Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 Flug Mávur nældi sér í vænan bita við Reykjavíkurhöfn í gær. Fiskhausinn sem hann fann er heldur næringarríkari fæða en gengur og gerist í brauðpokum borgarbúa við Tjörnina í Reykjavík. Eggert Jóhannesson Í stað þess að senda öllum íbúum á Suðurlandi eitt sms og benda þeim á að kynna sér drög að matsáætlun vegna efnistöku á Mýrdals- sandi og vörubílaakst- urs allan sólarhring- inn, árið um kring, eftir Suðurlandsvegi birti verkfræðistofan Efla, í samstarfi við framkvæmdaraðilann, Steag Po- wer Minerals, eina dverg- auglýsingu í Dagskrá Suðurlands, hinn 19. maí 2021 – í aðdraganda Eurovision og sveitarstjórn- arkosninga. Enda bárust engar athugasemdir. Eðlilega ekki. En nú má sjá umhverfismatsskýrslu frá Eflu á vef Skipulagsstofnunar, skipulag.is, og frestur til at- hugasemda er til 26. september 2022. Skýrslan uppfyllir áreiðanlega allar kröfur verkfræðilegrar hugsunar, og lagabókstafs um umhverfismat, en það er hroll- vekjandi að sjá að íbúar á Suður- landi virðast ekki vera hluti af því umhverfi sem þessi tröllaukna starfsemi hefur mögulega áhrif á. Auðvelt er að benda á hið aug- ljósa, að fasteignaverð í þéttbýli á Suðurlandi mun hríð- falla þegar malar- trukkar æða gegnum Vík, Hvolsvöll, Hellu og Selfoss á nokk- urra mínútna fresti allan sólarhringinn, árið um kring. Í skýrslunni metur Efla það svo að aukn- ing umferðar og verri hljóðvist vegna mal- artrukkanna hafi „nokkuð neikvæð áhrif“ eða svo sem miðlungsáhrif, miðað við að flokkarnir fyrir ofan heita: „Talsverð neikvæð áhrif“, „Veru- leg neikvæð áhrif“ og „Óvissa“. – Hér hefur framkvæmdaraðilinn, Steag Power Minerals/EP Power Minerals, augljóslega fengið að setja fingrafar sitt í skýrsluna. Heilbrigð skynsemi segir að slík tröllaukin viðbót umferðar á Suð- urlandsvegi hafi veruleg óvissu- áhrif; í besta falli verulega nei- kvæð áhrif. Allt annað er fals og lygi. Úr kafla 5.5.5. Lýsing á áhrif- um, bls. 80: „Miðað við að flutningar verði stundaðir um 280 daga á ári eru það 107 ferðir yfir sólarhringinn, eða rúmlega þrjár ferðir fyrir hvern vörubíl. Unnið verður á þrí- skiptum vöktum svo þessar 107 ferðir dreifast yfir allan sólar- hringinn, að meðaltali þýðir það ný ferð á um korters fresti allan sólarhringinn. Ein ferð þýðir full- ur bíll til Þorlákshafnar og tómur til baka, það munu því vörubílar fara um veginn á um 7-8 mín fresti.“ Ef Norðmenn geta reist olíu- borpalla í Norðursjó ættu Íslend- ingar að geta reist pall úti fyrir Mýrdalssandi þar sem sandinum yrði dælt beint í skip. Geti Íslend- ingar það ekki, þá er rétt að leita tilboða í það verk að utan, því þessi aukning umferðar á Suður- landsvegi er fullkomlega galin frá öllum sjónarmiðum: efnahags- legum, umferðaröryggislegum, félagsfræðilegum og mannvistar- fræðilegum, svo nokkur atriði séu nefnd – og ætti með fullum rétti að vera „pólitískur ómöguleiki“. Núverandi ríkisstjórn hefur ver- ið dugleg að skipta sér af alls kyns málum er varða ýmsar hliðar almannaheilla, mannréttinda, um- hverfismála o.fl. og ítrekað hafa ráðherrar stigið fram opinberlega til að ræða sérstök umdeilanleg mál. En nú þegar allir íbúar á Suðurlandi eiga von á slíkum ham- förum sem lýst er fjálglega í skýrslunni – þá er þögnin algjör. Og af einhverjum dularfullum ástæðum þegja nær allir sveitar- stjórnarmenn þunnu hljóði. Meira úr kafla 5.5.5. Lýsing á áhrifum bls. 80: „Þó að hver bíll um sig muni hafa óveruleg áhrif þá magnast áhrifin upp þegar 30 slíkir eru á ferðinni á hverjum degi. Bílarnir eru langir, sem mun gera erfiðan framúrakstur fyrir aðra bíla og takmarka skyggni fram á veginn fyrir þá sem á eftir koma. Sam- kvæmt reglugerð 155/2007 mega vörubílar með tengivagn mest vera 18,75 m á lengd, til saman- burðar mega rútur mest vera 15 m á lengd. Skv. umferðarlögum 77/2019 er hámarkshraði flutn- ingabílanna á leiðinni 90 km/klst utan þéttbýlis á vegum með bundnu slitlagi (annar 80 km/klst) en 50 km/klst í þéttbýli, er það sami hámarkshraði og gildir um alla aðra umferð.“ Meira úr sama kafla, bls 81. „Fyrir íbúa og aðra í nágrenni flutningsleiðarinnar má búast við truflun í hvert sinn sem vörubíll fer hjá, mismikilli eftir því hve ná- lægt veginum umræddur aðili er. Þótt keyrt sé hægt þegar farið verður í gegnum þéttbýli þá eru vörubílar af þessari stærð ekki heppilegir til innanbæjaraksturs.“ „Ekki heppilegir“ er vægt til orða tekið. Geta lesendur séð fyr- ir sér fyrstu ferðahelgina í júní á Suðurlandsvegi? Verslunarmanna- helgina? Eða hina linnulausu um- ferð bílaleigubíla, hjólhýsa og húsbíla, fólksbíla íbúa, ferðaþjón- ustubíla, jeppa, rúta, hjólreiða- manna, vélhjóla – að ekki sé talað um atvinnu-umferð á Suðurlands- vegi, s.s. traktora, vinnuvéla, hestakerra, vöruflutninga- og steypubíla, reglulegra bílalesta til og frá Landeyjahöfn að ónefndum lögreglu-, slökkviliðs og sjúkrabíl- um í neyðarakstri. Heilbrigð skynsemi segir að þessari trukkaumferð megi ekki undir nokkrum kringumstæðum hleypa á Suðurlandsveg. Svo nú er það spurningin hvort heil- brigða skynsemi sé nokkurs stað- ar að finna hjá þeim sveitarfél- ögum og stjórnvöldum sem hafa með þetta mál að gera. Annars er ekki útilokað að íbúar á Suður- landi reisi götuvígi og stöðvi alla umferð um Suðurlandsveg. Það vill svo „heppilega“ til að efnis- taka í slíka aðgerð almennings gerir ekki kröfur um umhverfis- mat. Götuvígi á Suðurlandsvegi Eftir Friðrik Erlingsson » Íbúar á Suðurlandi virðast ekki vera hluti af því umhverfi sem þessi tröllaukna starfsemi hefur mögu- lega áhrif á. Friðrik Erlingsson Höfundur er íbúi á Hvolsvelli. fridrik07@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.