Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 14
September 1988
Skáldsagan Söngvar
Satans kemur út.
Október 1988
Bókin bönnuð
á Indlandi.
Janúar 1989
Bókabrenna í Brad-
ford í Bretlandi.
1991
1998
Ríkisstjórn Írans segist
ekki munu framfylgja
fatwa yfir Rushdie.
2005
Ali Khamenei, arftaki Khomeini,
segir íslam heimila dráp Rushdie.
2007
Rushdie aðlaður af Elísabeti II.
2016
12. ágúst 2022
$2,8 milljónir dala lagðar
til höfuðs Rushdie.
14. febrúar 1989
Khomeini erkiklerkur gefur
út fatwa (trúarúrskurð) um
að Rushdie skuli drepinn.
13. febrúar, 1989
Árás á menningarmiðstöð
Bandaríkjanna í Pakistan.
Tehran, 14. febrúar 1989
Nýja Delhi, 1999
Japanskur þýðandi Rushdie,
drepinn og ítalskur þýðandi
stunginn. 1993 farast 37
manns í hótelbruna þar sem
tyrkneski þýðandinn dvaldi.
Rushdie marg-
sinnis stunginn
á bókmennta-
viðburði í ofan-
verðu New
York-ríki
Salman Rushdie
Á flótta undan bókstafstrúarböðlum í 33 ár
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
M
örgum brá örugglega,
þegar fregnir bárust af
því á föstudag að ráðist
hefði verið á rithöfund-
inn Sir Salman Rushdie. En um leið
var þetta árásin, sem margir, kannski
flestir, höfðu beðið í 33 ár, æ síðan
byltingarklerkurinn Khomeini í Íran
hafði kveðið upp úrskurð í krafti
kennivalds síns um að Rushdie og all-
ir þeir sem komu að útgáfu bókar
hans Söngvar Satans og þekktu inn-
haldið yrðu að týna lífinu fyrir.
Þrátt fyrir árin öll var hættan
ekki liðin hjá. Tilræðismaðurinn
Hadi Matar, 24 gamall maður frá
New Jersey, skráði sig til þátttöku í
bókmenntaviðburði í Chautauqua í
norðvestanverðu New York-ríki,
skammt frá Vötnunum miklu, og not-
aði falsað ökuskírteini með nafni eins
af leiðtogum Hezbollah, vígamanna-
sveitum shíta í Líbanon, sem eru
mjög hallar undir Íransstjórn. Óstað-
festar fregnir eru uppi um að hann
hafi einnig verið í einhverjum
tengslum við menn í Íranska bylting-
arverðinum, en móðir Matar ber að
hann hafi tekið miklum breytingum
þegar hann fór til dvalar hjá föður
sínum í Líbanon árið 2018, þaðan
sem fjölskyldan er ættuð. Heimkom-
inn til Bandaríkjanna hafi hann lokað
sig af frá henni og systrum hans og
áfellst hana fyrir að hafa ekki haldið
íslam að sér. Hún hefur fyrir sitt leyti
beðið Rushdie afsökunar á tilræðinu
og segist ekki eiga neitt vantalað við
son sinn.
Þó Rushdie sé trúlaus maður
fagnaði hann íslömsku byltingunni í
Íran á sínum tíma og taldi hana til
batnaðar áður en hinn íslamski fas-
ismi varð öllum ljós. Ekkert af því
skipti máli þegar bók hans kom út,
enda virðist fátt benda til þess að
erkiklerkurinn Khomeini eða með-
reiðarsveinar hans hafi lesið bókina.
Frekar en Matar, sem stakk Rushdie
15 sinnum, þar á meðal í háls og
bringu, þannig að þó náðst hafi að
bjarga lífi hans þá er óljóst hvort
unnt var að bjarga öðru auga hans,
taugum í öðrum handlegg eða tjasla
lifrinni saman.
Glatað tjáningarfrelsi
Fyrir aldarþriðjungi mótmælti
málsmetandi fólk á Vesturlöndum
þessum dauðadómi yfir Rushdie, en
margir virtust þó vera á því að hann
gæti sjálfum sér um kennt, kannski í
ljósi fyrrnefndra orða um írönsku
byltinguna og hefðbundinnar vinstri-
gagnrýni hans á Vesturlönd.
Núna eru margir hneykslaðir en
það eru enn margir sem yppta öxlum.
Kannski vegna þess að svartsýnis-
spár Rushdies um hnignun tjáning-
arfrelsisins hafa að miklu leyti ræst.
Hver ræðir um Charlie Hebdo í
dag? Man einhver eftir franska kenn-
aranum Samuel Paty sem var af-
höfðaður í fyrra? Í Evrópu heldur
enginn fyrirlestur eða les upp úr bók
um helförina eða þjóðarmorðið á Ar-
menum nema undir lögregluverði.
Kannski er hitt þó verra að þöggun
og ritskoðun hefur læðst inn á Vest-
urlöndum og þykir víða ekki aðeins
sjálfsögð heldur nauðsynleg.
Eða hvað halda menn að slauf-
unarmenningin sé annað? Þegar há-
skólar loka á óleyfileg viðhorf eða láta
gamla texta liggja í þagnargildi svo
engum háskólaborgara verði
hverft við?
Einn þeirra rithöf-
unda, sem óskaði Rushdie
skjóts bata, var J.K. Rowl-
ing, höfundur Harry Pott-
er bókanna, sem staðið hefur
í nokkru stappi við trans-
aðgerðasinna. Hún fékk
hughreystandi kveðju á
Twitter: „Engar
áhyggjur, þú ert
næst.“
Rushdie, íslamskir
fasistar og slaufunin
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Björn Bjarna-
son fyrrver-
andi ráð-
herra vakti fyrir
rúmu ári athygli á
glæfralegum hug-
myndum um vikur-
flutninga um Suð-
urlandsveg.
Virðist vera þar um að tefla
að breyta þjóðveginum á Suð-
urlandi í innannámuleið
trukka, sem bruni þar um á sjö
mínútna fresti! Björn furðar
sig réttilega á því undri að ein-
hverjum „detti í hug að skipu-
leggja slíkan akstur malar-
trukka allan sólarhringinn á
þessari leið.“ Hann bendir
einnig á að það hljóti að vekja
spurningar um hvort að nokk-
ur skynsemi geti búið að baki
slíkum áformum.
Í pistli Björns er einnig bent
á að Friðrik Erlingsson, rithöf-
undur á Hvolsvelli, sem fjallar
líka um málið hér á opnunni í
dag, hefði um nýliðna helgi
vakið athygli Sunnlendinga og
annarra á umhverfismats-
skýrslu vegna efnistöku á
Mýrdalssandi og vörubílaakst-
urs allan sólarhringinn þaðan í
Þorlákshöfn, árið um kring eft-
ir Suðurlandsvegi. Ekki getur
verið önnur skýring á því að
lítil umræða hafi verið um
þessar undarlegu ráðagerðir
en að almenningur, nær og
fjær, hafi talið að um leið og at-
hygli væri vakin á því, hversu
fráleitar fyrirætlanir væru þar
á ferðinni, yrðu áformin þegar
í stað sett upp í hillu, eða í
ruslakörfu, sem farið hefði
best á.
Það eru ótal dæmi til um
það, gömul sem ný, hversu sár-
grætilega auðvelt er að fá
keyptar umsagnir sem eiga að
vera veittar í krafti sérfræði-
þekkingar, þótt þær sýnist
vera öndverðar öllu því, sem
blasir við hverjum manni að fái
staðist. Hinu er ekki að leyna
að að skýrsla af slíku tagi gæti
geymt vott um ólíkindalega
gamansemi þegar að nið-
urstaða hennar er „að aukning
umferðar og hljóðvistar vegna
malartrukkanna „hafi nokkuð
„neikvæð áhrif“ eða svo sem
miðlungs áhrif miðað við að
flokkarnir fyrir ofan heita:
Talsverð neikvæð áhrif, Veru-
leg neikvæð áhrif og Óvissa“.
Sjálfsagt gætu sérfræðingar í
öðrum fræðum selt umsagnir
um annað álitaefni, með þeirri
niðurstöðu að „almennt væri
það ekki lífvænlega hagfellt
fyrir menn að láta hengja sig
og skjóta í senn“. Ekkert yrði
ofsagt í þeirri umsögn og hún
væri innan allra vísindalegra
marka. Um þetta hefur Friðrik
Erlingsson sagt: „Heilbrigð
skynsemi segir að slík tröll-
aukin viðbót um-
ferðar á Suður-
landsvegi hafi
veruleg óvissu-
áhrif; í besta falli
verulega neikvæð
áhrif. Allt annað
er fals og lygi.“
Í skýrslunni
kemur umfang fyrirhugaðra
flutninga skýrt fram: „Miðað
við að flutningar verði stund-
aðir um 280 daga á ári eru það
107 ferðir yfir sólarhringinn,
eða rúmlega 3 ferðir fyrir
hvern vörubíl. Unnið verður á
þrískiptum vöktum svo þessar
107 ferðir dreifast yfir allan
sólarhringinn. Að meðaltali
þýðir það ný ferð á um korters
fresti allan sólarhringinn. Ein
ferð þýðir fullur bíll til Þor-
lákshafnar og tómur til baka,
það munu því vörubílar fara
um veginn á um 7-8 mínútna
fresti.“
Birni Bjarnasyni þykir það
með miklum ólíkindum „að ein-
hverjum detti í hug að skipu-
leggja slíkan akstur malar-
trukka allan sólarhringinn á
þessari leið“ og segir að það
veki „spurningar um hvort
nokkur skynsemi búi yfirleitt
að baki þeim áformum að opna
vikurnámu austan og suð-
austan við Hafursey, skammt
austan við Vík í Mýrdal. Vikur-
inn yrði fluttur með skipum frá
Þorlákshöfn út til Evrópu, og
jafnvel N-Ameríku, sem
íblöndunarefni við framleiðslu
á sementi. Magnið á Mýrdals-
sandi er talið duga í 100 ár.“
Einar Freyr Elínarson,
sveitarstjóri Mýrdalshrepps,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær (15. ágúst) að
hreppurinn legðist ekki gegn
námuvinnslunni, þarna væri
skilgreind náma. Miklar efa-
semdir séu hins vegar uppi um
landflutningana. Hann bendir
á að þjóðvegurinn sé lífæð
ferðamennsku og vikurflutn-
ingarnir mundu hafa „verulega
neikvæð áhrif“ á aðra umferð.
Svo sannarlega er hægt að
taka undir, eins og Björn
Bjarnason gerir, þá afstöðu
Friðriks Erlingssonar að-
„heilbrigð skynsemi segir að
þessari trukkaumferð megi
ekki undir nokkrum kring-
umstæðum hleypa á Suður-
landsveg. Svo nú er það spurn-
ingin, hvort heilbrigða
skynsemi sé nokkurs staðar að
finna hjá þeim yfirvöldum
sveitarfélaganna og landsins
sem hafa með þetta mál að
gera. Annars er ekki útilokað
að íbúar á Suðurlandi reisi
götuvígi og stöðvi alla umferð
um Suðurlandsveg. Efnistakan
í slíka aðgerð almennings á
Suðurlandi gerir ekki kröfur
um umhverfismat.“
Fróðlegt væri að
heyra afstöðu Vega-
gerðar ríkisins og
ráðherra hennar um
hinar stórkarlalegu
fyrirætlanir}
Á 7 mínútna fresti í öld
Í
Morgunblaðinu í gær geystist háskóla-
ráðherra fram á ritvöllinn og fjallaði
um meint forystuleysi í Reykjavíkur-
borg vegna þess að ekki hefur tekist að
útvega öllum börnum í borginni 12
mánaða og eldri leikskólapláss. Nú skal alls
ekki gera lítið úr vanda fjölskyldna sem bíða eft-
ir plássi, en eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum þá má skrifa töf á úthlutun plássa á töf á
afhendingu þriggja nýrra leikskóla frá verktök-
um. Um er að kenna ástandi í heiminum, fyrst
heimsfaraldri sem hægði á byggingu húsnæðis
og síðar stríðsástandi sem hægði á afhendingu
stálgrinda í húsin. Þetta er auðvitað alls ekki
gott en því miður óumflýjanlegt ástand. Sem
betur fer munu þó leikskólarnir þrír opna dyr
sínar fyrir reykvískum börnum nú í október og
nóvember, þökk sé forystu jafnaðarmanna í
borginni.
Við lestur greinar ráðherrans fór ég að hugsa um
hvernig staðið er að málum hjá ríkisstjórn hennar. Biðlist-
ar eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu hafa aldrei verið
jafn langir. Embætti landlæknis hefur sett fram viðmiðun-
armörk um aðgengi að heilbrigðisþjónustu og hvað megi
telja ásættanlega bið. Viðmið embættisins er að 80% sjúk-
linga komist í aðgerð innan 90 daga eftir að óskað er að-
gerðar ella sé staðan óviðunandi. Hafa verður í huga að
biðlistar eftir viðtölum hjá læknum eru einnig mjög langir
og ná biðlistar einungis yfir þá sem hafa náð að komast að
hjá lækni og verið vísað í nauðsynlega aðgerð.
Af 18 aðgerðarflokkum sem embættið
rannsakar tókst að koma sjúklingum í aðgerð
á innan við 90 dögum í fjórum flokkum. Í 14
flokkum var um að ræða umtalsvert lengri bið
og eru dæmi þess að allt að 90% sjúklinga hafi
þurft að bíða í lengri tíma en þá þrjá mánuði
sem miðað er við. Má sjá dæmi um allt að árs-
bið eftir nauðsynlegum aðgerðum. Aðgerðum
sem í dag kallast valkvæðar en eru það alls
ekki. Fólk hefur ekki val um að komast ann-
aðhvort ekki fram úr rúminu eða fara í hnjá-
eða mjaðmaaðgerð, að láta ekki framkvæma
legnám og geta þá ekki sinnt sínum daglegu
störfum eða fara í aðgerð eða fara í augn-
steinaaðgerð til að auka sjón sína og mögu-
leika til áframhaldandi góðs lífs svo dæmi séu
tekin. Þetta eru aðgerðir sem eru nauðsyn-
legar svo fólk geti búið við góð lífskjör. Það að
láta langa biðlista verða að meginreglu frekar en undan-
tekningu hefur veruleg áhrif á lífsgæði alls almennings í
landinu og við því verður ríkisstjórnin að bregðast.
Það skortir forystu í heilbrigðismálum í landinu. Nú
fáum við brátt að líta nýtt fjárlagafrumvarp og verður
fróðlegt að sjá smáskammtalækningar ráðherra til handa
heilbrigðiskerfinu. Við verðum að tryggja heilbrigðisþjón-
ustu um allt land til að hér ríki hagsæld til framtíðar. Við
þetta ættu allir ráðherrar í ríkisstjórn að hafa hugann.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Forystuleysi
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ahmed Salman Rushdie er
bresk-bandarískur rithöfundur,
fæddur í Mumbai (Bombay) á
Indlandi árið 1947, en fjölskylda
hans er íslömsk frá Kasmír.
Hann menntaðist á Englandi og
lauk prófi í sagnfræði frá King’s
College í Cambridge.
Hann hneigðist snemma til
skrifta og starfaði sem texta-
gerðarmaður auglýsingastofu á
meðan hann skrifaði fyrstu
skáldsögurnar. Þær eru einatt
með sagnfræðilegu ívafi, gjarn-
an á mörkum tveggja heima eða
tíma, hins austræna og vest-
ræna, töfra og veruleika. Hann
hlaut Booker-verðlaunin árið
1981 fyrir aðra bók sína og
hefur verið talinn meðal
fremstu rithöfunda Breta
síðan.
Sir Salman varð nýlega
75 ára gamall, er fjór-
kvæntur og á tvo
syni. Hann hefur
búið á Man-
hattan frá
aldamótum.
Tveggja
heima maður
SALMAN RUSHDIE
Sir Salman Rushdie