síðast. Hún hafði einstaklega
gaman af börnunum okkar og
naut þess að fylgjast með þeim. Í
eldhúsinu hennar er kexskápur
sem var alltaf jafn vinsæll, þar
fyrir utan var ýmislegt annað
góðgæti á boðstólnum. Í heim-
sóknum hjá henni var spjallað,
farið yfir það helsta því hún fylgd-
ist vel með og vildi vita hvað var á
döfinni hjá sínu fólki. Stundum
var spilað á spil, Veiðimann og Ól-
sen og jafnvel farið í bingó. Þegar
við loks kvöddum á tröppunum
var oft búið að lauma smá nesti í
poka í lítinn lófa.
Amma Fríða var mikil jóla- og
afmæliskona. Hún hafði gaman af
að gefa, gjafirnar voru pakkaðar
inn í fallegan pappír. Innihald
pakkans var oft flík sem hún hafði
prjónað sjálf af mikilli list en hún
var alla tíð mikil handavinnukona
og einstaklega lagin við að raða
saman litum. Þær mæðgur komu
nokkrum sinnum saman í heim-
sókn til okkar þegar við bjuggum
í Kaupmannahöfn, það var nota-
legt og gaman að hafa þær. Fyrir
jólin sendi Amma Fríða okkur oft
randalínur og sultukökur sem
hún bakaði, þetta var í miklu
uppáhaldi hjá okkur.
Við eigum margar góðar minn-
ingar með ömmu Fríðu í sveitinni,
sumarbústað fjölskyldunnar, á
Klausturhólum. Á sumrin naut
hún þess að vera úti á lóð og taka
til hendinni og þegar leið á sum-
arið var farið í berjamó. Það verð-
ur skrítið að sjá hana ekki standa
við eldhúsgluggann í bústaðnum
en þar fannst henni gott að vera
og fá að vaska upp þó svo að upp-
þvottavél væri til staðar.
Síðustu ár hefur Þórunn hugs-
að um móður sína af einstakri um-
hyggju. Amma Fríða var hraust
kona og gat búið á eigin heimili
þrátt fyrir að vera komin á tíræð-
isaldur. Við höfum verið lánsöm
að fá að njóta samvista með
ömmu Fríðu. Á kveðjustund
minnist ég góðra samverustunda
og það er fyrst og fremst þakk-
læti sem kemur upp í huga minn
þegar ég hugsa um ömmu Fríðu.
Við höfum öll misst mikið en
missir Þórunnar tengdamóður
minnar er mikill; þær áttu ein-
staklega náið og fallegt samband.
Ásta Berit.
Hólmfríður Ása
Jónasdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar