Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Guðrún Sigríður Arnalds
gsa@mbl.is
Alls gengu 6.685 manns að gosstöðv-
unum í Merardölum síðastliðinn
sunnudag samkvæmt talningum
Ferðamálastofu. Aldrei áður hafa
svo margir gengið að gosinu á einum
degi. Hjördís Guðmundsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi almannavarna, segir
að það hafi engum komið á óvart þar
sem veður var tiltölulega gott. Þá
hafi flestir lagt af stað snemma
morguns þar sem mikil mannmergð
kom að gosstöðvunum rétt fyrir há-
degi. Hápunktur dagsins var klukk-
an tólf þegar Ferðamálastofa taldi
um 600 manns á svæðinu. Svipaður
fjöldi gekk að stöðvunum á laugar-
dag, 6.496 talsins, en 28.140 manns
hafa gengið þangað á síðastliðnum
sjö dögum.
Hjördís segir að það hafi verið
ákveðin áskorun fyrir starfsfólk á
svæðinu að koma öllum fyrir í þeim
bílastæðum sem eru við gönguleiðir
gosstöðvanna. „Það veit enginn
hversu lengi þetta gos verður, en við
verðum að finna lausn á þessu, þar
sem ferðamenn eiga ennþá eftir að
sækja gosstöðvarnar þegar líður á
haustið.“
Taka einn dag í einu
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra fundar daglega um framvindu
á gosstöðvunum, en að sögn Úlfars
Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suð-
urnesjum, hefur lögreglan ekki
þurft að vísa fólki frá bílastæðum.
„Við reynum að taka einn dag í einu
og meta aðstæður hverju sinni, t.d.
er frekar slæmt veður á miðvikudag
[á morgun] og þá gerum við ráð fyrir
að loka svæðinu þann dag.“
Úlfar bætir við að erfitt sé að
meina fólki að leggja bílum sínum
lengi í bílastæðunum við gönguleið-
irnar, þar sem ferðalangar hafi
gengið tímunum saman til að sjá
gosið. „Gangan tekur marga klukku-
tíma og fólk vill njóta þess að vera á
gosstöðvunum, en geymir á meðan
bílana á takmörkuðu bílastæði.“
Hann segir að nú séu miklir álags-
tímar hjá björgunarsveitafólki og
sjálfboðaliðum sem eru við gosstöðv-
arnar og þegar vel viðrar verður
álagið ennþá meira. Íslendingar,
jafnt sem erlendir ferðamenn, sýni
oft mikla óvarkárni og hafa sumir
jafnvel freistast til þess að ganga yf-
ir storknað hraun eða farið hættu-
lega nálægt hraunflæði. Hraun-
flæðið í Meradölum virðist vera
svipað því sem var í gosinu í Fagra-
dalsfjalli í fyrra.
Þá sýna niðurstöður mælinga úr
Pleiades-gervitunglinu frá því á
sunnudag að hraunflæði síðustu tíu
daga hafi verið að meðaltali 10,4
m3/s, sem er svipað því sem var að
meðaltali í gosinu í fyrra.
Jón Grétar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Atlantsflugs, segist
gera ráð fyrir því að bókunum í út-
sýnisferðir með þyrluflugi muni
fjölga með haustinu. „Hér er vertíð-
in núna og við einblínum á það en við
reynum að láta gosið ekki gleypa öll
önnur verkefni hjá okkur.“ Atlants-
flug hefur á snærum sínum tvær
þyrlur sem fljúga núna um sex ferðir
hvor um sig á dag og að sögn Jóns,
verða þær að mestu leyti nýttar til
útsýnisflugs yfir gosastöðvarnar. Nú
séu flugmenn að tínast inn úr sumar-
fríum sem geri þeim kleift að fljúga
fram eftir kvöldi og mæta aukinni
eftirspurn. „Við áætlum að bæta við
okkur ferðum þegar líða fer á ágúst-
mánuð og munum fljúga allt að tutt-
ugu ferðir á dag.“ Jón segir annað
eldgos vera helsta áhyggjuefni
þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á
útsýnisferðir með þyrluflugi, þar
sem þá fyrst verði erfitt að mæta
eftirspurn.
Aldrei eins margir gengið að gosinu
- 6.685 manns gengu að gosinu á sunnudag - Áskorun að koma öllum í bílastæði - Fólk hættir sér
út á storknað hraun - Hraunflæði líkt og í fyrra gosi - Allar þyrlur nýttar í útsýnisflug -
Morgunblaðið/Ingó
Hættuspil Nokkrir einstaklingar vildu greinilega komast nær gosinu um helgina og hættu sér út á hraunið sem rann í fyrra við rætur Stóra-Hrúts.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gott framboð er orðið á helstu teg-
undum útiræktaðs grænmetis á
markaði. Gæði eru með ágætum, að
sögn framkvæmdastjóra Sölufélags
garðyrkjumanna. Helst er talin hætta
á að ekki hafist undan að skera blóm-
kálshausa fyrir ört vaxandi markað.
Ræktun á grænmeti sem ræktað er
úti í görðum fór vel af stað í vor.
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmda-
stjóri Sölufélags garðyrkjumanna,
segir að kuldakast snemma sumars
hafi hægt á. Hann segir þó að einn
sólríkur og hlýr dagur bæti upp
marga kalda daga og nú sé framboð
af flestum tegundum káls og annars
útiræktaðs grænmetis orðið gott.
Gæðin séu með ágætum þar sem
plönturnar hafi ekki skemmst í vor-
kuldum.
Sölufélagið er með nóg af selleríi,
grænkáli, hvítkáli, rófum og spergil-
káli, sem dæmi. Nefnir hann að garð-
yrkjubóndi sem rækti spergilkál telji
að kálið hafi aldrei litið jafn vel út og
nú. Gunnlaugur segir að vissulega
skipti veðurfar mestu máli varðandi
uppskeru og gæði en ræktunin sé þó
ótrúlega flókin við aðstæður eins og
ríkja hér á landi og bændur séu stöð-
ugt að tileinka sér nýja þekkingu til
þess að plöntunum líði sem best í
jarðveginum og gefi af sér sem bestar
afurðir fyrir neytendur.
Rófan aftur í tísku
Neysla á ýmsum káltegundum hef-
ur aukist mikið, eins og blómkálið er
gott dæmi um. Kuldakastið setti strik
í reikninginn með ræktun þess, að
sögn Gunnlaugs, og ekki víst að
bændum takist að framleiða nóg fyrir
íslenska markaðinn.
Gunnlaugur nefnir að gamla góða
íslenska gulrófan sé að komast í
tísku og komi það fram í aukinni
sölu. Hann segir að kokkar mæli
með að rófurnar séu borðaðar fersk-
ar, grillaðar eða steiktar á pönnu
eða í ofni, en þær séu ekki soðnar.
Rófan sé sykurrík og steiking eða
grillun kalli fram góða eiginleika
rófunnar og hún geti jafnvel orðið
ljúffengasti eftirréttur.
Neytendur ráða för
Ylræktin gengur sinn vanagang
enda tómatar, gúrkur og fleiri afurðir
ræktaðar við stýrðar aðstæður inni í
gróðurhúsum. „Það lítur vel út með
ylræktina. Við þjónum íslenskum
neytendum, þeir stjórna ferðinni.
Takturinn er góður vegna hvatningar
frá þeim. Menn eru að leita leiða til að
auka ræktun og fjölga tegundum en
þá kemur alltaf að gjaldskrá Rarik,“
segir Gunnlaugur.
Ósanngjörn gjaldskrá
Nefnir hann sem dæmi að gjaldskrá
fyrir dreifingu á rafmagni sé ósann-
gjörn gagnvart dreifbýlinu. Garð-
yrkjubóndi í Borgarfirði, sem kaupi
meira rafmagn til lýsingar en allir íbú-
ar Borgarness, þurfi til að mynda að
greiða miklu hærra gjald fyrir flutn-
ing orkunnar til sín, af því að hann sé í
dreifbýli. Staðan væri önnur ef 200
manns byggju á torfunni. „Það getur
ekki staðist að túlka heimildir í lögum
til að miða gjaldskrá við íbúafjölda á
svæðinu en ekki raunverulega notkun
og þar með hagkvæmni í flutningi ork-
unnar á staðinn,“ segir Gunnlaugur og
getur þess að málið sé til skoðunar hjá
Samtökum fyrirtækja í landbúnaði.
Hann telur líklegt að gjaldskráin verði
kærð til Samkeppniseftirlitsins.
„Það er bara verið að biðja um
sanngirni, ekki ölmusu. Ef gjaldskrá-
in væri sanngjarnari myndi ræktun
aukast enn frekar og tegundum
fjölga,“ segir Gunnlaugur.
Vel gengur að framleiða kál
- Framboð flestra tegunda útiræktaðs grænmetis annar eftirspurn - Kuldakastið dró úr vexti blóm-
káls - Gamla góða gulrófan aftur í tísku - Leita réttar síns vegna ósanngjarnrar gjaldskrár raforku
Uppskera Garðyrkjubændur vinna að uppskerustörfum allt sumarið og fram eftir hausti. Ágætt útlit er fyrir upp-
skeru af flestum útiræktuðum matjurtum í sumar. Veðráttan það sem eftir er ágúst og í september ræður þó miklu.