Morgunblaðið - 16.08.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Töluverðu er kostað
til einhvers sem heitir
Brothættar byggðir.
Markmið Brothættra
byggða er eftirfarandi:
. Sterkir innviðir og
öflug þjónusta
. Stígandi í atvinnulífi
. Stolt og sjálfbært
samfélag
. Fjölskylduvænt og
skapandi samfélag
. Umhverfisvæn úti-
vistarparadís
. Gott mannlíf og fjölbreytt at-
vinnulíf
. Öflugir innviðir og einstakt um-
hverfi
. Traustur landbúnaður og sjávar-
útvegur
. Einstakt menningarlandslag og
náttúra
. Traustur grunn-
atvinnuvegur
. Heillandi umhverfi
og sérstæður
áfangastaður
. Blómstrandi mennt-
un
Svo kemur ráðherra
Vinstri-grænna, ráð-
herra landbúnaðar og
sjávarútvegs, og lokar
á strandveiðar og legg-
ur þar með mörg sjáv-
arplássin á hliðina. Á
meðan strandveiðarnar
eru blómstra sjávar-
plássin. Þá iðar allt af lífi, sól skín í
heiði og allir brosa. Færibönd sam-
félagsins snúast sem aldrei fyrr.
Nei, ráðherra bara segir stopp.
Kvótinn sem ykkur var ætlaður er
búinn og þá bara hættið þið veiðum.
Á miðju sumri, hugsið ykkur. Í stað-
inn fyrir að hliðra til og búa til
nokkur kíló svo strandveiðin gæti
róið áfram og klárað sumarið. Hvar
eru brothættar byggðir nú?
Sjávarplássin, sem áður iðuðu af
lífi, eru nú sannkallaðir draugabæir.
Ekki sést sála neins staðar, meira
að segja börnin skynja breytinguna
og hætta að leika sér úti.
Strandveiðifélag Íslands reyndi
mikið að fá fund með ráðherra sjáv-
ar í allt sumar en án árangurs.
Reyndar áttum við í Strandveiði-
félaginu fund með ráðherra 9. ágúst,
of seint til að bjarga einhverju í ár
en vonandi síðar, því okkur í Strand
FÍ fannst ráðherra og hennar fylgd-
arlið gefa okkur gaum og því sem
við höfðum fram að færa. En við í
Strandveiðifélaginu vorum búin að
finna leið fyrir hana í sumar til að
búa til kvóta öllum að meinalausu.
Það er að úthluta minna af þorski til
skel- og rækjubóta á fiskveiðiárinu
sem hefst 1. september nk. Á yf-
irstandandi fiskveiðiári varð engin
skerðing á rækju- og skelbótum. Í
þær bætur fóru alls 1.472 tonn. Það
skal tekið fram að þessar bætur
áttu að vera tímabundin aðgerð,
alltaf að skerðast frá ári til árs, en
það hefur ekki gengið eftir.
Ef við miðum við 15% skerðingu
fengjust u.þ.b. 220 tonn.
Í almennan byggðakvóta fyrir
næsta fiskveiðiár var úthlutað 3.626
tonnum. Áætlað er að um 40% af
honum fari til dagróðrabáta, sem við
leggjum til að verði ekki skert.
Restin yrði sett til strandveiða og
notuð til að tryggja veiðar í júlí/
ágúst 2022. Hér myndu fást rúm
2.000 tonn.
Nú er komið í ljós að á skipti-
markaði uppsjávarskipa (þorskur
fyrir makríl) fékk ríkið um 770 tonn
í sinn hlut. Þetta ætti allt að fara í
strandveiðar.
Samtals gerir þetta u.þ.b. 2.990
tonn.
Þessar aðgerðir myndu bæta bú-
setuskilyrði, nýliðun og lífsgæði
myndu margfaldast í sjávar-
byggðum um land allt. Allt myndi
blómstra og hamingjan myndi
drjúpa af hverju strái umhverfis
landið.
Nei, ráðherra sem kennir sig við
sjávarútveginn kýs að brjóta niður
sjávarbyggðirnar þvert á eitthvað
sem eflir brothættar byggðir.
P.s. Við í Strandveiðifélaginu er-
um ánægð með útkomu fundar með
ráðherra og hlökkum til áframhald-
andi samstarfs með strandveið-
arnar.
Sanngirni eða tómur tvískinnungur?
Eftir Hjört Sævar
Steinason »Nei, ráðherra bara
segir stopp. Kvótinn
sem ykkur var ætlaður
er búinn og þá bara
hættið þið veiðum.
Á miðju sumri, hugsið
ykkur!
Hjörtur Sævar
Steinason
Höfundur er sjómaður.
hjortur@jakinn.is
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Eftir að viðkom-
andi hefur skráð sig sem notanda í
kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna
svæðið. Hægt er að senda greinar
allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Mig langar til að
leggja orð í belg um
þrjú óskyld mál sem
hafa verið til umræðu
að undanförnu. Ég
geri mér grein fyrir
því að skoðanir mínar
falla ekki að öllu leyti
saman við skoðanir
þeirra sem oftast láta
til sín heyra, en um-
ræðan er vonandi
frjáls.
Fyrsta málið varðar aðstreymi
erlends fólks sem vill setjast hér
að. Þetta aðstreymi er mikið og á
sjálfsagt eftir að aukast enn þegar
fólk fer að flýja svæði sem verða
óbyggileg sökum hita og vatns-
skorts. Íslensk yfirvöld hafa lítið
gert til að hafa stjórn á þessum
fólksflutningum. Þá sjaldan þau
aðhafast eitthvað, til dæmis með
því að fylgja viðteknum reglum og
samningum um flóttamenn, fylgja
því jafnan hávær mótmæli. Hvað
flóttamennina varðar ætti að huga
að því hverjir séu líklegastir til að
aðlagast íslensku
samfélagi. Þar kemur
margt til álita, ekki
síst trúarskoðanir
fólks. Sjálfur er ég
ekki trúmaður, en
mér þykir augljóst að
kristnir menn eigi
auðveldara með aðlög-
un hér á landi en
menn sem aðhyllast
önnur trúarbrögð, og
að stjórnvöld ættu að
taka mið af því, sé
þess kostur. Jafn-
framt ættu menn að
hugleiða hvort ekki beri að tak-
marka aðflutninginn. Hér er að
vísu rúm fyrir fleira fólk, en víð-
áttan er eitt af því sem gefur land-
inu aðdráttarafl, landkostur sem
við viljum helst ekki missa. Með
ferðamennskunni hefur þegar ver-
ið gengið mjög á þá auðlind.
Annað málið varðar „hinsegin
fólk“ sem svo er kallað. Kvartað
hefur verið yfir því að bakslag hafi
orðið í viðhorfum til þessa fólks;
það hefur verið hrakyrt og smánað
á ýmsan hátt, og er það miður. En
spyrja má hvort „bakslagið“ sé
ekki að sumu leyti sjálfskaparvíti.
Kannanir benda til þess að um 4%
mannfólks séu kynhverf. Á síðustu
árum hafa flestir Íslendingar
sennilega sætt sig við það að kyn-
hverfa sé samofin mannlegri hegð-
un og ástæðulaust að gera veður
út af henni. Alltaf finnast þó of-
stækisfullir menn sem eru ann-
arrar skoðunar. Þegar kynhverfir
auglýsa sig með göngum og fánum
og mála stræti og torg eru þeir
óviljandi að egna þessa ofstækis-
menn. Sýnu gæfulegra væri fyrir
kynhverfa að láta sem minnst fyrir
sér fara og falla þannig eðlilega
inn í samfélagið, eins og vænt-
anlega er markmið þeirra. Þetta á
ekki við um kynskiptinga („trans
fólk“), sem eru örlítill hluti af
„hinsegin fólki“ og hljóta óhjá-
kvæmilega að skera sig úr fjöldan-
um. Sá hópur krefst ýmissa breyt-
inga sem eru áberandi og varða
allan þorra fólks.
Þriðja málið sem mikið er í um-
ræðunni eru þær ráðstafanir sem
Íslendingar eru að gera til að
draga úr notkun jarðefnaelds-
neytis. Þessar ráðstafanir eiga að
vera til mótvægis við hlýnun jarð-
ar. Ég hef áður bent á það í blaða-
grein (Mbl. 2. apríl) hversu fárán-
legt það er að við séum að leggja í
þessar kostnaðarsömu aðgerðir
þegar orkuframleiðsla hérlendis er
að mestu leyti (90%) vistvæn. Á
sama tíma eru Kínverjar að auka
við árlega kolanotkun sína, og
nemur aukningin allt að hundr-
aðfaldri árlegri orkuframleiðslu
Íslendinga úr olíu og bensíni. Litl-
ar sem engar horfur eru á því að
hækkun hitastigs á jörðu verði
stöðvuð með mannlegu framtaki.
Skynsamlegast er því að búa sig
undir þá hlýnun sem fram undan
er og hætta að sóa fjármunum í
ómarktækar aðgerðir.
Eftir Þorstein
Sæmundsson » Í greininni lýsir
höfundur skoðun
sinni á þremur ólíkum
málum sem fjallað hefur
verið um í fjölmiðlum
að undanförnu
Þorsteinn
Sæmundsson
Höfundur er stjörnufræðingur.
Í umræðunni
Ég undirrituð skora á dagskrár-
stjórn Stöðvar 2 að gera fleiri þátta-
raðir af Ísskápastríði, þeim frábæru
þáttum, og líka Allir geta dansað.
Guðrún.
Velvakandi
Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Stöð 2
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is
Viðskipti