Morgunblaðið - 16.08.2022, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Breikkun kafla Vesturlandsvegar í
Mosfellsbæ gengur ágætlega og er á
áætlun, samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni.
Um er að ræða 520 metra kafla
milli Langatanga og Reykjavegar.
Þetta er eini kaflinn á Vesturlands-
vegi í Mosfellsbæ þar sem aksturs-
stefnur eru ekki aðskildar núna.
Nú er klapparskurði í syðri kanti
lokið og búið að endurgera syðri ak-
brautina (til norðurs)
og gera nýja afrein frá Vestur-
landsvegi að Sunnukrika, upplýsir G.
Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar.
Sprengingar í nyrðri kanti hófust
4. ágúst og lýkur í næstu viku. Þá
hefst vinna við að koma fyrir nýjum
háspennustrengjum Landsnets og
Veitna.
Búast má við að nyrðri akbrautin
(til suðurs) verði malbikuð um miðjan
september. Þá er ýmis frágangur eft-
ir, s.s. vegrið, lýsing og fleira. End-
anleg verklok verði um miðjan nóv-
ember.
Tilboð í verkið voru opnuð í des-
ember 2021. Loftorka í Garðabæ átti
lægsta tilboðið, 257,6 milljónir
króna. Vegagerðin samdi við fyrir-
tækið um að vinna verkið. sisi@mbl.isMorgunblaðið/Árni Sæberg
Breikkun á
áætlun í
Mosfellsbæ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Knapar úr liði Íslands unnu til
þrennra gullverðlauna á Norður-
landamótinu í hestaíþróttum sem
fram fór á Álandseyjum um helgina
og knapar úr liðinu komust á verð-
launapall í fleiri greinum.
Matthías Sigurðsson steig oftast
á verðlaunapall af knöpum úr liði
Íslands. Hann sigraði í tölti ung-
menna á Roða frá Garði ásamt því
að næla sér í silfurverðlaun í fjór-
gangi og ná bronsverðlaunum í ung-
lingaflokki gæðingakeppninnar á
Caruzo frá Torfunesi.
Eysteinn Tjörvi Einarsson var
eini knapi íslenska liðsins sem tók
keppnishest sinn með frá Íslandi til
þátttöku í mótinu. Laukur frá
Varmalæk kom vel út úr ferðalag-
inu og veðurbreytingum og sigruðu
þeir nokkuð örugglega í gæð-
ingakeppni ungmennaflokks.
Helga Una Björnsdóttir og Leik-
ur frá Lækjarmóti sigruðu í A-
flokki gæðinga en þess ber að geta
að Helga Una tók við hestinum í úr-
slitum fyrir James Faulkner sem
kom tveimur hestum í úrslit og varð
að velja, en hafnaði sjálfur í 7. sæti.
Áhersla á yngri knapa
Landsliðsþjálfarar Íslands og
landsliðsnefnd ákváðu að leggja
áherslu á unglinga- og ungmenna-
flokkana þetta árið, að því er fram
kemur í tilkynningu frá Landssam-
bandi hestamannafélaga. Sendi Ís-
land því nokkuð fjölmennt lið til
þátttöku í yngri flokkum en fá-
mennt en reynslumikið lið fullorð-
inna knapa. Niðurstaðan varð sú að
aðeins tveir fullorðnir knapar voru
skráðir til leiks fyrir Íslands hönd,
Sigurður Vignir Matthíasson, sem
keppti í fimmgangi og gæð-
ingaskeiði á Starkaði frá Egils-
staðakoti, og Jakob Svavar Sigurðs-
son, sem keppti í fjórgangi og tölti á
Hálfmána frá Steinsholti.
Almennt eru ekki tök á að flytja
út hesta til keppni á Norð-
urlandamóti vegna þess að þeir eiga
þá ekki afturkvæmt til landsins.
Þess vegna kepptu knapar liðsins,
aðrir en Eysteinn Tjörvi, á láns-
hestum sem þeir þekkja takmarkað
við þrautreynd keppnispör annarra
landsliða.
Lið Svíþjóðar varð stigahæsta lið-
ið og vann liðabikarinn ásamt fjölda
annarra verðlauna. Danir stóðu sig
einnig vel.
Næsta stóra verkefni íslenska
landsliðsins er þátttaka í Heims-
leikum íslenska hestsins sem fram
fara í Hollandi næsta sumar.
Komu heim með þrjú gull
- Fjölmennt lið yngri knapa í landsliði Íslands sem keppti
á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum á Álandseyjum
Ljósmynd/Laura Sundholm
Efst Helga Una Björnsdóttir hljóp í skarðið fyrir annan knapa og reið Leik frá Lækjarmóti til sigurs í A-flokki.
Skipulagsstofnun vill að Lands-
virkjun geri skýrari grein fyrir
nokkrum þáttum fyrirhugaðrar
stækkunar Sigöldustöðvar við gerð
umhverfismatsskýrslu. Það á með-
al annars við um áhrif framkvæmd-
arinnar á vatnsborð og eftir atvik-
um lífríki og áhrif hennar á aðrar
virkjanir á svæðinu sem og orku-
öryggi.
Landsvirkjun skilaði í vor mats-
áætlun fyrir stækkun Sigöldu-
stöðvar um allt að 65 MW. Tilgang-
urinn er að auka sveigjanleika í
orkuafhendingu og gera fyrir-
tækinu kleift að mæta afltoppum
þegar eftirspurn er í hámarki. Ekki
er gert ráð fyrir nema lítils háttar
aukningu á heildarrafmagnsfram-
leiðslu, nema til komi meira
rennsli, til dæmis með aukinni
bráðnum jökla eða aukinni úrkomu.
Orkustofnun vekur athygli á því í
umsögn um matsáætlunina að ekki
sé vikið að áætlunum um vatnsnýt-
ingu, það er að segja hvaða áhrif
það hafi á nýtingu virkjunarinnar
og annarra raðtengdra virkjana
þegar líður að lokum vatnsárs, ef
vatnið er nýtt til framleiðslu fyrr á
vatnsárinu. Í því sambandi er bent
á hættu á skerðingu í raforkusölu,
líkt og gerðist síðla vetrar í ár.
Munu skýra málið
Undir þetta og fleiri athuga-
semdir tekur Orkustofnun með því
að gefa Landsvirkjun fyrirmæli um
að gera grein fyrir áhrifum stækk-
unarinnar á rekstur, raðtengdar
virkjanir og orkuöryggi. Lands-
virkjun lýsir yfir vilja til að gera
þetta, í svari við athugasemdum.
helgi@mbl.is
Gera þarf grein
fyrir áhrifum
stækkunarinnar
- Landsvirkjun undirbýr stækkun
Sigöldustöðvar um allt að 65 megavött