Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 190. tölublað . 110. árgangur .
MEIRIHÁTTAR
MÓTORHJÓLA-
NÁMSKEIÐ
DANIJEL DEJAN DJURIC
BJARGAÐI STIGI
ÍSLAND Í
BRENNI-
PUNKTI Í ÁR
BESTA DEILDIN 27 NORDIC SONG FESTIVAL 28BÍLAR 16 SÍÐUR
Kaflaskil urðu hjá Landhelgisgæslu Íslands í gær þegar form-
lega var gengið frá sölu varðskipanna Týs og Ægis og þau af-
hent nýjum eiganda. Virðuleg kveðjuathöfn fór fram um borð
í Ægi og Tý við Sundahöfn þar sem fyrrverandi skipverjar
drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæsl-
unnar stóðu heiðursvörð. Georg Kr. Lárusson, forstjóri, tók
við fána Ægis og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri
aðgerðasviðs, tók við fána Týs. Þar með lauk áratuga farsælli
sögu skipanna í þágu íslensku þjóðarinnar.
Landhelgisgæslan kvaddi Ægi og Tý eftir dygga þjónustu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísland er ekki samkeppnishæft um
nýja sérfræðilækna eftir sérnám er-
lendis, vegna stöðu samninga
Sjúkratrygginga Íslands við þá.
Þetta er mat Jóhannesar Kára
Kristinssonar, augnlæknis á stof-
unni Augljós. Hann segir það ekki
síst gilda um augnlækna og að ljóst
sé að staðan í endurnýjun stéttarinn-
ar sé grafalvarleg.
Yfir helmingur yfir sextugu
Nú er svo komið að 59 prósent
starfandi augnlækna á Íslandi eru
yfir sextíu ára gamlir.
Meira en helmingur þeirra sem
eru eldri en sextíu ára, eru yfir sjö-
tugu.
Samningar SÍ við augnlækna hafa
nú verið lausir í fjögur ár.
Flestir augnlæknar starfa sjálf-
stætt og byggist starfsemi þeirra því
að miklu leyti á samningum við SÍ.
Jóhannes Kári segir að nýútskrif-
aðir augnlæknar geti ekki komið
heim til starfa eftir nám án nýrra
samninga, þar sem þeir séu ekki
samkeppnishæfir við aðra augn-
lækna.
Auk þess segir hann samninga um
augnsteinaaðgerðir, sem gerðar eru
utan sjúkrahúsa, vera gríðarlega
hagstæða fyrir ríkið þar sem aðgerð-
irnar eru framkvæmdar í mun ódýr-
ara húsnæði.
Aðeins eru í gildi samningar við
eina stofu sem sinnir slíkum aðgerð-
um. Biðlistar í augnsteinaaðgerðir
hafa lengst og eru nú nærri tvö ár.
Tekur aðeins tíu mínútur
„Það er bara bilað ástand. Þessar
hefðbundnu aðgerðir, sem flestir
fara í, taka tíu mínútur.“
Lengri biðlistar leiða svo til tvö-
falds heilbrigðiskerfis.
doraosk@mbl.is
Grafalvarlegt ástand
meðal augnlækna
- Augnlæknar hafa verið samningslausir í fjögur ár
MLæknum fækkar og biðlistar … »6
24stundir/Sverrir
Aðgerð Starfsemi augnlækna er að
miklu leyti bundin við samninga SÍ.
Gamla góða íslenska gulrófan er að
komast aftur í tísku með ráðlegg-
ingum meistarakokka um breytta
matreiðslu. Hefur það leitt til auk-
innar sölu, að sögn Gunnlaugs Karls-
sonar, framkvæmdastjóra Sölu-
félags garðyrkjumanna.
Gulrófur eru meðal þeirra mat-
jurta sem fyrstar náðu útbreiðslu
meðal landsmanna og hafa því verið
hluti af fæðu Íslendinga í tvær aldir.
Þær eru C-vítamínauðugar og eru
stundum kallaðar appelsínur norð-
ursins. Algengasta matreiðsluað-
ferðin, suðan, er nú á undanhaldi,
vegna þess að aðrar aðferðir eru
taldar draga betur fram eiginleika
rófunnar, svo sem að steikja þær á
pönnu eða grilla þær. »4
Gulrófur Hægt er að matreiða rófuna á
ýmsan hátt, að mati meistarakokka.
Rófan aftur í tísku
Samtals eru nú rúmlega 60 þús-
und erlendir ríkisborgarar búsett-
ir á Íslandi samkvæmt nýbirtum
tölum Þjóðskrár Íslands. Var
60.171 erlendur ríkisborgari
skráður með búsetu hér á landi 8.
ágúst síðastliðinn. Hefur þeim
fjölgað um 5.192 frá 1. desember í
fyrra eða um 9,4%.
„Úkraínskum ríkisborgurum
hefur fjölgað um 564,4% frá 1.
desember sl. og voru þann 8.
ágúst sl. 1.588 úkraínskir ríkis-
borgarar skráðir til heimilis á Ís-
landi samkvæmt Þjóðskrá. Þetta
er fjölgun um 1.349 manns á tíma-
bilinu,“ segir í umfjöllun á vef
Þjóðskrár.
Fram kemur að ríkisborgurum
frá Venesúela hefur einnig fjölgað
umtalsvert eða um 60% á þessu
tímabili. Nú eru 728 einstaklingar
með venesúelskt ríkisfang búsettir
á Íslandi. „Pólskum ríkisborgurum
fjölgaði á ofangreindu tímabili um
1.175 einstaklinga eða um 5,5% og
eru pólskir ríkisborgarar nú 5,8%
landsmanna.“
Erlendir rík-
isborgarar
eru nú 60 þús