Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 183. tölublað . 110. árgangur . ḰRÝNDU ÍS- LANDSMEIST- ARA Í GOLFI MIKIL SAMSTAÐA GUÐMUNDUR VANN ÖRUGG- AN SIGUR GLEÐIGANGAN 11 ÓLYMPÍUSKÁKMÓT 8PERLA SÓL OG KRISTJÁN ÞÓR 27 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Einar Þorsteinsson for- maður borgarráðs segjast sammála um að ekki megi dæma Reykjanes úr leik, þrátt fyrir eldgos og jarðskjálfta- hrinu, í umræðunni um hvar eigi að reisa varaflugvöll. Fyrirhugað var að reisa nýjan Reykjavíkurflugvöll og jafnframt alþjóðlegan varaflugvöll í Hvassahrauni en ýmsir hafa dregið ágæti þeirrar áætlunar í efa eftir að eldgos hófst í Meradölum á miðviku- daginn. Dagur og Einar segja mikilvægt að bíða með að taka ákvarðanir þar til áhættumati Veðurstofu Íslands á svæðinu sé lokið. Veðurstofan skilar niðurstöðu í haust en Dagur segir þá fyrst mögulegt að skoða nýja mögu- leika í stað Hvassahrauns. Einar seg- ir þó að skynsamlegt gæti verið að skoða aðra möguleika sem fyrst. „Menn þurfa strax að hefja vinnu við að skoða aðra kosti sem einnig voru taldir fýsilegir,“ segir hann og vísar til skýrslu Rögnunefndar frá 2015 þar sem fjórir aðrir flugvallarkostir voru nefndir til viðbótar við Hvassahraun. Að mati Dags er það jákvætt við eldgosið í Meradölum að það hefur vakið fólk til vitundar um mikilvægi varaflugvallar. Góður varaflugvöllur sé þjóðaröryggismál og nauðsynlegur fyrir atvinnulífið og hagkerfið. »4 Ekki megi dæma Reykjanesið úr leik - Einar og Dagur sammála um varaflugvöll Hvassahraun Áhættumat Veður- stofunnar stendur yfir á svæðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse var statt í Dynjandisvogi á Vestfjörðum á laugardag og voru ferðamenn ferjaðir í land þaðan. Skipið var smíðað í Króatíu og tekið í notk- un fyrir nokkrum árum. Það rúmar 228 manns en boðið er upp á lúxusferðir til Ís- vatn er í fossinum og er hann því sérlega glæsilegur. Er næsta víst að ferðamennirnir hafi notið útsýnisins. lands með skipinu. Fossinn Dynjandi tók á móti ferðamönnunum í allri sinni dýrð, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Óvenjumikið Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson 228 manna skemmtiferðaskip í Dynjandisvogi Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ekki er ólíklegt að fasteignaverð taki dýfu nú þegar vaxtastig hækkar og væntingar eru uppi um aukið fram- boð á húsnæði. Þetta segir Már Wolf- gang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands. Húsnæðisverð er nú sögulega hátt frá öllum mælikvörðum séð og ekki ósennilegt að bóla hafi myndast á fasteignamarkaðnum að mati Más. „Þótt það séu engar vísbendingar komnar fram um það enn sem komið er, þá er ekki ólíklegt að fasteigna- verð taki dýfu niður á við þegar vaxtastig er að hækka og væntingar eru uppi um aukið framboð,“ segir hann, enda hafi slíkt áður gerst. „Það er eins og margir hafi gleymt því að fasteignaverð lækkaði um næstum 20% frá 2007 til 2010 og á sama tíma var samanlögð verðbólga í kringum 30%.“ Már telur að fyrstu merki um verð- lækkanir á fasteignamarkaði hér á landi yrðu sá tími sem tekur að selja íbúðir. „Um leið og þær tölur fara að hækka, dagar frá því íbúð fer á sölu og þar til hún selst, fást vísbendingar um hvort lækkanir séu í kortunum,“ segir Már. „Þetta er svipað og frá 2007 til 2008. Markaðurinn fór að kólna strax árið 2007 en fáir tóku eftir því.“ Spurður hvort þrengri reglur um greiðslumat, sem Seðlabankinn setti í fyrrahaust, hafi áhrif á eftirspurnina segir Már að þær reglur hafi aðallega komið sér illa fyrir fyrstu kaupendur. „En vissulega hefur það keðjuverk- andi áhrif,“ segir hann og nefnir fólk sem þarf að stækka við sig og selja ódýrari eign. „Ef fyrstu kaupendur eiga erfiðara með að fara á markað, þá eru hugsanlega einhverjar sölur sem voru í pípunum ekki að ganga í gegn,“ segir hann. Greiðslubyrðar- hlutfall fasteignalána takmarkast nú almennt við 35% en við 40% fyrir fyrstu kaupendur. Ekki ólíklegt að fast- eignaverð taki dýfu - Eftirspurnin stærsta vísbendingin - Lækkanir sjást ekki Morgunblaðið/Eggert Eignir Fasteignaverð gæti lækkað. MEngin merki um lækkun »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.