Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Viðskiptavinur Arion banka var í tví-
gang beðinn um að staðfesta greiðslu
upp á tæpar 13 milljónir króna þegar
hann hugðist greiða fyrir bílaleigubíl í
Bandaríkjunum. Bílaleigubíllinn átti
að kosta um 130 þúsund krónur. Mað-
urinn hefur óskað eftir skýringum frá
Arion banka og sent lögreglu ábend-
ingu um þetta.
Umræddur maður, sem vill ekki
láta nafns síns getið, segir að fyrra
tilvikið hafi verið á fimmtudag í síð-
ustu viku. Hann var í samskiptum við
ferðaskrifstofu vegna bókunar á bíla-
leigubíl og var svo beðinn að staðfesta
greiðsluna í símanum sínum. Þegar
staðfestingarbeiðnin frá Arion kom
var upphæðin margfalt hærri en hún
átti að vera. Þar sem komið var fram
undir lok dags ákvað maðurinn að
reyna að nýju daginn eftir. Þá end-
urtók sagan sig hins vegar og aftur
bað Arion hann um að staðfesta
greiðslu upp á tæpar 13 milljónir
króna. Þá tók maðurinn skjáskot af
beiðninni, hætti við greiðsluna og
setti sig í samband við bankann.
„Ég fékk engar skýringar af viti,
aðeins að þetta gæti verið einhver
kommuvilla hjá Valitor. Ég óskaði
eftir því að öryggisdeildin tæki þetta
föstum tökum. Þá hringdi ég í lög-
regluna og var bent á að senda póst á
„cyber crime“. Ég sendi erindi þang-
að en lögreglan hefur ekkert haft
samband við mig,“ segir maðurinn í
samtali við Morgunblaðið.
Hann kveðst furða sig á því að á
sama tíma og lögreglan varar við net-
glæpum í fjölmiðlum séu að koma
upp raunverulegar villur hjá bönk-
unum sjálfum. „Mér fannst tekið
frekar kæruleysislega á þessu,“ segir
maðurinn að endingu.
Gott að korthafar sýni árvekni í
viðskiptum
Haraldur Guðni Eiðsson, for-
stöðumaður samskiptasviðs Arion
banka, segir að því miður hafi sumir
erlendir færsluhirðar ekki uppfært
sinn hugbúnað til að uppfylla kröfur
Visa um hvernig miðla skuli upplýs-
ingum til Visa um tiltekin viðskipti.
„Það getur leitt til þess að upphæðir
viðskipta birtist ekki rétt þegar við-
skiptavinur á að samþykkja við-
skiptin, hvort sem það er í gegnum
app eða SMS. Villan felst í því að selj-
andi gerir ráð fyrir aurum og bætir
tveimur tölustöfum við upphæðina,
svo hún virðist 100 sinnum hærri en
hún í raun er,“ segir hann. „Það er
gott þegar korthafar sýna árvekni í
viðskiptum og hafa samband vegna
þessa því í kjölfarið getum við upplýst
Visa um þá færsluhirða sem eiga eftir
að uppfæra hugbúnað sinn, þannig að
hann samræmist reglum Visa. En
sem betur fer þá hafa langflestir er-
lendir færsluhirðar uppfært sinn
hugbúnað og því er þetta sjaldgæft,“
segir Haraldur enn fremur.
Átti að greiða þrettán milljónir
- Fékk svimandi háa rukkun fyrir bílaleigubíl - Uppfæra þarf hugbúnað
Rukkun Maðurinn hætti snarlega
við þegar hann sá upphæðina.
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Eins og fram hefur komið er mikill
skortur á læknum á Íslandi. Nú er
svo komið að í nokkrum sér-
fræðigreinum er meirihluti lækna yf-
ir sextugu og mikill skortur á ný-
liðun. Þannig er staðan í
augnlækningum í dag. 59% starfandi
augnlækna er 60 ára eða eldri og
meira en helm-
ingur þeirra sem
eru eldri en sex-
tugir eru komnir
yfir sjötugt. Ljóst
er að bregðast
þarf við þessu
grafalvarlega
ástandi.
Jóhannes Kári
Kristinsson,
augnlæknir á
augnlæknastöð-
inni Augljós, segir að ekki hafi verið
gerð nákvæm úttekt á því hversu
marga augnlækna þurfi til að ástand-
ið yrði bærilegt. „Það er erfitt að
meta þetta, en hins vegar er alveg
ljóst að heilbrigðisyfirvöld, og þá sér-
staklega Sjúkratryggingar, hafa að
mörgu leyti brugðist sinni skyldu.
Augnlækningar eru fag sem byggist
oft eingöngu á samningum við
Sjúkratryggingar, því það eru ekki
allir augnlæknar sem vinna á sjúkra-
húsum. Nú hafa samningar verið
lausir í fjögur ár, nýir sérfræðingar
úr námi hafa átt erfitt með að komast
á samning og án samnings eru þeir
ekki samkeppnishæfir við aðra augn-
lækna. Þeir geta jafnvel séð hag sín-
um betur borgið að verða áfram er-
lendis eða flytja aftur út með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir
íslenskt heilbrigðiskerfi.“
Sífellt sami söngurinn
Jóhannes var yfirlæknir hjá augn-
læknastöðinni Sjónlagi á árum áður.
„Á árunum 2006-2008reyndum við að
koma á augasteinsaðgerðum fyrir ut-
an spítala í fyrsta sinn. Það hafði
myndast tveggja ára biðlisti og vand-
inn fór sífellt vaxandi. Við áttum sam-
tal við þrjá heilbrigðisráðherra og
það var alltaf sama sagan. Gríðarleg
tregða er gagnvart því að koma verk-
um út af spítalanum til að fram-
kvæma þau í miklu ódýrara húsnæði.
Það endaði með því að við keyptum
bara inn tæki til augasteinsaðgerða
án þess að hafa fengið samning og
þau lágu nær ónotuð í tvö ár. Þetta
bjó þó til þrýsting á Sjúkra-
tryggingar og á ráðherra. Þó var það
ekki fyrr en í ráðherratíð Guðlaugs Þ.
Þórðarsonar að loksins var tekin
ákvörðun í málinu árið 2008. Í kjöl-
farið voru augasteinsaðgerðir boðnar
út og þær voru þá framkvæmdar í
fyrsta sinn utan spítala hér á landi.
Við þetta styttust biðlistarnir hratt
og viðbótartilkostnaður varð ekki
mikill. Þessir samningar sem verið er
að gera við augnlækna utan spítalans
eru alveg gríðarlega hagstæðir. Það
er stjarnfræðilegur munur á kostnaði
við að senda sjúkling til útlanda í að-
gerðir eða sinna þeim hér á stofum.
Þessi tregða við að gera hlutina ódýr-
ar og hagkvæmar er er óskiljanleg.“
Á þessum tíma gerðu heilbrigðis-
yfirvöld samninga við tvö fyrirtæki,
Sjónlag og Lasersjón. „Núna, ein-
hverra hluta vegna hefur þjónustuað-
ilum verið fækkað niður í einn, en
augnskurðstofan Lentis er nú með
samning við Sjúkratryggingar um
framkvæmdir augasteinsaðgerða,“
segir hann. Með færri augnaðgerðum
utan spítalans eru biðlistarnir að
lengjast. Veigamesta skýringin er sú
að öldruðum fer mjög fjölgandi í sam-
félaginu en þeir eru fjölmennasti
hópurinn sem þarfnast aðgerða.
Einhvers konar heimsmet
„Núna er staðan mjög slæm og lík-
lega að verða tveggja ára bið eftir að
komast í augasteinsaðgerð. Það er
bilaðástand. Þessar hefðbundnu að-
gerðir sem flestir fara í taka tíu mín-
útur á auga.“ Hann bendir á að önnur
aðgerð, sem er nú eingöngu gerð á
sjúkrahúsi, ætti betur heima utan
þess. „Það eru sprautumeðferðir í
augnbotni, svokallaðar
glerhlaupsinndælingar. Þá er lyfi er
sprautað inn í augað við sjúkdómi
sem fellur undir ákveðna gerð af
hrörnun í augnbotnum. Þessi aðgerð
hefur verið bylting í meðferð á þess-
um sjúkdómi. Hún tekur stuttan tíma
og er framkvæmd fyrst og fremst af
aðstoðarlæknum á spítalanum á
skurðstofu, en væri hægt að fram-
kvæma á hvaða stofu sem er, eins og
víða er gert í löndunum í kringum
okkur. Hérlendis má ekki fram-
kvæmaþessa aðgerð á stofu, því lyfin
sem er notuð eru til að sprauta í aug-
un eru með S-merkingu, sem þýðir að
eingöngu megi nota þau á spítala.
Það er engin ástæða fyrir því að þessi
lyf sé S-merkt í þessum tilvikum. Ef
því væri breytt væri hægt að fram-
kvæma inndælingarnar á stofu sér-
fræðinga og nýta skurðstofur spít-
alans betur til að stytta biðlista fyrir
augasteinsaðgerðir.“
Hann bendir einnig á að þessir
löngu biðlistar búi til tvöfalt heil-
brigðiskerfi. „Ég var að tala við sjúk-
ling í morgun sem sagði: „Ég nenni
ekki að bíða eftir þessu í tvö ár, get
ég ekki bara borgað fyrir þetta?“
Þetta getur ekki verið niðurstaðan
sem við viljum sjá í heilbrigðiskerf-
inu.“
Jóhannes segir að samningsleysið
við Sjúkratryggingar í fjögur ár
hljóti að vera einhvers konar heims-
met. „Það er spurning hvort það
þurfi eitthvað lagalegt inngrip til
þess að þetta verði lagað, því þeim
ber skylda að gera samninga við
lækna fyrir hönd sjúklinga. Það verð-
ur hreinlega að fara að vinda ofan af
þessu því þetta hefur aukið greiðslu-
þátttöku almennings verulega auk
tekjutaps fyrir stofurnar.“
Jóhannes segir að það sé ávallt
verið að magna upp átök á milli
einkareksturs og ríkisreksturs í um-
ræðunni, en í raun sé þetta þáttur
sem skipti engu máli. „Aðalmálið er
að þjónustan sé góð og reksturinn
sömuleiðis. Í öðru lagi þurfi að út-
rýma biðlistum og í þriðja lagi verði
að vera almennilegt eftirlit með sér-
fræðingum. Við erum ekki hrædd við
eftirlit og það er mikilvægt að gæði
þjónustunnar séu tryggð.“
Hann segir að í stað valdboðs að of-
an þurfi heilbrigðisyfirvöld að ræða
við lækna. „Þetta snýst um viljann til
þess að framkvæma réttu hlutina,
jafnvel þótt það þýði einhverjar
breytingar fyrir einhverjar stéttir.
Við megum ekki missa sjónar á því að
við þurfum að bæta okkar þjónustu
og það er engin þjónusta að bjóða
upp á tíu mínútna aðgerð með
tveggja ára biðlista. Það segir sig
sjálft.“
Eldri borgarar eru viðkvæmur
hópur sem á erfitt með að berjast fyr-
ir réttindum sínum og hefur ekki
ótakmarkaðan tíma. „Við þurfum að
standa okkur gagnvart þessu fólki
sem bjó til undirstöður þessa velmeg-
unarsamfélags sem við að mörgu
leyti búum við. Heilbrigðiskerfið er
að bregðast öldruðum.“
Hægt að hagræða
Jóhannes segir að víða þurfi að
laga til í kerfinu. „Ég hef alltaf undr-
ast að Landspítalinn skuli ekki láta
innkaupadeild sína flytja sjálfa inn
aðföng fyrir spítalann, eins og víða er
gert á einkastofum. Kaupa mætti í
auknum mæli beint inn tæki og vörur
í stað þess að kaupa vörur í gegnum
heildsölur sem leggi oft töluvert á
innkaupsverðið. Ef þetta kallaði á
lagabreytingar þá þurfi bara að gera
þær. Við þurfum að hætta þessu sí-
fellda tali um ríkisrekstur og einka-
rekstur, því eitt af því sem sú áhersla
hefur skapað er samkeppni og úlfúð á
milli spítala og einkastofa. Hag-
kvæmur rekstur er aðal málið.“
Jóhannes segist vonast til þess að
samið verði fljótlega en boltinn sé hjá
hinu opinbera. „Ég vona svo sann-
arlega að þeir reki af sér slyðruorðið
og fari að semja. Maður sér fram á al-
varlegan skort á augnlæknum á
næstu árum ef ekkert verður að gert.
Þegar margoft hefur verið sýnt fram
á að þetta rekstrarform sé hagstætt,
þá veit maður ekki hvaða hvatir
liggja þarna að baki. Rökin eru bók-
staflega engin og við köllum á taf-
arlausar aðgerðir.“
Læknum fækkar og biðlistar lengjast
- 59% augnalækna yfir sextugu - Tveggja ára bið eftir tíu mínútna aðgerð - Langir biðlistar bitna
mest á öldruðum - Ekki búið að semja í fjögur ár - Spurning um hagkvæman rekstur, ekki pólitík
Morgunblaðið/Kristinn
Augnlækningar Langir biðlistar eru í augasteinsaðgerðir og þær bitna mest á viðkvæmum hópi aldraðra.
3
9 9
14
16
Aldur augnlækna
Fjöldi augnlækna
eftir aldurshópum
30-39
ára
40-49
ára
50-59
ára
60-69
ára
70+
ára
59%
AUGN
LÆKNA
ÁÍSLANDIER
U60ÁRAOGELDRI
Jóhannes Kári
Kristinsson